Vikan


Vikan - 28.12.1987, Síða 20

Vikan - 28.12.1987, Síða 20
Leikfélag Akureyrar: Leitai nýrra leiða við uppfærslu á Pilti og stúlku Jólaleikrit Leikfélags Ak- ureyrar þetta árið er eitt af stórverkum íslenskrar leik- ritunar, Piltur og stúlka. Leikritið samdi Emil Thor- oddsen eftir skáldsögu Jóns Thoroddsen og það er löngu orðið sígilt stykki sem sett er upp af og til á fjölum helstu leikhúsanna. Reyndar er nokkuð liðið firá því að L.A. sýndi síðast Pilt og stúlku. Síðast var það á leikárinu 1949-50, þá undir leikstjórn Jóns Norðfjörð, svo segja má að tími sé til kominn að gefa yngri kynslóðum tækiferi til að sjá eina frægustu sögu okkar íslend- inga í leikritsformi. Sóttur til Finnlands Ekki létu aðstandendur L.A. sér nægja að leita að leikstjóra yflr í næstu sýslu, öðru nær. Maðurinn var nefnilega sóttur alla leið til Finnlands þar sem hann hefur um árabil starfað við leikhús. Maðurinn er að sjálf- sögðu sjálfur Borgar Garðarsson sem hefur af mörgum verið sárt saknað úr leiklistarlífinu hér- lendis. Þegar undirritaður var stadd- ur á Akureyri á dögunum brá hann sér inn í Samkomuhúsið eins og leikhúsið heitir, en það er gamalt, fallegt hús sem setur mikinn svip á Innbæinn. Þá stundina var kórinn að æfa og Borgar var gripinn baksviðs í stutt spjall. Hann var fyrst spurður um hvernig á því stæði að hann hefði tekið þetta verk- efhi að sér. „Þegar haft var samband við mig og ég beðinn um að leik- stýra þessu ákvað ég bara að slá til. Að vísu var ég svolítið van- trúaður á að svona lítið leikhús gæti gert svona stóru stykki sóma, en í Ijós kom að sá ótti var með öllu ástæðulaus, enda hefur Leikfélagið áður sýnt það að það ræður við viðamiklar sýningar. Hópurinn er ffábær og stjórnun- in á félaginu er góð. Við byrjuð- um að æfa 2. nóvember og ffumsýnum á annan í jólum. Segja má að engin sérstök vandamál hafi komið upp.“ — Er þetta stór sýning? ,Já, ég myndi segja hana nokkuð stóra. Það eru 30. manns sem koma ffam þegar kór og hljómsveit eru talin með. Hlutverkin eru 24 en leikendur eru eitthvað ferri. Þessi upp- setning er nokkuð nýstárleg, það er að segja við förum ekki eftir gömlu forskriftinni hvað sviðsetningu varðar. Þó erum við trú sögunni, en ég held að þetta sé meira leikhús en eldri uppferslur hafa verið. Eg var ekkert búinn að velta fyrir mér uppferslu á þessu stykki fyrr en haft var samband við mig og ég hef aldrei fyrr unnið við það, svo ég varð að hugsa þetta frá grunni. Ákveðið var að hafa sýninguna ívið nú- tímalegri en þær fyrri þó að textanum sé ekki breytt og öll lögin eru í upprunalegum bún- ingi. Tónlistin er reyndar á ábyrgð Jóns Áskels Hlöðvers- sonar hljómsveitarstjóra og hann hefur unnið geysilega gott verk.“ Er ekki á heimleið - Hvað hefúr þú svo verið að gera í Finnlandi? Borgar Garðarsson leikstjóri: ,Alveg frábær hópur að vinna með.“ „Ég er búinn að vera þar á annan áratug við leikhúsið „Lilla Teatern" sem er atvinnuleikhús í Helsingfors og sýnir bæði á finnsku og sænsku. Flest árin frá því 1976 hef ég verið í stjórn félagsins og hef bæði leikstýrt og leikið. Þetta er mjög skemmtilegt leikhús með frá- bærum hópi leikara sem er mjög skemmtilegt að vinna með. Við höfúm fjölbreytt verkefnaval og höfum sýnt eitt íslenskt leikrit, „Skjaldbakan kemst þangað líka" eftir Árna Ibsen. Eg er þó á því að sýningin hérna heima hjá Egg leikhúsinu hafi verið betri. Mér líkar mjög vel í Finnlandi og finnst gott að vinna með Finnum, svo ég held að það sé ekkert á dagskránni hjá mér að flytja aftur heim. Þó veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, ætli maður endi ekki héma. Þó ekki á næstu árum.“ Þegar hér var komið þurfti Borgar að fara inn í sal að kippa einhverju í lag, svo spjallið varð ekki lengra. Undirritaður fylgdi í humátt á eftir og fylgdist t sma stund með æfingunni sem nú var hafin. Af því sem sást þar má fúllyrða að þeir sem leggja leið sína í Samkomuhús Akureyrar um hátíðirnar verða ekki sviknir af því að sjá þennan elsta söng- leik okkar íslendinga. AE. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.