Vikan - 28.12.1987, Qupperneq 22
.. .það er að sjálfsögðu bilun
að láta þruma boltanum í
sig...
Gottoð
vera komiwi
ktn í hlýjuna
Landsliðsmarkvörðurinn og framkvæmdastjórinn Kristján Sigmundsson í Vikuviðtali
Texti: Adolf Erlingsson.
Myndir: Páll Kjartansson.
Það virðist vera nóg
að gera hjá Kristjáni
Sigmundssyni lands-
liðsmarkverði í hand-
bolta þessa dagana.
Sem framkvæmdastjóri
Lystadúns vinnur hann
að minnsta kosti fullan
vinnudag og ofan á þá
vinnu bætast strembnar
æfingar, helst tvisvar á
dag.
Enda kom það á daginn þegar
ég hringdi í hann til að falast eít-
ir viðtali. Kristján hafði útlend-
ing á sínum vegum vegna vinn-
unar og var upptekinn yfir hon-
um fram á kvöld. Auk þess þurfti
handboltinn að fá sitt. En þar
sem Kristján er ljúfmenni mikið
féllst hann á að gefa mér eftir
kvöldpart og við ákváðum að
hittast í ljósmyndastúdíóinu svo
við gætum afgreitt myndatök-
una og viðtalið í einu.
Viðburðaríkt ár
Árið sem er að líða hefúr svo
sannarlega verið viðburðaríkt
fyrir Kristján, skipst hafa á skin
og skúrir bæði á íþróttasviðinu
og í starfinu. Síðasta leiktímabil
var eitt hans besta frá upphafi
og hann var kjörinn leikmaður
ársins. Þó vill svo einkennilega
22 VIKAN
til að hann missti sæti sitt í
landsliðinu í sumar og var úti í
kuldanum allt þar til fyrir tveim-
ur vikum að hann kom inn í
hópinn á ný fyrir leikina gegn
Suður Kóreu. Ekki urðu svipt-
ingarnar minni í vinnunni hjá
honum, en Kristján horfði á
Listadún fúðra upp í eldhafi.
Því lá beinast fyrir að byrja á
að spyrja Kristján hvernig hann
kæmist yfir allt sem hann þarf að
gera.
„Ég veit það hreinlega ekki,
það bara hefst einhvern veginn.
Starfið er mjög krefjandi og er
ekki þess eðlis að ég geti fengið
mig lausan hvenær sem er, það
fylgir því of mikil ábyrgð til
þess. Enda hef ég gert Bogdan
það ljóst að ég get ekki tekið
100% þátt í undirbúningnum
fyrir ólympíuleikana. Við erum
að byggja nýtt húsnæði undir
alla starfsemina og það segir sig
sjálft að það er geysileg vinna að
endurreisa fyrirtæki eftir áfall
eins og Lystadún varð fyrir í
sumar.“
Tók lyftuna
— Hefiar frami þinn í við-
skiptalífinu ekki verið nokkuð
skjótur?
„Það má kannski segja það. Ég
kláraði viðskiptafræði í Há-
skólanum ’83 og var ráðinn sem
gjaldkeri hjá Vogafelli hf. sem er
Lystadún. Þar tók ég svo lyftuna
svo að segja. Eftir tvö ár var ég
orðinn framkvæmdastjóri og hef
nú gegnt þeirri stöðu í tæp ár.“
— Heldur þú að það hve þú
ert bundinn yfir starfinu hafi
verið ástæðan fyrir því að þú
varst settur út úr landsliðinu?
„Ég veit það satt að segja ekki.
Það er það sem ég er mest ósátt-
ur við í sambandi við það að
detta út, mér hefur aldrei verið
sagt hvers vegna það var.
Kannski hefúr það verið vegna
þess að Bogdan vildi byggja á
mönnum sem gætu gefið sig
meira í undirbúninginn en ég
hef tök á. Annars hef ég ekki
spilað sérstaklega vel það sem af
er vetrar. Ég byrjaði seint að æfa
og það var ekki fyrr en í síðustu
leikjum okkar Víkinga sem ég
var sáttur við frammistöðu
mína. En ég hef verið ánægður
.. .ég er ómögulegur „uppi“...
með stígandann í leik mínum,
hann fer batnandi." Nú brosir
Kristján og bætir við: „Enda er
ég kominn inn í hlýjuna á ný.“
— Getur verið að Bogdan hafi
verið að frysta þig viljandi til að
þú tækir þig á?
„Ég held nú ekki, annars er
aldrei að vita hvað honum dett-
ur í hug. Hann er nú þekktur
fyrir þær aðferðir sem hann
beitir við leikmenn. Hann á það
til að brjóta menn niður þar til
þeir allt að því hata hann og þá
kemur i ljós hvort þeir eru nógu
sterkir til að sýna honum hvað í
þeim býr eða ekki. Frægustu
dæmin um þetta eru náttúrlega
Siggi Gunn og Steinar Birgisson.
Hann frysti þá og skammaði þá
fyrir allt þar til þeir voru orðnir
svo öskuíllir að þeir urðu að
sýna karlinum hvað þeir gætu í
raun. En þessar aðferðir hans
skila svo sannarlega árangri.
Hann er tvímælalaust besti þjálf-
arinn sem hefur starfað hérlend-
is.“
Kann ekki að
vera uppi
Þegar hér var komið bað
ljósmyndarinn mig að halda
mér saman smá stund á meðan
hann tæki nokkrar myndir af
Kristjáni. í ljós kom að hann
hafði ótvíræða hæfileika sem
fyrirsæta og þegar ljósmyndar-
inn hafði orð á því læddi Kristj-
án því út úr sér að hann hefði
einhvem tíma setið fyrir á tísku-
Sjá bls. 26.