Vikan - 28.12.1987, Qupperneq 25
Sjeníver og sfld
Karl Ágúst Úlfsson lelkur verkstjóra á sOdarplani. Garpurinn sá hefur uppáhald á Frank Sinatra og
tekur stundum lagið í hans stíl. Á myndinni hefiir verkstjórinn tyllt sér á kassa og tekur lagið. í
baksýn er m.a. Eggert Þorleifsson sem leikur þýðingarmikla persónu í „Síldinni“ - drykkfelldan
farandverkamann sem er ekki allur þar sem hann er séður.
í skemmu Leikfélags Reykja-
víkur við Meistaravelli legg-
ur nú hópur fólks nótt við
dag við að skapa verulega
gamaldags síldarplans-
stemmningu - með söng og
dansi. Þórunn Sigurðardótt-
ir leikstýrir þar söngleikn-
um „Síldin er komin“ eftir
Iðunni og Kristínu Steins-
dætur. Valgeir Guðjónsson
orti söngtexta og samdi tón-
listina sem Jóhann G. Jó-
hannsson sér um að flytja
ásamt nokkrum stórmeistur-
um úr djass- og daegurlaga-
heiminum.
Það er ekkert smámál að drífa
upp dúndrandi síldarára-
stemmningu á leiksvið, jafnvel
þótt það leiksvið sé í skemm-
unni og umgjörðin um verkið
því ákaflega nærri raunveru-
leikanum. En Sigurjón Jóhanns-
son leiktjaldamálari og gamall
síldarjaxl hefur bókstaflega
byggt síldarplan inn í gömlu
skemmuna og þegar leikarar LR
og dansarar undir stjórn þeirra
Hlífar Svavarsdóttur og Auðar
Bjarnadóttur salta síid, dansa á
síldarballi eða slást við norska
dáta verður úr dúndrandi
stórsjóf.
„Síldin er komin“ fjallar um
mannlífið eitt síldarsumar í
smábæ við ströndina. Allt í einu
fyllist þar allt af aðkomufólki af
ýmsu tagi - þar er síldarspekúl-
antinn og þar eru drykkfelldir
strákar, tilkippilegar stelpur,
útsmoginn leynivínsali, yflrvald
og siðprúðar eldri konur sem
stundum er hægt að blekkja.
„Síldin“ verður frumsýnd
þann 10. janúar n.k. Væntanlega
verður hægt að bragða á síld í
Skemmunni og bæta sér í munni
með öðru móti einnig þar á
Meistaravöllum um leið og
„síldartónlist" Valgeirs dunar —
t.d. með því að rifja upp kynnin
við þann gamla góða genever
sem taldist ómissandi um eitt
skeið. - GG
Sérhver er
einstakur
Joseph Brodsky, ljóðskáld-
ið sem skömmu fyrir jól tók
á móti Nobelsverðlaunun-
um austur t Stokkhólmi,
fáeddist og ólst upp í Leníngr-
að (áður Pétursborg, og þar
fæddist líka og ólst upp Al-
fred kallinn Nobel sem efndi
til verðlaunanna sem síðan
eru við hann kennd) og átti
snemma í brösum við sov-
éska kerfið.
Brodsky fékk fangabúðadóm
1972 og 1976 var honum vísað
Úr landi. Hann hefúr síðan búið
í Bandaríkjunum og Bretlandi,
en er bandarískur ríkisborgari.
í Nobelsræðu sinni sagði
hann m.a.: „Fyrir prívatmann,
persónu sem aila sína ævi hefur
kosið einkalíf framyflr ein-
hvers konar hlutverk í samfélag-
inu og alla tíð gengið langt hvað
snertir þetta val sitt - meðal
annars yflrgefið sína fósturjörð
vegna þess, þá er betra að vera
hinn misheppnaðasti af öllum
misheppnuðum í lýðræðisríki
heldur en píslarvottur ellegar
kúgari í alræðinu...“
Brodsky sagði ennfremur um
hið alltumlykjandi ríki austur í
Sovét — og undirrituðum flnnst
að hið opinbera á tslandi geti
vel tekið þetta til sín líka: „Á
meðan ríkið leyfir sér að skipta
sér af málefhum bókmenntanna,
hafa bókmenntirnar rétt á að
skipta sér af málefnum ríkisins.
Pólitíska kerfið og skipan þjóð-
félagsmálefna birtist jafnan í
formi afls úr fortíðinni sem
reynir að nauðga nútíðinni og
stundum líka ffamtíðinni. Mað-
ur sem beitir tungumálinu sem
verkfæri getur ekki leyft sér að
gleyma þessu. Hin mesta hætta
fyrir hvern rithöfund er ekki
fýrst og fremst hættan á ofsókn-
um af hálfu ríkisins heldur hætt-
an á að ríkið dáleiði hann og
geri að verkfæri í þágu sinna er-
inda... “
Að vera einkamaður
Brodsky leggur á það áherslu
hvar sem hann neyðist tii að
koma fram (því predikan er
honum óljúf), að sérhver maður
sé sinn einkamaður og bendir á,
að það skipti hvern og einn
mestu máli að hafa á tilfmning-
unni að hann/hún sé einstæð
mannvera og sérstök og alveg
fyrir sig; að manneskjan sé frem-
ur persónuleiki en samfélags-
vera.
„Það er hægt að deila svo
mörgu,“ segir Brodsky:
„Brauði, bústað, sannfæringu,
ástvini — en ekki ljóði eftir til
dæmis Rainer Maria Rilke. Lista-
verk, og þá fyrst og fremst bók-
menntirnar og einkum ljóðlistin
snýy sér að manneskjunni þegar
hún er ein og í einrúmi og nær
beinu sambandi án túlkunar eða
félagslegrar útlistunar...,“ segir
sá vísi Brodsky. Er þetta ekki
upplögð lexía fyrir úthlutunar-
nefnd listamannalauna og þessa
sem starfa við að mismuna rit-
höfundum? -GG.
VIKAN 25
UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON