Vikan


Vikan - 28.12.1987, Síða 31

Vikan - 28.12.1987, Síða 31
 drengurinn væri fæddur flautu- leikari. Þegar hann var u.þ.b. 11 ára gamall tók Hafsteinn Guð- mundsson við kennslunni og allt fór að ganga vel. Velgengnis- saga Sigurðar hefur verið nær óslitin síðan. Fyrstu verðlaunin fékk hann vorið 1976, en aðeins ein slík verðlaun eru veitt á ári við skólann. „Þetta kom mér verulega á óvart. Ég hafði verið í meðailagi árið áður, var orðinn afhuga flautunni og áhuginn kominn yfir á saxófóninn. Mig hafði um skeið dreymt um saxófón og reynt að hafa áhrif á foreldra mína þess efhis. Verðlaunin riðu Maöur og hljóðfæri eru eitt. „Big Sig" Flosason spilar verölaunalagiö Im Memoriam. sennilega baggamuninn að ég gat sannftert þau um nauðsyn siíks hljóðferis. Svo var saxófónninn keyptur, en það hefur líklega verið á síð- asta virkum degi fyrir páska eða hvítasunnu, því að ég komst ekki í skólann til að læra að meðhöndla þetta langþráða hljóðferi. Svo' að það endaði með því að mamma fór með mig heim til Sveins Ólafssonar heitins, fiðluleikara og jazzista, og hann kenndi mér að blása í saxófóninn og algengustu fingrasetningar. En þetta voru semsagt mín fyrstu kynni af Sveini Ólafssyni. Síðan fór ég í Tónlistarskól- ann í Reykjavík, 14 eða 15 ára. Þar var saxófónn ekki á hljóð- feraskrá, svo ég hélt áfram flautunámi, en gekk misjafhlega í því á meðan ég blómstraði á saxófóninn. Það endaði með því að Hafeteinn Guðmundsson fékk leyfi til að kenna mér á sax- ófón og ég útskrifaðist með ein- leikarapróf á saxófón fyrstur manna og einn til þessa vorið 1983- Þá um vorið lauk ég einn- ig stúdentsprófi frá M.H. Sumar- ið áður hafði ég verið í Boston, í Berklee College of Music og lauk þar sumarönn í saxófón- leik, sem var mér góður undir- búningur undir námið hér. Haustið 1983 kom ég svo til Bloomington og hóf nám við tónlistarháskólann hér. Vorið 1986 lauk ég tvöföldu B.M. prófi þ.e.a.s. Bachelor of Music í klassiskum saxófónleik og í jazz- ffæðum. Nú sem stendur er ég að vinna að tvöfaldri Master- gráðu í jazzfræðum annarsvegar og þremur tréblásturshljóðfær- um hinsvegar þ.e. saxófón, flautu og kiarinett. Því námi mun ljúka næsta vor, 1988.“ - Þú hefur hlotið ótal viður- kenningar fyrir námsárangur ekki satt? „Það er víst, s.l. sumar var mér veitt svokallað „Perform- ance Certificate" í klassískum saxófónleik, sem aðeins fáein- um veitist. Það var fyrir ffábær- an músikalskan árangur, túlkun og tækni. Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þarf fyrst að útnefna viðkomandi af hálfu deildarinnar og síðan að spila fyrir hverja nefiidina á fetur annarri, þar til blessun allra þessara aðila hefur náðst. Þetta er ansi strembið, en gaman að það tókst. f fyrra vetur fékk ég svo styrk frá skólanum eða „Fellowship" en til þess að fá hann þarf maður að hafa mjög háa meðaleinkunn. Sá styrkur nam $7500. í vetur hef ég svo verið með aðstoðar- kennarastöðu sem borgar skóla- gjöld og einhver lítilsháttar laun á mánuði, en í því starfi stjórna ég þriðja Big Bandi skólans og aðstoða David Baker aðalpro- fessor Jazzdeildarinnar við námskeið í improvisation eða snarstefjun eins og Dr. Hall- grímur Helgason snaraði svo eftirminnilega.“ — Hvað hyggstu svo fyrir í vor? „Ég veit það ekki. Það koma fiölmargir möguleikar til greina. Ymist að halda áfram námi eða leita að vinnu, en ég hef ekkert gert þetta uppvið mig ennþá. Ég er að hugsa um að láta það bara koma í ljós, línurnar hljóta að skýrast með tímanum." — Þér hefúr aldrei dottið í hug að breyta um fag, leggja kannski eitthvað allt annað fyrir þig? „Síðan ég var 12 ára og ákvað að læra á saxófón hef ég aldrei hugleitt alvarlega að skifta um fag. Ég hef aldrei verið í vafa um hvað ég væri, það var alltaf eitthvað sem styrkti mig í trúnni um að ég væri að fara réttar leið- ir. Það má vera af því að ég fékk bæði snemma og off tækifæri til að spila heima og var orðinn hálfvinnandi músíkant strax þegar ég var 16 ára. „Ég spilaði með Sinfóníu- hljómsveitinni, í útvarp, í sjónvarp, í Þjóðleikhúsinu í 1 ár og var í ýmsum hljómsveitum, lengst af í Nýja Kompaníinu. Við gáfum út plötu og spiluðum mikið opinberlega. Allt þetta hefúr ýtt undir sjálfetraustið og fúllvissuna um að ég væri á réttri leið.“ — Og með ffamtíðina í hönd- um sér gengur hann ákveðinn aftur á sviðið. Saxófónninn virk- ar eins og eðlilegt framhald af manninum, svo tengdir eru þeir félagarnir. Ilmandi haustkvöldið tekur á móti mér utan dyra — það er sjávarlytk í loftinu. VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.