Vikan


Vikan - 28.12.1987, Page 40

Vikan - 28.12.1987, Page 40
Leynilögregluþraut Erl þú nútíma Sherlock Holmes? Mannrán í San Francisco í einu dagblaðanna í San Francisco birtist eftirfarandi frétt: „Kona, sem sagði lögregl- unni að hún væri fórnarlamb mannræningja, skaut mannræningjann á móteli snemma á miðvikudagsmorgun og lést hann af skotsár- inu. Konan, sem heitir Mary Thomas og er 38 ára, sagði að hún hefði verið numin á brott úr matvöruverslun og að sá sem það gerði hafi verið James Johnson, en hann neyddi hana síðan til að koma með sér á mótel í Oakland. Mary Thomas sagði að Johnson hafi verið orðinn þreyttur eftir ferðalagið og á því að fylgjast stöðugt með henni hafi hann að lok- um sofnað um miðnættið. Á meðan hann svaf tókst Mary að ná byssunni sem hann var með undan koddanum hjá honum og skaut einu skoti í fáti þegar hún hélt að Johnson væri að vakna. Hann lést samstund- is. Konan, aðeins íklædd náttkjól, fór þegar í stað í gestamóttökuna og bað um að hringt yrði á sjúkrabíl og lögregluna. Lögreglan í San Francisco sagði að Mary Thomas hefði horfið á mánudagsmorgni. Yfirgefinn bíll hennar fannst fyrir framan matvöruverslun. Alríkislögreglan hafði verið kölluð til að rannsaka málið og verið var að leita að Johnson þegar hann var skotinn. Mary Thomas sagðist þekkja Johnson vegna þess að hann og fjölskylda hans hafi eitt sinn búið við sömu götu og hún og fjölskylda hennar." Þú leggur blaðið frá þér og kemst að þeirri niðurstöðu að þarna hafi alls ekki ver- ið um mannrán að ræða. Á hverju byggirðu þennan grun þinn? (Lausnina er að finna á bls. 51.) 40 VIKAN J

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.