Vikan - 28.12.1987, Síða 42
JÓLAMYND REGNBOGANS
7
Ishtar - myndin sem
rann út í sandinn
Texti: Cuörún Alfreðsdóttir
Sögusviðið er kameldýra-
markaður einhvers staðar í
Marokkó. Söguhetjan hafði
fengið að vita að hann ætti
að spyrja efitir Múhammeð
og þegar sá væri fundinn,
ætti hannað nefna lykilorð-
ið: „Ég ætla að fa eitt blint
kameldýr." Of einfalt? Já,
maður getur vissulega
ímyndað sér að það sé tölu-
verður slatti af Múhammeð-
um í Marokkó og að fæstir
hafl svosem áhuga á að
kaupa blint kameldýr.
Segjum þá að sagan sé svona:
Söguhetjan ætlar að kaupa kam-
eidýr með leikhæfileika; sem
getur leikið blint kameldýr. í
fýrstu tilraun finnur hann rétta
dýrið - en fer bakþanka, ákveð-
ur að rasa ekki um ráð fram og
skoða fleiri. Eftir tvo daga og
enn fleiri kameldýr sannfærist
hann um að það fýrsta hafi verið
hið eina rétta svo hann snýr til
baka.
— Ég ætla að fá kameldýrið
sem ég skoðaði í fyrradag.
- Því miður of seint. Við
átum það í gær...
Báðar þessar útgáfur eru dag-
sannar. Sú fyrri er hluti af sögu-
þræðinum í splunkunýrri kvik-
mynd en hin síðari er blákaldur
raunveruleikinn og átti sér stað
við undirbúning kvikmyndar-
innar í Marokkó.
Myndin ber heitið Ishtar en
hefúr gjarnan verið kölluð
„myndin sem rann út í sandinn."
Ástæðan er einfaldlega sú að auk
þess að vera tekin í fjúkandi
eyðimerkursandi Suður-Mar-
okkó fór kvikmyndin langt fram
úr tíma- og kostnaðaráætlunum.
Þessi létta litla gamanmynd,
sem aldrei var ætlað að verða
neitt stórvirki, kostaði um 2,4
milljarða er upp var staðið. Leik-
stjóri Ishtar og handritshöfúnd-
ur er Elain May, framleiðandi er
Warren Beatty, sem einnig leik-
ur eitt aðalhlutverka ásamt
Dustin Hoffman og Isabelle
Adjani.
Ishtar fjallar um tvo miðaldra,
hæfileikalausa og vonlausa laga-
höfunda, sem einnig vilja troða
upp með afúrðir sínar. í þeirri
trú að enginn sé spámaður í eig-
in föðurlandi halda þeir frá New
York til Mið-Austurlanda í von
um ffægð og frarna. Viðkoma í
landinu Ishtar (ímyndað) verð-
ur þeim afdrifarík - en á nokkuð
óvæntan hátt. Þessir fremur mis-
lukkuðu kumpánar blandast í
átök andstæðra afla; annar gerist
liðsmaður bandarísku leyni-
þjónustunnar CLA en hinn lætur
freistast af frelsisbaráttukonu
(Adjani) og aðstoðar við að
reyna að koma einræðisherra
landsins á kné. Vinirnir taka að
vantreysta hvor öðrum all-
ískyggilega - og um leið eru
þeir hundeltir af andspyrnu-
hreyfingunni sem og fjölda
njósnara.
Elaine May er tiltölulega lítt
þekkt, þrátt fýrir þó nokkrar
kvikmyndir sem hún hefúr gert
og öðlast hafa vinsældir. Og
þannig vill hún Iíka hafa það.
Hún fest ekki til að ræða opin-
berlega um myndir sínar og
helst vill hún að nafni sínu sé
sleppt á nafnalista kvikmynd-
anna. Hún segist hamingjusöm-
ust meðan hún er að vinna
myndir sínar, t.d. gæti hún hugs-
að sér að sitja um eilífið við
klippiborðið, en eftirleikurinn
skipti sig engu máli. Warren
Beatty er meðal dyggra aðdá-
enda Elain May og er vinnsla
myndarinnar Ishtar þótti hafa
dregist heldur á langinn sagði
hann: „Elaine er mjög nákvæm-
ur leikstjóri og það væri synd að
reka á eftir henni. í kvikmynda-
gerð verður fólk að fá að vinna
eins og því best hæfir.“
Kameldýrið með leikhæfileik-
ana var étið, en sem betur fer
fannst annað hæfileikadýr. Verra
var það með eyðimörkina. Leik-
stjórinn vildi í fýrstu endilega
kvikmynda ákveðið atriði í úfn-
um eyðimerkursandi, með
fjölda hæða og hóla. Eftir nokk-
urra vikna leit fannst rétti stað-
urinn syðst í Marokkó. En þá
skipti leikstjórinn snögglega um
skoðun og taldi miklu betra að
taka atriðið upp í sléttum standi.
Var því fenginn heill vinnuflokk-
ur til að slétta svæðið. Warren
Beatty þykir hafa sýnt vinkonu
sinni Elaine May óvenjulega
þolinmæði og annaðhvort hafa
gleymt vasatölvunni heima eða
haft ótakmarkaða trú á fyrirtæk-
inu. í miðjum upptökum, með-
an sandurinn fauk um eyði-
Adjani, Beatty, Iloffman og „blinda“ kameldýrið.
42 VIKAN
Tveir vonlausir skemmtikraftar.
mörkina og fyllti vit manna og
dýra, var May í óðaönn að um-
skrifa handritið. Bandaríska
kvikmyndapressan tvísté allt um
kring í von um viðtöl og krass-
andi fréttir, en enginn sagði orð.
Ekki heldur meðan upptökur
fóru fram í New York. Og þeir
Beatty og Hofifman, sem yfirleitt
eru ekki taldir með þeim auð-
veldustu í stjörnubransanum,
létu sér lynda að sum atriðin
væru tekin upp allt að fimmtíu
sinnum áður en May varð
ánægð. Elaine May varð reyndar
fræg fyrir „filmueyðslu" þegar
hún gerði mynd sína Mickey og
Nicky, en þar notaði hún helm-
ingi fleiri filmurúllur en notaðar
voru við tökur á myndinni Á
hverfanda hveli forðum daga.
En þrátt fyrir kostnaðar- og
tímasprengingar og ýmsa aðra
erfiðleika - m.a. áttu Hofifman
og Adjani í erfiðleikum með að
fá næstu verkefnum sínum frest-
að - komst Ishtar loks á hvíta
tjaldið. Myndin var nýlega frum-
sýnd í Bandaríkjunum og var
eftirvænting fólks í fullu sam-
ræmi við annað sem hana varð-
aði - sem sé gífúrleg. Viðtökur
voru hins vegar upp og ofan,
sumum fannst myndin ekki
merkileg sem sú „stórmynd"
sem hún var orðin meðan aðrir
glöddust yfir að hún hefði ekki
týnt gamanseminni í öllum
ósköpunum.
En ef til vill fer Elaine May
ósk sína uppfyllta um að vera
lítt þekkt enn um sinn, því þótt
Ishtar komist á síður kvik-
myndasögunnar verður það
sjálfsagt af annarri ástæðu en
þeirri að myndin hafi þótt
marka tímamót í bandarískri
kvikmyndagerð.
I