Vikan - 28.12.1987, Síða 58
þið að byrla okkur eitur, strákafífT, hljóðar
hún þegar hún loks nær andanum? „Engan
dónaskap hér; — konungur vor boðar; — kon-
ungur vor skipar". Og skyndilega varpa allir
dökkálfar eða púkar sér á grúfú niður til
jarðar. Sterk ljós koma að ofan og beinast að
einu horni. „Sjá konung vorn — Saturnus — “,
endurtekur kórinn í sífellu. Upphækkað há-
sæti kemur í ljósbirtu og sjá þar situr eitt
strákfíflið —' uppáklæddur sem konungur.
„Dansið þið fyrir konunginn, stúlkur —
dansið þið; — drekkið þið“. „Ég er búin að fá
nóg af þessum fíflalátum. Hleypið mér út; —
ég vil komast út“, hrópar ljósveran okkar.
„Grípið hana drengir, — kennið henni að
hlýða; — sá sem er einu sinni kominn inn í
ríki mitt, kemst ekki á brott“. Og skuggalegu
dökkálfarnir eða púkarnir grípa Snædísi,
sem berst um á hæl og hnakka; draga hana
að ámunni og neyða hana til að bergja fúllt
staup af eldmiði. „Færið hana til mín. Ég skal
kenna henni að hlýða; ég skal temja svona
óhemju", drynur frá hásætinu. Snjódrottn-
ingin er borin í gullstól og kastað að fótum
konungs. Hún liggur flöt; — engist sundur og
saman eins og ormur í dufti.Líkami hennar
logar allur að innan, hún er að brenna upp
til agna og hún er öskrandi, sjóðandi reið.
Þessir strákaandskotar skyldu aldeilis fá það
óþvegið einhvern tíma.
Salarkynnin fyllast af seiðandi hljómtón-
um — gleði ríkir — söngur — dans er stiginn.
Engin af stelpunum hafði hreyft hönd né fót
til að hjálpa henni, ekki einu sinni Una. Eru
þessi strákafífl búnir að heilla þær allar inn í
lyganet af ástleitni og sefjun? Hljómbylgjur
stíga og hníga. Dansgólfíð úar og dúar. Svart
tómið gleypir tröllauknar skuggamyndir
sem renna hljóðlaust þangað áfram, áffarn.
Svartklæddir dökkálfar eða púkar liðast utan
um ljósálfaméyjar, gleðikonur, nætur-
drottningar eða förukonur. Þeir hringa sig
utan um þær eins og ormar, eins og risa-
vaxnir drekasporðar sem eru að merja þær
í sig. Grímur afmyndast í daufu skini - brosa
— gretta sig — eða glennast upp í dauðans
skelfíngu. Þetta eru ekki lengur Sigga eða
Una sem dansa þarna, heldur iðandi blóma-
breiða sem vaggar sér í takt við hljóm-
bylgjur loftsins. Svartir ormar, liðugir og
hálir, fara að liðast innan um skrautblómin.
Eða eru þetta skrautbúnar skútur sem vagga
sér á öldutoppum — eða fúglar á flugi?
Óvænt snerting á öxl; heitur, móður and-
blær leikur um vit hennar. Konungurinn lít-
ur niður að henni og reisir hana upp til sín.
„Fyrirgefðu mér, litla snjódrottning. Gakktu
inn í gleði og söng; — njóttu næturfagnaðar
með mér. Ekki láta hughrif fara framhjá þér
og yfír þig. Augu þín eru köld eins og sting-
andi stál. — Á ég að kenna þér að elska? — Á
ég að kenna þér að njóta? — Á ég að kenna
líkama þínum að dansa; — í takt við minn?“
Augu hans stingast segjandi inn í hana;
hendur hans fara leitandi um líkama hennar
og staðnæmast á milli fóta hennar. Hún
reynir að hörfa undan, en getur það ekki.
Eldmjöðurinn sljógvar — augu hans og
hendur dáleiða.
„Ég er hrædd, stynur hún, — finnur þú
ekki óhugnað sem stígur upp til okkar frá
þessum heitu,.sveittu líkömum - sérðu ekki
stóra skugga sem líða upp í sortann — heyrir
58 VIKAN
„Bergið á veigum Saturnusar-
drekkið - dansið - drekkið -
dansið," sönglar dökkálfa- eða
púkakór sem stendur í leiðandi
breiðfylkingu frá munna til
ámu.
þú ekki sefjun sem er að leggjast yfir þessa
iðandi kös — sérðu ekki pörin sem laumast
afsíðis út í skuggaskil — heyrir þú ekki
ffygðarstunur — hvernig endar þetta — af
hverju eruð þið að fagna Saturnusi?"
„Veistu ekki hver sá er sem við þig talar?
Ég er Saturnus, sæðisguð, sá sem sáir lífi. Við
erum þátttakendur í ffjósemishátíð. Fögn-
um því gróanda, vaxandi lífi. —Drekktu,
snjódrottning, bergðu guðaveigar í botn.
Það þýðir ekki að gera uppreisn gegn Sat-
urnusi. Beygðu þig undir dýrkun ffá dögum
Forn-Grikkja.“
Gríska goðafræðin opnast fyrir henni.
„Þið eruð að setja Saturníu á svið, asnarnir
ykkar“. „Þú hefúr lesið heimalexíurnar vel,
litla snjódrottning, en svona ávarpar þú ekki
sjálfan konunginn. — Nú skal ég sýna þér
vald mitt“. Og hann rís á fætur, klappar sam-
an lófunum. „Stundin er runnin upp, þegnar
góðir — afklæðist skuggahjúpum; — látið
grímur falla; - inn í lífið og ljósið, sáðmenn
jarðar". Fagnaðaröskur — húrrahróp. Dökk-
álfar eða púkar láta svarta hjúpa falla til
jarðar, henda svörtum hettum á loft og — sjá
eftir standa ljósálfar í hvítum klæðum.
Undrunaróp — hlátrasköll — faðmlög —
kossar.
„Nú þiðnar snjóhjúpur af móður jörð -
hún stendur eftir græn og gróskufull", boð-
ar Saturnus. Snædís fínnur að hendur hans
fara um hana, svipta grímunni ffá andlitinu.
Hún stendur afhjúpuð á miðju Ijóssviði.
Hann tekur undir höku hennar, reigir
höfúðið ruddalega aftur á bak og segir
hæðnislega. „Ennþá sömu stálaugun, litla
Snjódís. Andlit þitt er eins og gríma — þú
brosir ekki — þú grætur ekki — eins og sniðin
í hlutverkið — köld eins og ísklumpur — en
þú skalt fá að dansa fyrir mig - fá að dansa
um allt sviðið. Eftir að ég er búinn að fara
höndum um þig, þarff þú ekki að syrgja Þor-
varð þó að hann vilji þig ekki og sé farinn að
gamna sér með annarri." Og hann ýtir henni
harkalega frá sér. Hún hrasar og dettur.
Kliður fer um salinn. Eru stelpurnar að
vakna?
í annað skipti breytist ljósveran okkar í
hamhleypu, í öskrandi villidýr. Hvernig
vogaði hann sér, þessi aumingi, þessi strák-
ræfill að kalla hana Snjódísi og vera með að-
dróttanir um Þorvarð? „Þú lýgur afctyrmið
þitt, geldingurinn þinn“. Hún snýr sér ffam
í danssalinn. „Dansið þið — dansið þið —
hraðar — hraðar - svo hratt að þið festist
aldrei við nokkra mannveru. Elskið þið
aldrei — verið þið steinharðir og steingeld-
ir“. Hvaðan komu. þessi orð yfir varir
hennar? „Fór hann Þorvarður svona illa með
þig - Snædís snjódrottning — hvað heldur
þú eiginlega að þú sért, ef þú ætlar að eyði-
leggja hátíðina fyrir okkur".
„Stelpur - standið þið upp og berjist -
sjáið þið ekki hvað þeir ætla sér — að nota
ykkur allar saman, hverja eina og einustu. —
Vaknið þið — vaknið þið - berjist á móti
þessum strákafíflum - þó þeir séu búnir að
blekkja ykkur með sniðugu sjónarspili - lát-
ið ekki heillast lengur".
Strákarnir, valtir og reikulir, reyna að
höndla Snædísi sem rennur undan þeim
eins og snæljós. „Leyfið mér að kljást við
hana — ég skal sýna henni í tvo heima - hún
er að eyðileggja Saturníu fyrir okkur“. Og
brjálaður konungur sem er að missa hlut-
verkið úr höndum sér, byrjar að tæta utan af
henni blaðkrónublöð, stilksokka, að rýja
hana öllu skrauti. „Spilið þið strákar, spilið
þið“. Og dansfoxtrott stígur, trylltur og
seiðmagnaður.
En orð Snædísar hafa náð að svifta burt
dáleiðsluhulu frá augum stallsystra hennar.
Dansgólfíð sem áður var svífandi, hrífandi
samspil dulúðgra hreyfinga, breytist eins og
hendi sé veifað í orustuvöll, þar sem and-
stæður takast á — andstæð kyn berjast — fá-
klæddar stúlkur verja heiður sinn og stall-
systur sinnar sem er illa á sig komin fyrir
augum allra — og fræsandi, fnæsandi karl-
verur, kostulegir strákmenn á hvítum nær-
buxum einum klæða.
Sviftingar á sviði fá skjót endalok. Öllum
fallast hendur, fipast í bardaganum. Þarna
liggur ljósveran okkar hreyfíngarlaus í blóði
sínu, böðuð í sviðsljósi. Stálbiti hefúr stung-
ist á kaf í enni hennar. Þungur, þykkur,
blóðstraumur litar náhvítt andlit. Hræðsla
stelpnanna breytist í æðisgengna skelfingu.
þær sleppa sér, fleygja sér öskrandi til
jarðar. Yfirlið líknar sumum, aðrar falla í
móðursýki. Morð — dauði; dauði — morð.
Þung högg heyrast. Dauðaþögn. „Opnið þið
— opnið þið strax“. Enginn hreyfir sig. Allir
lamaðir. Stóru hvolfhurðinni er hrundið
upp með bylmingshöggum. Steinar, læri-
meistari stendur fremstur í miðjum dyrum,
baðaður í ótal bílljósum. Löggæslumenn eru
mættir. En hann og hún, bæði í sviðsljósi,
mætast hér aftur.
Augu hans leita og — sjá í sjónhending.
Hann flýgur meira en gengur til hennar sem
Iiggur í blóði sínu, hreyfingarlaus. „Sjúkra-
börur strax“, skipar hann. Jakki og peysa
Steinars vefjast í snöggri svipan utan um
stúlkuna og hylja nekt hennar. Skyrta er rif-
in í lengjur og reynt að hefta blóðstreymi.
Hann fylgir sjúkrabörunum fast eftir; snýr
sér við í dyrunum; horfir nístingskalt yfir
söfnuðinn og segir: „Komið þessu liði fljótt
til sín heima“. Og söfnuðurinn sér í gegnum'
augu hans og kveinkar sér.
Ömurlegur braggaskúr að niðurlotum
kominn; útúrdrukknir, fáklæddir eða fárán-
lega klæddir nemendur ffá virðulegustu,
elstu menntastofnun fslands; rauðar vín-
slettur; ælur; netadræsur með allskonar
glingri og drasli. Grár, kaldur, ömurlegur
veruleiki leggst yfir þau sem ekki geta
horfst í augu við hvort annað - eða sig sjálf.
Hefur jörvagleði snúist upp í dauðafórn í
stað lofgjörðar til gróandi lífs?
Brjóstumkennanleg mannvera tekur sig
út úr hópnum og kastar sér yfir sjúkrabör-
urnar. „Snædís, Snædís - ég vil ekki missa
þig - þú mátt ekki deyja - ó, leyfið mér að