Vikan - 28.12.1987, Qupperneq 59
deyja fyrir hana.“ Una varpar sér hágrátandi
á börurnar og sleppir ekki af þeim takinu.
Það er hætt að snjóa og stjörnur blika í
björtu tunglskini Norðursins þegar svört
bílalest liðast eins og svartur ormur yfir
hvíta snjóbreiðu á hraðri leið inn í ljóshaf
Reykjavíkur.
Löngu síðar opnast augu hennar og sjá
ekkert nema hvítan hreinleika hvert sem lit-
ið er. Er hún ennþá úti í snjófjúki — orðin
hluti af snjóbreiðu? Eða er hún dáin - kom-
in í annan heim? En hvar dó hún — hvenær
— hvernig? Sló hún höfðinu við í slagsmálum
við kennarann — þegar hún stakkst út um
gluggann? Fraus hún inn í snjóbreiðuna?
Slasaðist hún í slagsmálum við frjósemis-
guðinn? Hún brosir með sjálffi sér. Saturnus
frjósemisguð. Hvílík vitleysa og þó? -
Saturnía, fornheiðna, gríska helgihátíðin þar
sem gróðri jarðar var skipað í öndvegi. —
Saturnía, geymd í aldagleymsku með ffurn-
tóna jólahaldsins. En hún hlýtur að blanda
öllu saman; steinkristöllum; grískri goða-
ffæði; veruleika: draumórum; draumfari.
Hún hefúr alltaf átt vanda til dagdrauma -
spunnið upp heilar sögur af hálfbræðrum
... brjálaður konungur, sem er
að missa hlutverkið úr höndum
sér, byrjar að tæta utan af
henni blaðkrónublöð, stilk-
sokka, að rýja hana öllu skrauti.
„spilið þið, strákar, spilið þið."
Og dansfoxtrott stígur, trylltur
og seiðmagnaður.
eða hálfsystkinum — gert sjálfa sig að píslar-
vætti — að einhver hafi gert eitthvað á hluta
hennar — að örlögin séu henni mótdræg —
að allar hennar gerðir verði réttlættar því
hún hafi lent í svo miklu mótlæti. Eða búið
til rómantíska dagdrauma um yngsta kenn-
arann.
Dagdraumalieimurinn hefúr aldrei svikið
hana. Hún er sjálfsagt óforbetranleg draum-
óravera. Og núna verður hún að játa að hún
veit alls ekki hvar veruleikinn byrjaði og
endaði — eða hvernig draumórar og draum-
farir fléttuðust inn í hann? Hún getur ekki
hafa gengið í gegnum þessa ótrúlegu og
ævintýralegu atburðarás. Höfuð hennar er
blýþungt, sár verkur frá enni niður í augu,
niður í helaumar stokkbólgnar varir. Hún
ber hendi upp að enni og mikið rétt, reifað
höfúð vafið þykkum umbúðum. Hún
kveinkar sér. Hvítklædd kona stendur á
samri stund við hlið hennar. „Hvernig líður
þér“? „Ég finn svo til í höfðinu. Hvað kom
fyrir mig? Hvernig slasaðist ég?“ Konan
víkur sér undan að svara og spyr á móti:
„Manstu það ekki“? „Hvaða dagur er“? „Það
er sjálfur aðfangadagurinn sem er risinn
upp úr djúpi daganna. Þú ert búin að sofa
lengi. Drekktu þetta og slakaðu á. Reyndu
að hugsa sem minnst til að ofreyna þig ekki.
Margir vilja heimsækja þig í kvöld. Þú verð-
ur að hvíla þig og saiúa kröftum“.
Jæja, hún liggur þá á sjúkrahúsi. Eitthvað
hafði komið fýrir hana. Hvar byrjaði og hvar
endaði allt sem henni fannst hún hafa geng-
ið í gegnum? Svipir komu og fóru. Svalandi
pilsaþytur. Létt skóhljóð. Og — brosandi
hjúkrunarkona stendur aftur hjá henni.
„Treystir þú þér til að taka á móti skóla-
félögum þínum"? Þarna standa þau öll. Una
og stallsystur frá háaloftinu. Sjálfúr Saturnus
er mættur með dökkálfa sína eða púka. Þau
brosa til hennar og Una segir: „Elsku Snædís,
við erum svo glöð — því þú lifir - lifir.“
„Hvernig meiddi ég mig“? „Hugsaðu ekki
um það - gleymdu því. Við erum svo glöð
og þakklát. Við viljum syngja jólahátíðina
inn fyrir þig“. Og kórinn syngur — lágt — þítt
— blítt — lofeöng til lífsins; um frið; um
fögnuð; um helgi. — í dag er glatt - og —.
Með lokuð augun sér hún dökkálfakórinn;
en opin augu sýna henni prúðbúin skóla-
systkin sem koma til að syngja fýrir hana —
til að færa henni gleði, frið, elsku, ástúð.
Hún hlakkar til að ganga aftur inn í húsið til
þeirra, inn í skólann sinn. „Við erum svo
glöð því þú Iifir." Söngurinn líður um spít-
alastíga og ganga. Fleiri njóta lians en hún
sem söngurinn er helgaður. Það scm eftir
lifir af aðfangadagskvöldi, já jafnvel öll jólin,
liggur söngurinn í loftinu.
Móðir hennar og litlu systkinin koma
með gjafir og gleði, umvcfja hana með hlýj-
um brosum. Hún horfir á þau nteð spurn í
augum, en ekkert sannar eða afsannar fyrri
atburðarás. Ennþá bíður hún - veit ekki
eftir hverju eða hverjum — fyrr en hann
situr allt í einu við rúmstokkinn. „Ég vildi
vera viss um hitta á þig eina“, segir hann.
„Hvað kom fýrir mig? Ég er svo ringluð —
svo rugluð". Hann brosir. „Hvíldu hugann —
flýttu þér að verða heilbrigð aftur". - Ég lifi
og þér munuð lifa. Orð hans líða fram —
angurblíð — sefjandi — fiiU af gæsku og
góðvild. Hún lokar augunum — hlustar -
reynir að finna rétta svarið í orðum hans.
Hvert orð hans er hlaðið af margþættri
merkingu.
Draumórar — verulciki - draumfarir.
Þegar hann situr hérna skiptir ekki máli
hvað tengist hverjtt. Kannski þarf hún ekki
að láta sig dreyma. Veruleikinn sjálfur getur
líka verið svo skemmtilega myndrænn. Við
skulum yfirgefa ljósveruna okkar þar sem
hún liggur og hlustar á hann. Helgifögnuðpr
jólanna tekur hana í faðm sinn. Með hann
við hlið sér gengur hún inn r ljósið.
VIKAN 59