Vikan - 28.12.1987, Side 60
iins og skákþraut
Ég tók þátt í alþjóðlegu skák-
móti í Jurmala í Lettlandi í
haust og er skemmst frá því
að segja að mér gekk þokka-
lega. Eina skák vann ég þar í
15 leikjum eftir afglöp and-
staeðingsins en önnur skák
er mér þó minnisstæðari.
Þar átti ég í höggi við ungan
alþjóðameistara frá Póllandi,
Artur Sygulski. Þetta var ekki
dæmigerð skák til skemmt-
unar. Þung stöðubarátta
framan af, þar sem ég náði
undirtökunum með svörtu
mönnunum en Pólverjinn
var fastur fyrir.
Eftir að fyrri tímamörkunum,
við 40. leik, var náð var staðan
hins vegar orðin ákaflega
skemmtileg. Pólverjinn fann
snjalla vörn í erfiðri stöðu en ég
kom með krók á móti bragði.
Lok skákarinnar minna meira á
skákþraut heldur en stöðu úr
tefldu tafli. Það eru einmitt slík-
ar skákir sem veita mesta
ánægju. Þannig var staðan eftir
40 leiki:
í síðustu leikjum hefúr svart-
ur sótt fram með kóng sinn og
virðist eiga unnið tafl. Hann hót-
ar biskupnum og ef hann víkur
sér undan, eða ef hvítur valdar
hann, kæmi 1. — Df3+ 2. Kgl
Kh3 með mátsókn. Eftir langa
umhugsun fann hvítur eina leik-
inn, sem bjargar bráðum bana.
41. Dc6!!
Hugmynd hvíts er sú, að eftir
41. - Dxc3 42. De4+ Kh5 43.
Kh3!, með hótuninni 44. Dg4
mát lendir svarti kóngurinn í
klemmu. Hann gæti forðað mát-
inu með 43. - f5 en þá kæmi 44.
De2 + ! Kg6 45. Dxe6+ Kh7 46.
Dxf5+ með þráskák. Hinn kost-
urinn er 43. — g5? 44. f3! og nú
gæti svartur tapað! Ef 44. — Re3
(til að svara 45. g4+ með 45. —
Rxg4) á hvítur firnasterkan leik,
45. Dh7!! og óverjandi mát.
Ég var búinn að sjá leik hvíts
fyrir en taldi mig geta svarað
honum með „fléttu“.
41. - Re3+! 42. 6te3
Hann verður að þiggja
manninn. Eftir 42. Kh2 kæmi
einfaldlega 42. — Rd5 með mun
betri stöðu.
42. - De2+ 43. Kgl Kxg3
Nú er hótunin 44. — Df2+ 45.
Khl Dh2 mát. Leikir hvíts eru
þvingaðir.
44. Dc7+ Kh3 45. Dc6 g5!
Þetta var hugmyndin með
fórninni. Svartur teflir taflið
manni undir, eins og ekkert hafi
í skorist. Hvítu mennirnir eru
bundnir í báða skó. Drottningin
verður að valda g2 og biskupinn
þarf að fylgjast með el-reitnum.
Svartur ætlar að leika f7-f5-f4,
loka skálínunni b8-h2 og þá get-
ur hann óáreittur leikið Kg3 og
mátað.
46. hxg5 hxg5 47. Ba5? f5!
Ótrúlegt en satt, hvítur getur
nú enga björg sér veitt. Ef 48.
Db7 (til að svara 48. — Kg3 með
49. Bc7+ f4 50. Bxf4 exf4 51.
Dg7+ og 48. — f4 49. exf4 Kg3
með 50. Db3+) leikur svartur
48. — e5!! og nú er 49. — Kg3
óviðráðanleg hótun. Ef hins veg-
ar 48. Da8 gengur 48. — e5? ekki
vegna 49. Dh8+, en þá vinnur
48. — f4 49. exf4 Kg3, því að
biskupinn lokar leið drottning-
arinnar til a3. Lok skákarinnar
urðu:
48. Bc7 Del mát.
Það var ekki fyrr en ég var
kominn upp í hótelherbergi,
sem ég fann leið fyrir hvítan
sem hefði afstýrt því versta.
Með 47. Bb4! (í stað 47. Ba5)
svarar hvítur 47. — f5? með 48.
Da8! og nú ganga afbrigðin hér
að framan ekki. Hvíta drottning-
in getur brugðið sér til a3 og ef
48. — e5? þá kemst hún til h8.
Tvö önnur afbrigði þarf að
skoða:
a) 48. - Kg3 49. Bd6+ f4 50.
Bxf4 gxf4 51. Dg8+ Kf3 52.
exf4 og heldur jafiitefli. T.d. 52.
- Del + 53. Kh2 Dh4+ 54. Kgl
Dg4+ 55. Dxg4 Kxg4 56. Kg2!
Kxf4 57. d5! exd5 58. Kf2 með
jafhtefli.
b) 48. - Dxe3+ 49. Kfl
Dd3+ 50. Kel Dbl+ 51. Kf2
Db2+ 52. Kfl Dxb4 en nú
þráskákar hvítur: 53. Dg2+ Kh4
54. Dh2+ Kg4 55. De2+ Kf4
56. De5+ og jafhtefli.
Þetta sýnir að eftir 47. Bb4!
f5(?) 48. Da8! heldur hvítur
jafntefli. Svartur leikur betur 47.
- Dxe3+ 48. Kfl Dd3+ 49. Kel
Dbl+ 50. Kf2 Db2+ 51. Kfl
Dxb4 og nú getur hvítur ekki
þráskákað. Svartur verður peði
yfir í drottningaendatafli með
allgóðar vinningslíkur.
En nú er ég búinn að rugla
lesandann nóg. Ég mátti til með
að sýna ykkur þessa stöðu. Hún
er stórskemmtileg, þó að hún
Iáti lítið yfir sér við fyrstu sýn.
Hnriar
Bikarkeppni Reykjavíkur er
nú langt komin. Þetta er keppni
með útsláttarfyrirkomulagi, og
er annar leikurinn af tveimur
búinn í fjögurra liða úrslitum.
Það var nokkuð jafh leikur tveggja
sagnir skiluðu vinningi
sterkra sveita skipuðum spilurum
sem hafa verið meðal þeirra
bestu í áraraðir. Sveit Pólaris
sigraði þann leik gegn sveit
Verðbrefamarkaðs Iðnaðarbank-
ans. (Það hefur mjög færst í
vöxt undanfarin ár, að sveitir
leiki undir nöfnum fyrirtækja,
og á það við um margar af sterk-
ari sveitunum). Leikurinn
byggðist að miklu leyti á því, að
vera nógu harður við að melda
sig í geimin, og hafði Pólaris
vinninginn t þvt sambandi. Þess-
ari slemmmu, sem er ekki allt of
góð, náðu þó báðar sveitirnar.
Spil austurs — vesturs voru
svona:
KG765
KD
A83
AG4
A9
AG1095
42
D1095
Guðmundur Páll Arnarson og
Símon Símonarson í sveit pólar-
is melduðu spilið þannig:
Símon Guðmundur
V A
1 hjarta
1 spaði 2 lauf
2 tíglar 2 hjörtu
6 hjörtu pass
Það má segja að sagnirnar séu
einkennandi fyrir Símon Símon-
arson, sem meldar ávallt djarf-
lega á spilin. Útspil Arnar Arn-
þórssonar var lítill tígull sem
drepinn var strax á Ás. Hjartað
brotnaði friðsamlega 4-2, spaða
drottning lá önnur upp í svín-
ingu og laufa kóngur lá rétt annar
þannig að slemman rann létti-
lega heim. Ef legan er óhag-
stæð, gætu allt eins fengist tíu
slagir. Munurinn í lokin eftir 40
spila leik var aðeins 14 impar.
Sveit Pólaris er því komin í úr-
slitin og leikur annað hvort við
sveit Braga Haukssonar eða
Samvinnuferða Landsýnar um
titilinn Bikarmeistari Reykjavík-
ur í bridge 1987.
60 VIKAN