Vikan - 28.12.1987, Qupperneq 63
Richard Jordan hljóp í skarðið
fyrir Woodward.
Hlaupið
í skarðið
Stöð 2 hefur nú aftur hafið sýn-
ingar á hinum bráðskemmtilegu
þáttum Bjargvætturinn (The
Equalizer) með Edward Wood-
ward í aðalhlutverki. Woodward
fékk hjartaáfall nýlega og þurftu
framleiðendurnir því að fá annan
til að hlaupa í skarðið fyrir hann.
Fyrir valinu varð Richard Jordan
og þótti hann standa sig með
ágætum.
Af þessum þætti er annars það
að frétta að Robert Mitchum mun
koma fram sem gestaleikari í
honum og heyrst hefur að fram-
leiðendurnir hafi mikinn áhuga á
því að Roger Moore taki að sér
hlutverkið er Woodward dregur
sig í hlé.
Skötuhjúin í Moonlighting, Willis
og Shepherd.
óánægja með
Moonlighting og Miami
Og talandi um Miami
Vice eru hér tvær myndir
sem lýsa Don Johnson í
hnotskurn. Á annarri
þeirra er kappinn í ham
eins og við þekkjum hann
úr þáttaröðinni en á hinni
er hann á milli atriða,
baksviðs, að láta varalita
sig. Jesús minn...
vice
Þáttaraðirnar Moonlighting og
Miami Vice hafa sætt aukinni
gagnrýni þetta árið sökum þess
að innihald þeirra þykir hafa rýrn-
að meira en góðu hófi gegnir.
Moonlighting var ein vinsæl-
asta þáttaröðin í fyrra í Banda-
ríkjunum en í ár þykir söguþráð-
urinn þunnur. Bruce Willis fer ekki
vel að vera eins og ástsjúkur
hvolpur og Cybil Shepherd þykir
leiðinleg. Verst þykir þó að tog-
streitan milli þeirra tveggja, sem
var einn af bestu punktunum í
fyrra, er nú með öllu horfin.
Hvað Miami Vice varðar er sá
þáttur að drukkna í kjaftæði með
Courteney Cox, nýja kærastan
hans Alex í Fjölskylduböndum.
engum hasar þrátt fyrir að fram-
leiðandi þáttanna, Michael Mann,
hafi lofað öðru.
Charlie mlssir meydóminn
Og yfir til Dallas. Þar eru menn
stöðugt að reyna að peppa þátt-
inn upp og hið nýjasta sem hand-
ritahöfundunum þar á bæ hefur
Shalane McCall, sem leikur Char-
lie í Dallas.
dottið í hug er að láta Charlie,
dóttur Jennu Wade, lenda í ástar-
sambandi 15 ára gamla og missa
þar með meydóminn.
Framleiðendur þáttanna viður-
kenna að þessi söguþráður gæti
orðið umdeildur en eru til í að
fórna öllu fyrir vinsældirnar.
Alex fær
nýja kærustu
Hér eru gleðifréttir, eða hvað, fyrir
þá sem fylgjast reglulega með
þáttaröðinni Fjölskyldubönd
(Family Ties) því á næstunni mun
Alex (Michael Fox) eignast nýja
kærustu í þáttunum. Sú sem fyrir
valinu varð heitir Courteney Cox,
23 ára gömul, og var hún valin úr
hópi hundruða stúlkna sem gjarn-
an vildu taka þetta hlutverk að
sér.
Cox er fremur óreynd á sviði
leiklistar, hafði áður leikið í þátta-
röðinni Misfits of Science sem
lifði stutt á skjánum og fór með
smáhlutverk í tveimur kvikmynd-
um, þar af í „Masters of the Uni-
verse“.
Fox hefur áður átt kærustu i
þáttunum og var sú leikin af Tracy
Pollen, en ást þeirra náði nokkuð
langt út fyrir skjáinn því þau munu
búa saman þessa dagana.
■ ■
STJORNUFRETTIR
Fréttir Stjörnunnar vekja athygli. A
Stjörnufréttir eru alvörufréttir, fluttar á í
ferskan hátt. Fréttir fyrir fólk. 1 Stjörnufréttir allan sólarhringinn: Kl. r 8, 10, 12, 14, 16, 18 og 23 alla virka
daga, kl. 10, 12 og 18 um helgar, kl. 2 Skínandi fréttir
og 4 um nætur. á FM 102 og 104