Vikan


Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 16

Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 16
„I Culture Club vildu allir vera stjörnur og allir vildu skyggja hver á annan.“ Frh. af bls. 14 tryði því ekki væri til lítils að standa í þessu. Maður þarf alltaf að vera að þróa sig og þroskast. Kyrrstaða hlýtur að vera niðurdrepandi. Fyrr vildi ég þróast í hvaða átt sem er en að standa í stað.“ — Var það þessvegna sem þú breyttir um ímynd? „Það má kannski segja það. Hugmyndin var góð a sínum tíma þegar ég kom fram í kvenmannsfötum og málaður eins og kvenmaður, með sítt hár og allt sem fylgdi. En fyrr eða seinna verður maður leiður á einni ímynd og vill breyta til. Það var ein- mitt það sem gerðist í mínu tilfelli. Ég var einfaldlega búinn að fá leið á þessu gervi og langaði til að breyta til. Þá var best að fara út í alveg stutt hár og allt annan fatnað til að hafa muninn sem mestan." — Saknarðu ekkert daganna með Cul- ture Club? „Nei, ég get ekki sagt það. Vissulega voru það góðir tímar, en mér flnnst hugar- farið á bakvið það sem ég er að gera núna allt annað og skemmtilegra en þá. Ég stíla ekki jafn mikið upp á peninga nú og ég gerði þá. Mér flnnst líka mun skemmti- legra að spila með hljómsveitinni sem er með mér núna. í Culture Club vildu allir vera stjörnur og allir vildu skyggja hver á annan. í þessari hljómsveit er hugarfarið að gera hlutina sem best, en ekki pælingar um hver hlýtur mesta athygli. En þetta er auðvitað mín hljómsveit og ég ræð. Það er virkilega þægilegt að þurfa ekki að standa í þrasi við aðra egóista um hvernig eigi að gera hlutina." — Hvað flnnst þér vera besta lagið sem þú hefur samið? „Það verða aðrir að segja til um það. Eins og ég sagði áðan vona ég að ég eigi eftir að semja besta lagið mitt, þannig að ég gæti kannski svarað þessari spurningu þegar ég er orðinn sextugur. Annars þykir mér mjög vænt um mörg laganna sem ég hef samið, en vil ekki nefna eitt öðrum fremur." Þegar hér var komið var búningameist- ari Boy George, Judy Blanch, farinn að leggja orð og orð inn í umræðurnar. Þrátt fýrir nafnið er Judy karlmaður, en mann rennur óneitanlega í grun um kynhneigð mannsins þegar maður sér hann. Minnug- ur sagna um kynhneigð Boy George spurði ég hann út í hana. „Kynlíf mitt er að sjálfsögðu mitt einkamál, en hins vegar hef ég aldrei farið dult með það að ég er gefinn fyrir bæði kynin. Það skiptir ekki öllu máli hvort það er karlmaður eða kvenmaður, ef ég hrífst af persónunni þá hef ég áhuga.“ Judy gat ekki á sér setið og fór að hlæja við þessi orð félaga síns. Minntist svo á að þeir hefðu til dæmis verið mjög sætir tollararn- ir sem leituðu á þeim við komuna til landsins. Brosti svo breitt og sagði þá hafa notað gúmmíhanskaleit, andvarpaði og sagði: „Hvað ætli þeir hafi búist við að þeir myndu finna? Bjórdósir?“ sagði hann og „Breytingaskeið11 að renna upp Þ á hefur einokun Johnny Hates Jazz á toppi íslenska list- ans verið afnumin. Nýtt topplag leit dagsins Ijós 9. apríl, Þú og þeir. Það hefur fimm sinnum gerst í sögu listans að lag hafi komist í tveimur stökkum á toppinn. Whitney Houston með I Wanna Dance . .., Johnny Logan með Hold Me Now, sig- urlagið úr Eurovision 1987, Model með Lífið er lag, Pet Shop Boys með What Have I Done to Deserve This og Greif- arnir með Ást. Það er víst að eft- ir þær yfirlýsingar sem komið hafa frá Sverri Stormsker má þjóðin búast við miklu af þeim í keppninni 30. apríl í Dublin. Ég óska honum sem og öðrum alls hins besta. Ég veit að vikan fyrir keppnina sjálfa er þaulskipu- lögð og það tekur á að standa í þessu stússi. Á listanum hafa átt sér stað nokkrar breytingar að undan- förnu og er mikil endurnýjun í gangi. Það má segja að tvær meginvertíðir séu í poppinu, fyrir jól og á vorin. Þá er mikil gróska í tónlistarlífinu og plötu- útgáfa fer af stað. Á næstu vikum má búast við 16 VIKAN skemmri líftíma laga þar sem framboðið verður meira. Nú hef- ur útsendingartíma íslenska listans á Bylgjunni verið breytt og hefst listinn kl. 4 (í stað 3). Þetta ætti að vera þægilegra fyrir hlustendur sen nú geta fengið listann f einni samfelldri dagskrá og ekki truflaðan með fréttum. Robbie Robertsson Endurnýjar vinsœldirnar w Aundanförnum vikum hafa margir verið að uppgötva Robbie Robertson. Það er langt síðan hann hefur verið í fremstu víglínu en hann hefur þó fylgst vel með og verið þátttakandi. Fyrir mörgum er The Band og Robbie Robertson eitt og hið sama, sem er kannski ekki að undra því hann var aðalspraut- an í hljómsveitinni. The Band ÍSLENSKI LISTINN PÉTUR STEINN SKRIFAR hélt eftirminnilega lokatónleika sem voru hljóðritaðir og hétu The Last Walz. Robbie Robertson fæddist í byrjun júlf 1944 í Toronto í Kan- ada. Faðir hans var Kanada- maður og móðir hans móhíkani. Hann byrjaði snemma að fikta við gítar og varð sem unglingur mjög virkur í unglingasveitum þess tíma. Þegar hann var 16 ára gekk hann til liðs við Ronnie Hawkins sem síðar leiddi af sér hljómsveitina The Band. Þeir ferðuðust mikið og spiluðu sem gestir á tónleikum hjá Chuck Berry, Jackie Wilson og Carl Perkins. Á þessum tíma var ferill Ro- bertsons ótrúlegur. Hann kynnt- ist Bob Dylan og spilaði með honum um tfma. 1968, þegar hljómsveitin The Hawks breytti nafni sínu f The Band, fóru hjól- in að snúast. Plötur þeirra seld- ust vel og allir voru með á nót- unum. Þessi ár voru eitt ferða- lag fyrir hljómsveitina sem ákvað svo árið 1976 að halda eftirminnilega lokatónleika, The Last Walz, sem enn er minnst í poppsögunni. Þessir hljómleikar voru haldnir í San Fransiskó á þakkargjörðardaginn. Þegar þessum tónleikum var lokið ákvað Robertson að snúa sér að einhverju öðru. Hann var orðinn þreyttur á þessu líferni og honum bauðst hlutverk í kvikmyndinni Carny (sem sýnd var fyrir stuttu). Ekki líkaði hon- um betur en svo að hann ákvað að setja leikinn til hliðar. Hann endaði svo við vinnu á tónlist fyrir kvikmyndir þar sem hann vann í 10 ár með vini sínum Martin Scorsese. Robbie Robertson hefur unn- ið með mörgum, t.d. U2, Eric Clapton og Peter Gabriei. Þrátt fyrir langan og litrfkan feril hefur hann aðeins sent frá sér eina sólóplötu. Einu lagi af þeirri plötu, Somewhere Down the Crazy River, hefur vegnað vel á íslenska listanum að undan- förnu. Þessi plata er mun per- sónulegri en það efni sem Ro- bertson hefur sent frá sér áður. Það eru sumpart tilviljanir hvernig lag og texti falla saman. Þannig var með lagið Some- where Down the Crazy River. Verið var að hlusta á undirspilið í stúdíóinu og enginn texti til. Á meðan sagði Robertson félög- um sfnum sögur af því þegar hann fór frá Kanada til West Helena í Arkansas. Upptöku- maðurinn hljóðritaði söguna án vitundar Robertsons. Síðan hlustuðu þeir á þetta og spannst þá textinn að laginu. Það er ekki alltaf sest niður til að semja. Þetta kemur bara. Þannig kom platan eftir vangaveltur og til- raunir í stúdíóinu. Platan stend- ur vel fyrir sínu, Somewhere Down the Crazy River er bara forsmekkurinn. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.