Vikan


Vikan - 21.04.1988, Qupperneq 19

Vikan - 21.04.1988, Qupperneq 19
Texti: Friðrik Indriðason Ljósm.: Páll Kjartansson einni hluta vetrar var starfandi hér í borginni sönghópurinn Classic Nouveaux sem hafði á að skipa fimm frumlegum stúlkum. Þær eru allar með klassíska menntun í tónlist en prógramm þeirra var nokkuð sérstaett þar sem það samanstóð af djasslögum fiá fimmta áratugnum og komu þær fram í klæðnaði frá þeim tíma á þeim samkomum sem þær tróðu upp á. Hljóðfærin voru fiðlur, lágfiðla og selló en söngurinn var í höndum Elsu Waage sem stundaði söngnám við Kaþólska háskólann í Bandaríkjun- um. Við sitjum á nýjum huggulegum ítölskum veitingastað neðarlega við Laugaveginn kvöld eitt og af einhverj- um ástæðum berst talið fyrst að ferð um Karabíska hafið. „Það er draumurinn núna að koma hópnum í vinnu á einu af þessum skemmtiferðaskipum sem sigla um Karab- íska hafið,“ segir Elsa og brosir. „Finnst þér það ekki nokkuð skemmtilega geggjuð hugmynd?“ Eg get ekki annað en játað því. En hvað kom til að þessi sönghópur var stofhaður? „Við Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari höfðum lengi rætt um að gera eitthvað saman og þar sem við höfðum báðar gam- an af þessari tónlist, djassinum, ákváðum við að prófa þetta. Þetta var svolítið erfitt í byrjun því við þurftum að láta útsetja öll þessi lög fyrir okkur en þetta voru lög eftir Cole Porter, Gershwin og Billie Hollyday svo dæmi séu tekin. Við vildum leggja mikið í þetta hjá okkur og hafa þetta „grand“ en ekki eitt- hvert fusk. Annars var þetta allt á tilrauna- stigi en mér finnst að vel hafi tekist til, að minnsta kosti voru móttökur áheyrenda mjög góðar hvar sem við komum ffarn." Um leið og þjónninn kemur og tekur við pöntunum okkar spyr ég Elsu um nám hennar í Bandaríkjunum. Hún lætur þess getið að hún hafi fyrst farið þangað fyrir fjórum árum eftir að hafa verið eitt ár í Amsterdam. Maður ætti kannski fyrst að spyrja hvað hafi komið til að hún ákvað að læra söng í upphafi. „Þetta er erfið spurning. Ég ætlaði mér alltaf að læra hjúkrun eða verða sjúkra- þjálfari enda hef ég unnið á sjúkrahúsum, bæði hér og í Noregi, frá því ég var 13 ára en síðan gerðist það í menntaskóla að ég fór að syngja með hóp á vegum KSS, eða Kristilegu skólasamtakanna. Eftir mennta- skólann ákvað ég svo að læra þýsku og þar sem ég hef óbeit á að læra tungumál af bókum fór ég til Þýskalands og þar komst ég brátt að í sönghóp. Hins vegar hafði ég fremur takmarkaðan áhuga á að læra söng í Þýskalandi. Er ég kom heim frá Þýskalandi hvatti Elísabet Erlingsdóttir mig eindregið til að fara út í þetta nám og ég innritaðist í Tón- Iistarskóla Kópavogs. Þar með var hjúkr- unarfræðinámið endanlega úr sögunni." í óperunni í Amsterdam Eins og fyrr segir dvaldi Elsa við nám eitt ár í Amsterdam áður en hún fór til Bandaríkjanna. „Ég var þar hjá Dixie Neill sem starfar við óperuna í Amsterdam. Þá átti ég við raddleg vandamál að stríða. Jón Þorsteins- son hafði heyrt mig syngja árið 1982 og sagði hann mér þá að ég hefði hæfileika en væri jafnframt að skemma rödd mína vegna þess að ég beitti henni á rangan hátt og hann sagði mér að ef ég ætlaði að taka sönginn alvarlega yrði ég að gera eitthvað róttækt. Því dreif ég mig út til Amsterdam og þar tók ég til við að helga mig algerlega óperusöng undir handleiðslu Dixie.“ Og hvernig var að dvelja í Hollandi? „Það var óttalega einmanalegt. Ég var reyndar svo heppin að kennarinn minn vann við óperuna í Amsterdam og ég fékk oft að fara með henni og fylgjast með sýn- ingum baksviðs. Þá fyrst gerði ég mér grein fýrir hvað ég var að fara út í og ég lærði alvöruna að baki þessu námi. Hvað tónlistarlífið almennt varðar í Amsterdam þá er það mjög fjölbreytt og það var mjög lærdómsríkt fyrir mig að búa þarna í eitt ár. Það er nokkur munur á evrópsku og bandarísku söngfólki að því leyti að í Bandaríkjunum er fólkið einangrað í námi sínu og tekur ekki þátt í öðru, en í Evrópu er þetta mun opnara og ffjálslegra og mér finnst að Evrópubúar miðli meiru af til- finningum í gegnum sönginn, en Banda- ríkjamenn eru kannski tæknilega full- komnari. Hvað Hollendinga sjálfa varðar finnst mér þeir mjög jarðbundið fólk sem lætur fátt koma sér á óvart. Þeir eru elskulegir, opnir og skynsamir og lrá söngfólki þeirra er mikil ffágeislun, ef svo mætti að orði komast. Það hefur af svo miklu að miðla sem mér finnst aftur á móti skorta hjá Bandaríkjamönnum." Fjögur ár fyrir vestan Þegar talið berst að dvölinni í Bandaríkj- unum er hið fyrsta sem kemur upp í hug- ann hve dýrt sé að nema söng þar. „Námslánin stóðu engan veginn undir náminu en pabbi hjálpaði mér mikið. Sem dæmi má nefna að ég þurfti sjálf að borga undirleikaranum mínum,“ segir Elsa. „í þessum skóla lærði ég hjá Michael Cordovana, feitum, sextugum homma. Hann var alveg yndislegur en braut mig niður kerfisbundið til að byrja með og byggði mig svo upp aftur. Hann átti það til að vera mjög kaldhæðinn og hann þoldi engum að koma of seint í tíma til sín. Ég man að í eitt sinn varð mér á að koma of seint. Þetta var í stórri stofu og um hundrað manns í lienni er ég reyndi að lauma mér inn svo lítið bæri á. Hann tók strax eftir þessu og stoppaði kennsluna meðan hann sagði rólega: „Take your time, darling." Síðan bætti hann við með sömu kaldhæðninni: „Do you think you will be ready soon, darling?" Og að lokum, er ég hafði fengið mér sæti: „Thank you, darling." Þegar hann var í því að brjóta mig niður veit ég ekki hve oft ég táraðist undan honum. En dag einn kallaði hann mig inn á skrifstofu til sín og sagði einfaldlega að hann gerði meiri kröfur til mín en hinna þar sem honum fyndist ég hafa hæfileika í þetta nám og hann lét mig syngja fyrir Birgit Nielson er hún kom í heimsókn." „Rambólínu“? hvái ég í fávisku minni. Elsa hlær. „Nei, bjáninn þinn. Hún er ein þekktasta Wagner-söngkona í heiminum. Það var stórkostleg reynsla að hitta hana. Þegar ég sótti um við Kaþólska háskól- ann var það ekki heiglum hent að komast þar að og ég komst vegna þess að Cordo- vana beitti sér fyrir því. Skólinn er stærsti skóli kaþólskra í Bandaríkjunum og mjög virtur þar í landi. Sem dæmi get ég nefht að er ég fékk inngöngu var ég sjálfkrafa sett í skólakórinn en hann söng í athöfh- inni er Ronald Reagan var svarinn affur í embætti forseta landsins." Seldi alfræðiorðabækur Er við ræddum um dvölina í Bandaríkj- unum kemur upp úr kafinu að til að hafa í sig gekk Elsa hús úr húsi í nágrenni skól- ■ ans og seldi alffæðiorðabækur. „Þetta gekk~7njög vel. Fyrirtækið setti okkur fýrst á námskeið í sölutækni og síð- an fór ég að ganga hús úr húsi með bæk- urnar, þetta 50 til 60 hús á kvöldi. Með þessu vann ég mér inn nóg til að lifa af allt sumarið og raunar fékk ég verðlaun sem söluhæsta manneskjan hjá þeim. Verðlaun- in voru ferð til Jamaíka. Það var alveg stórkostlegt að vera þar í 10 daga og slappa af. Fólkið þarna er fallegasta svarta fólkið sem ég hef séð, mjög lífsglatt og sjarmerandi og þarna gengur enginn um með klukku eða úr. Hugtakið tími og stress er alls ekki til á þessum stað.“ Skólinn err skammt frá Washington og ég spyr Elsu hvort hún hafi kynnst ein- hverjum fslendingum þar í borg. ,Já, ég vil sérstaklega minnast á sendi- herrahjónin í Washington, þau Hans G. Andersen og Ástríði konu hans, en ég bjó off hjá þeim undanfarin misseri. Þau eru eitthvert elskulegasta fólk sem ég hef kynnst á ævinni. Ástríður var mér mjög hjálpleg þann tíma sem ég bjó hjá þeim. Á móti söng ég fyrir þau í móttökum og veislum í sendiráðinu sem var mjög gaman. Staðnað form Þegar talið berst að óperum almennt segir Elsa að sér finnist þær að mörgu leyti vera orðnar staðnað form, það er að segja þær óperur sem settar eru upp á hefð- bundinn hátt. „Það eru til ffumlegar uppfærslur á óperum og mér finnst að meira mætti gera á því sviði. Ég tók til dæmis þátt í all- nýstárlegri uppfærslu á Fígaró í skólanum. Fígaró var þar hafður sem spænsk kerling, greifynjan kom fram á bikini og greifinn var í diskófötum. Ég kom ffam í sýning- unni sem pokakerling frá New York. Mér þótti þetta skondið og skemmtilegt og áhorfendur voru greinilega sama sinnis. Mér fyndist mætti gera meira af því að færa þessar óperur upp í nútímabúning." Til New York í máli Elsu kemur ffam að hún hefur nú lokið BA gráðu í söng við Kaþólska háskól- ann en hún er nú á förum til New York í framhaldsnám í einkatíma hjá Michael Trimble. „Nú í fyrsta sinn hef ég tíma til að ein- beita mér að raddbeitingu eingöngu og það verða engin önnur námsfög sem trufla í þetta sinn. Ég hugsa að næstu mánuðir verði tímamót í lífi mínu, annaðhvort tekst þetta vel til eða ekki. Hvað framtíðin ber í skauti sér má guð vita. Ég er svona hóflega bjartsýn á hana.“ VIKAN 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.