Vikan


Vikan - 21.04.1988, Síða 46

Vikan - 21.04.1988, Síða 46
OSHIRINN VIKAN PÓSIURINN HÁAIEITISBRAUT 1, 105 RVfK Þökk fyrir ferðaþœttina S.Þ. skrifar: „Ég er haldinn stöðugri ferðalöngun og nýti sumarfríið mitt ætíð vandlega til að kanna nýjar slóðir innanlands og utan. Hálft gamanið finnst mér vera undirbún- ingurinn. Ég er ekki fyrr kominn heim úr sumarfríi eða vetrarfríi en ég er farinn að hugleiða tilhögun næstu ferðar. Og þá eru allar upplýsingar vel þegnar. Því vil ég þakka Vikunni fýrir hennar skerf til þessara mála með föstum ferða- pistlum í blaðinu. Og sömuleiðis eru DV og Mogginn nú með reglubundnar ferða- kynningar. Öllu þessu efni held ég til haga eftir bestu getu til að hagnýta mér í ráða- gerðum mínum. Og þá má ekki gleyma þeirri þjónustu sem Stöð 2 er farin að veita fólki í ferða- hugleiðingum. Og það er raunar tilefni þessara skrifa, að koma á framfæri alveg sérstökum þökkum til þeirra á Stöðinni fyrir þáttinn frá Svartaskógi. í mörg ár hef ég einmitt vonast tif að ríkissjónvarpið tæki upp þá sjálfsögðu neytendaþjónustu að fjalla um ferðamál. Sýna myndir frá helstu ferðamannaslóðum erlendis þar sem svo mikill fjöldi íslendinga leitar út fyrir landsteinana í sumarleyfúm sínum. Stikluþættirnir hafa verið frábærir hjá Óm- ari og áreiðanlega orðið til þess að margur maðurinn hefur farið að ferðast meira um landið sitt en ella hefði verið. En hitt á ekki síður rétt á sér. Verið ekki svona Bréfritari þakkar fjölmiðlum fyrir ferðaþætti og vill meira af slíku. Myndin er frá Svarta- skógi, sem sagt var frá í ágætum þætti á Stöð 2 nýverið. 44 VIKAN hræddir um að einhver ferðaskrifstofan eða flugfélagið sé að fá ókeypis auglýsingu fyrir bragðið. Eru það ekki hvort sem er aðilar sem eru að verja stórfé í sjónvarps- auglýsingar og létta sjónvarpsstöðvunum þannig róðurinn? Það eru fleiri en ég sem eru allt árið um kring að hugsa með tilhlökkun til næsta sumarleyfis. Okkur er greiði gerður með sýningu ferðaþátta í sjónvarpi og ferða- pistla í blöðum og tímaritum. Áfram með slíkt!“ J 3 Sitthvað 35 krónur og 2 krónur pr. stk. Feðgar skrifa: „Við feðgarnir viljum koma á framfæri okkar bestu þökkum fyrir stórgóða kleinu- uppskrift sem birtist í Vikunni 24. mars sl. Bæði er að þær eru þrælgóðar og kosta því sem næst ekki neitt — eða varla tvær krón- ur stykkið eins og þið reiknið út í blaðinu. Við feðgarnir búum í Breiðholti og höf- um alltaf keypt kleinurnar sem við leggj- um okkur til munns í bakaríunum á leið- inni til og frá vinnu okkar. Við höfum mik- ið dálæti á nýbökuðum kleinum og ískaldri mjólk með og því höfúm við látið okkur hafa það hversu dýrkeyptar þær eru. í Sveinsbakaríi kostuðu þær síðast 28 krónur og í Myllunni 35 krónur stykkið. Stórar og góðar kleinur, satt er það, en óheyrilega dýrar. Eftir að hafa gert samn- ing við húsmóðurina á heimilinu um kleinubakstur erum við því ákaflega ham- ingjusamir. Spörum stórfé og fáum samt ekki síðri vöru til að taka með okkur í nesti.“ Feimin einmana kona óskar að kynnast manni Kæri póstur! Viltu vera svo góður að birta þessar lín- ur fyrir mig. Ég kaupi ekki Vikuna reglu- lega en sá af tilviljun eintak af blaðinu frá 10. mars. í póstinum vakti athygli mína bréf ffá „feimnum einmana manni". Ég skildi bréfið svo að viðkomandi langaði að kynnast konu sem e.t.v. væri svipað ástatt fýrir. Kannski er þessi maður enn áskrifandi að Vikunni og sér þessar línur og getur þá í framhaldi af þessu bréfi sent smá orð- sendingu í DV þar sem Vikan getur ekki orðið við óskum þessum. Með kveðju, K.K. SVAR Þakka þér fyrír bréfíð, K.K Við höfum ekki getað hjálpað fólki sem a' í erfíðleikum með að kynnast öðrum vegna þess að við höfum ekki haft nein nöfn til að vísa fólki a' og höfurn ekki hefdur neina aðstöðu til að virka sem milliliður, því yfírleitt vill fólk í þessari aðstöðu ekki láta birta nöfh sín. Pósturinn vill þó gjarnan verða að ein- hverju liði og vonum því að birting bréfs þíns verði þér og öðrum til góðs. Endurgreiðsla fúslega veitt Jón Óskarsson hafði samband við blaðið: „Dóttir mín fermdist rétt fyrir páska og fékk þá margt góðra gjafa. Þar á meðal var stór og stæðileg klukka. Fallegasti gripur, en þar sem dóttir mín er þegar með tvær klukkur fyrir í herbergi sínu fékk hún skiljanlega löngun til að skila þessari nýj- ustu. Klukkan var keypt í IKEA og þangað fór- um við til að skipta. Við áttum raunar ekki von á öðru en að við mundum neyðast til að taka „eitthvað" út í staðinn eins og mað- ur hefúr átt að venjast í viðskiptum við flestar verslanir til þessa. En viti menn: Kurteisustu afgreiðslu- stúlkur tóku umyrðalaust við klukkunni og spurðu hvort við kysum að fá úttektar- nótu eða endurgreiðslu. Eftir að hafa geng- ið um verslunina og skoðað marga eigu- lega muni fór það nú svo að við óskuðum eftir endurgreiðslu. Þarna var að vísu ýmislegt sem dóttirin hefði haft gagn af, eins og t.d. margs konar ódýr og falleg húsgögn, en fyrst endurgreiðsla stóð til boða ákvað hún að hagnýta sér það og fara annað til að kaupa svefnpoka, sem hana hefur vantað. Klukkan kostaði 5.500 krónur, sem um munaði þarna. Á IKEA þakkir skildar fýrir þá greiðvikni að gefa viðskiptavinum kost á endur- greiðslu og væri óskandi að aðrar verslanir færu að dæmi þessarar. Það mega þeir vita í IKEA að þangað hika ég ekki við að fara til gjafakaupa í trausti þess að ef viðtakandi gjafarinnar kýs eitthvað annað stendur ekkert í vegin- um.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.