Vikan


Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 49

Vikan - 21.04.1988, Blaðsíða 49
I**a ifsgl Travemunde er systurborg Liibeck. Hvít sandströndin og hlýtt Eystrasaltið gera hana að vin■ sælum sumardvalarstað - og ekki skaðar að þarna er myndarlegt spilavíti og útileikhús. 1 Rl> • ... Á nokkrum stöðum í borginni eru lítil hús eins og þessi. Þarna er rólegt og gott að búa enda eru íbúarnir flestir komnir nokkuð til ára sinna. ir að borgarbúar séu sérlega kirkjuræknir og að hún og fjölskylda hennar hafl sótt kirkju á hverjum sunnudegi og auðvitað alla hátíðisdaga. Meira að segja er nafn föð- ur hennar og móðurbróður greipt í kirkju- kfukkur einnar kirkjunnar, Jacobikirche sem byggð var árið 1227, en þeir voru hringjarar í kirkjunni áður en rafmagnið var látið sjá um að hringja klukkunum. Þýska ferðamálaráðið bauð nokkrum ís- lenskum blaðamönnum í skoðunarferð um þrjár nágrannaborgir Hamborgar í vetur, einkum til að opna augu ferðalanga fyrir því hversu auðvelt væri að gera Hamborgarferðina enn betri með því að ferðast stutta stund með lest og kynnast þá öðru en stórborgarhliðinni á Þýskalandi. Fyrsti viðkomustaðurinn var semsagt Lúbeck, sem greinarhöfundi fannst falleg- ust af borgunum þrem, en hinar tvær voru Bremen og Múnster. Og þó við fengjum ágæta innsýn í borgarlífið þann stutta tíma sem við dvöldum þar í góðu yfirlæti þá er ekki verra að fá nánari upplýsingar um borgina frá innfæddum borgarbúa og Elise Lexau eins og hún heitir að skírnarnafhi, féllst á að vera „leiðsögumaður" við grein- arskrifin. Lisa, sem gift er Bjarna Tómas- syni málarameistara, hefur búið á íslandi síðan árið 1949 og fór alltaf áður fyrr ár- lega á sínar heimaslóðir til að halda tengsl- unum eins sterkum við borgina sína og fólkið og mögulegt er, en nú fara þau Bjarni sjaldnar. Gott að versla í Lubeck Við vorum komin til Lúbeck seinni hluta dags og áttum í erfiðleikum með að yfirgefa lestarstöðina vegna mikils mann- fjölda sem þar var og fólkið tróð á hvert öðru til að komast sem fyrst inn í lestina. Skýringuna á þessum mikla mannfjölda fengum við þegar við hittum leiðsögu- mann okkar í Lúbeck, sem sagði okkur að þetta væri allt fólk sem kæmi annars staðar frá til að versla í Lúbeck sem þykir afar hagkvæmt. Reyndar var þetta um jólaleyt- ið og fólk í jólagjafahugleiðingum, en þeg- ar við vorum á ferð um borgina þá rákust við á marga Norðurlandabúa sem koma mikið með ferjunni ffá Danmörku til Lúbeck, versla þar og fara síðan heim aftur að kvöldi. Lísa sagði að það væri ekkert undarlegt þó Danir og aðrir fjölmenntu til borgar- innar til að versla því verðlagið væri þar eins hagkvæmt og af er látið og sagðist hún sjálf alltaf versla eitthvað þar í hvert sinn sem hún færi. Helstu verslanir sagði hún að væru Kaarstadt, sem er stórt vöru- hús á mörgum hæðum, en þar væri dýrara að versla en í C&A í Múllenstrasse, sem hún sagði að sér þætti mjög gott að versla í og einnig væri mjög gott að versla í Ann- ie Friede sem er staðsett rétt við ráðhúsið, á móti Kaarstadt. Og ekki má gleyma þekktustu verslunarvöru borgarinnar: Niederegger marsipani, sem ffamleitt hef- ur verið í meira en 100 ár. Marsipanið er reyndar fáanlegt á íslandi nú en það er ekki hægt að neita því að það er miklu skemmtilegra að kaupa marsipanið í Niederegger búðinni sjálfri, auk þess sem úrvalið þar er ótrúlegt því úr marsipaninu eru búin til heilu listaverkin sem öll bragðast afbragsvel. Og Lísa fræðir okkur á því að þarna sé einnig skemmtilegur kaffi- staður sem hún og Bjarni fari alltaf á þegar þau eru í borginni og með kaffinu er auð- vitað gætt sér á marsipantertu. VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.