Vikan


Vikan - 21.04.1988, Qupperneq 56

Vikan - 21.04.1988, Qupperneq 56
Pamela Des Barres hitti Don þegar hann var 22 ára hann síðan til Meianie. og missti Melanie var ekki nema 14 ára þegarþau Don hittust fyrst. Þau giftu sig þegar hún hafði aldur til, en hjónabandið stóð stutt. Hann tók öllu sem bauðsf og það sem bauðst voru eiturlyf, áfengi og konur. kvenfólksins. Eftir að Don gerðist leikari flyktust þær til hans. Þegar hann var 16 ára bjó hann um stund með 26 ára gamalli þjónustustúlku og 18 ára gamall fluttist hann inn hjá leiklistarkennaranum sínum sem var 29 ára. Árið 1968 fór Don með nokkrum félög- um sínum til San Francisco þar sem þeir hugðust leita gæfunnar og innan tveggja vikna eftir að hann kom þangað fékk hann hlutverk í leikriti þar Your Own Thing og fékk 150 dollara á viku sem voru ágætis laun fyrir skólastrák. Og þarna kvæntist hann í fyrsta sinn. Brúðkaupið fór ffam með leynd og entist í tvo mánuði. Snemma á næsta ári hélt hann aftur til Los Angeles og fékk þar strax hlutverk í nokkr- um myndum, en þegar ein þeirra, sem hann lék aðalhlutverkið í, gekk ekki eins vel og til var ætlast þá sneru allir við hon- um bakinu og honum fannst sem starfsferli sínum væri lokið og þá var hann ekki nema tvítugur. Don Johnson gaf þó lystisemdir lífsins ekki upp á bátinn. Hann tók öllu sem bauðst og það sem bauðst voru eiturlyf, áfengi og konur. Hash frá Líbanon og Nepal, kókaín frá Suður-Ameríku og maríjuana frá Mex- ikó og partý sem stóðu yflr dögum saman, þar sem enginn vissi hver gestgjafmn var eða hver borgaði fyrir allt saman. Don tók einnig öllum tilboðum sem buðust um kvikmyndaleik, hversu smá sem þau voru, en „neiin“ sem hann fékk voru miklu fleiri. „Þegar ég var að vinna snerti ég hvorki vín né vímuefni, en um leið og starflnu var lokið var haldið á vit vímunnar," segir Don. Konurnar „Ég hef alltaf haft orð á mér fyrir að vera kvennamaður", sagði Don nýlega í viðtali. „En ég hef alltaf farið fínt í hlutina og geng ekki um og kjafta frá. Þegar konu tekst að vekja áhuga minn þá fer ég í gang. Fái hún 54 VIKAN mig til að hlægja þá er ég fallinn. Ég reyni þá strax að stofna til fúndar, býð henni út að borða og held áffam að reyna að fá hana til mín þar til hún að lokum segir já.“ Ein af þeim sem sagði já var Pamela Des Barres sem hitti Don þegar hann var 22 ára. Vinkona hennar hafði sagt henni frá æðislegum ungum leikara sem byggi við hliðina á einum vina hennar. Þær tóku sig til stöllurnar og bönkuðu upp á hjá Don og þegar hann opnaði dyrnar þá varð Pam- ela ástfangin: „Það var á mánudegi sem ég sá hann fyrst og hjartað hætti að slá.“ Þeim var boðið inn og Pamela segist hafa gert vesældarlega tilraun til að vera fyndin og skemmtileg. Henni hlýtur að hafa tekist vel upp því þegar þær stöllurnar ætluðu að kveðja þá sagði Don við hana: ,,/F.tlarðu ekki að koma aðeins nær mér áður en þú ferð?“ Hún settist þétt upp að honum í sóf- anum og hann kyssti hana á hálsinn og renndi fingrunum í gengum hárið á henni — og hún var fallin. Eftir fyrsta stefnumótið, þar sem þau fóru út að borða grænmetissamlokur, þá fylgdi Don henni riddaralega beinustu leið í bólið hjá sér. Eftir það hittust þau á hverju kvöldi og vanalega kom Don til Pamelu í litla húsið sem hún bjó í. Þau fóru saman í alls konar partý og samkomur þar sem hún segist hafa hangið á handlegg hans og Ijómað. Svo komu þrír dagar sem Don lét ekki í sér heyra. Þetta var akkúrat á sama tíma og Who héldu hljómleika í borginni. Pamela var ákaflega veik fyrir hljómsveitagæjum og þegar Keith Moon hringdi og bauð henni á hljómleikana þá fór hún — án þess að láta elsku Don vita og hún lét hann ekki heldur vita þegar þau fóru saman í rúmið eftir hljómleikana. En Don komst fljótlega að hinu sanna. Hann sagði Pamelu upp, eins og það heitir, og sagðist aldrei vilja sjá hana meir. Pamela var í ástarsorg því Don virtist meina það sem hann sagði, en fimm dög- um síðar birtist hann aftur og þau byrjuðu upp á nýtt. Pamela hætti að vinna til að geta helgað sig ástinni sinni, en því miður var Don ekki heldur að vinna þannig að fljótlega urðu þau að flytja úr stóru pipar- sveinaíbúðinni hans í Hollywood. Þau fúndu aðra minni og ódýrari og þegar þau voru búin að keyra dótið sitt þangað í bíl pabba Pamelu, þá fór Don því hann hafði akkúrat fengið hlutverk þann daginn. Pam- ela varð því ein að taka upp úr kössunum og koma dótinu þeirra fyrir. Þetta tókst svo vel hjá henni að Don varð agndofa þegar hann kom heim aftur. Nú hófst tímabil húsmóðurinnar hjá Pamelu. Hún fór á fetur áður en sólin kom upp til að búa til handa honum morgun- mat, þvoði honum um hárið og hlýddi honum yfir það sem hann átti segja. Þegar Don var ekki heima og hún búin að taka til þá eyddi hún dögunum í að hugsa um hann. En þetta var ekki nóg, Don fann allt að henni og fannst hún vera farin að Iáta á sjá. Don hafði fengið hlutverki í mynd, The Harrad Experiment þar sem hann lék með James Whitmore og Tippi Hedren. Pamela mátti koma með honum í vinnuna og fylgjast með og hún var afbrýðisöm út í alla sem unnu með Don og ef hann hvarf henni sjónum í smátíma þá fór hún og opnaði varlega allar dyr, með ótta í hjarta, því hún átti von á að sjá Don í rúminu með einhverri konunni á staðnum, en ótti hennar reyndist ekki á rökum reistur - þ.e.a.s. þar til litla dóttir Tippi Hedren fór að koma með mömmu sinni í vinnuna. Melanie hét hún og var ljóshærð og freknótt — og 14 ára. Það leyndi sér ekki að hún var yfir sig hrifin af Don, en hann fúll- vissaði Pamelu að hann hefði engan áhuga á barninu. Til þess að geta verið nálægt Don þá hélt Melanie sig í námunda við Pamelu, sem átti bágt með að þola opna aðdáun hennar fyrir Don, en um leið átti hún erfitt með að vera leiðinleg við Mel- anie sem sérlega hress og elskuleg stelpa. En eftir því sem samvistirnar með Melanie og Don urðu fleiri því erfiðara átti Pamela með að dylja afbrýðisemina. Melanie var falleg stúlka sem var að breytast í konu, með flatan maga og níu árum yngri. Don sagði henni að lokum að hann þoldi ekki að hafa hana svona nálægt sér og best væri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.