Vikan


Vikan - 21.04.1988, Síða 62

Vikan - 21.04.1988, Síða 62
Auðveld og góð jarðarberja-apríkósu OSTAKAKA Hér er uppskrift af bakaðri ostaköku sem ön efa ö eftir að verða uppöhalds kakan á heimilinu eða í saumaklúbbnum. 1 bolli muldar piparkökur 3 msk smjör, brætt 1 bolli þurrkaðar aprikósur, sem settar eru í pott með vatni í, lok sett á og þær látnar malla í Vi klst. Vatnið síað frá. Rifið hýði af 1 appelsínu. 750 gr rjómaostur, mjúkur % bolli sykur 4 stór egg ’/2 bolli sýrður rjómi. Ávaxtafylling: 3 bollar fersk eða ífosin jarðarber, gróf- söxuð og 3 msk sykri blandað saman við. Fersk jarðarber til skreytingar. 1. Kökumylsnu og smjöri blandað lauslega saman í lítilli skál. Mylsnunni þjappað á botninn á nokkuð stóru djúpu formi (sjá mynd). Apríkósurnar ásamt appelsínu- berkinum eru gerðar að mauki, helst í blandara. Geymdar þar til síðar. 2. Rjómaostur og sykur þeytt saman þar til ljóst og lint. Eggin þeytt saman við, eitt og eitt í einu. Þá er sýrða rjómanum og aprí- kósumaukinu blandað varlega saman við og hrært í með gúmmísleikju eða skaftinu á trésleif. Deiginu hellt í mótið. 3. Setjið ostakökuna inn í 175°C heitan ofn og bakið í 1 klst eða þar til miðjan á kök- unni virkar stíf þegar hún er snert. Kakan er kæld á grind og síðan sett inn í ísskáp og látin kólna vel. Ávaxtafýllingin sett ofan á og skreytt með ferskum berjum og myntu- laufum, ef fáanleg. Nægir fyrir 10—12 manns. 60 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.