Vikan


Vikan - 12.01.1989, Side 19

Vikan - 12.01.1989, Side 19
Ofnbakaðurlax í eigin safa Fiskur Fyrir 4 Áætlaður vinnutími: 30 mín. Eldun: 10 mín. Höfundur: Guðmundur Halldórsson INNKAUP: 680 gr lax (170 gr á mann) 1/2 laukur 3 gulrætur 1 lítill blaðlaukur 2-3 stönglar sellerý 6-8 sveppir 1 teningur fiskkraftur smjörpappír, olía, smjör Sósan: 1/2 laukur, saxaður smátt 1 dl hvítvín 1 V2 dl rjómi 250 gr smjör (mjúkt) 1 brúskur steinselja (söxuð) salt, pipar HELSTU ÁHÖLD: Panna, eldfast mót. Ódýr □ Erfiður H Heitur x Kaldur □ Má frysta □ Annað: AÐFERÐ: ■ Laxinn er flakaöur og skorinn í ca 170 gr stk. ■ Allt grænmetiö er skoriö í julienne. Grænmetiö er aöeins hitað í smjöri þar til þaö er orðið mjúkt. ■ Laxinn er settur á smjörpappír sem er 3 sinnum stærri og smurður meö olíu. Roðhliöin er látin snúa niöur og grænmetið er sett ofan á laxinn. Fisk- krafturinn er leystur upp í 2 dl af vatni og 1 msk sett yfir laxinn. Kryddið meö salti og hvítum pipar. ■ Pappírnum er vafið vel og lokað utan um stykkin. Setjið í eldfast mót, (grænmetishliöin snýr niður). ■ Bakaö í 160° C heitum ofni í 8-10 mínútur. ■ Sósan: Laukurinn er hitaður í smjöri þar til hann er orðinn mjúkur, þá er hvítvíninu hellt út á og afganginum af fisksoðinu, látið sjóða niður, þá er rjómanum bætt út í og einnig látinn sjóða niður. Síðan er mjúka smjörinu bætt smám saman út í án þess að sósan sjóði. Sósan má ekki sjóða, því þá er hætta á að hún skilji. ■ í lokin er saxaðri steinselju bætt út í. Krydduð með salti og pipar. i MYND: MAGNÚS HJORLEIFSSON Reykt laxapaté með salati Fyrir 6 Áætlaður vinnutími: 30 mín. Höfundur: Guðmundur Halldórsson Forréttur INNKAUP: 200 gr reyktur lax 4—5 franskbrauðssneiðar 1 dl mjólk 1/2 I rjómi 1 sítróna (safi) 4 blöð matarlím, eða aspik dill salt, pipar Meðlæti: 1/2 haus icebergsalat 1 tómatur 1 sítróna 1 pera dill eða steinselja. HELSTU ÁHÖLD: Form fyrir paté, blandari, skál, sleif. Ódýr H Erfiður □ Heitur □ Kaldur m Má frysta □ Annað: AÐFERÐ: ■ Laxinn er beinhreinsaður og gerður að mauki í blandara. Kryddað. ■ Franskbrauðið er skorið i bita, án skorpu, og sett út í mjólkina og látið mýkjast upp í þykkt deig. ■ Rjóminn er stífþeyttur og síðan geymdur í kæli. ■ Laxinum er blandað saman við mjólkurmaukið og síðan er því blandað varlega saman við rjómann þá er matarlíminu sem búið er að bleyta upp í vatninu og bræða með sítrónusafanum sett út í. Bragðbætt með salti og pipar. ■ Sett í form og látið standa í kæli í 4-6 tíma. MYND: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.