Vikan


Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 7

Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 7
DULFRÆÐI er Irf, Ijós og unaður... Viðtal við íslenska norn er segir frá nornareglu sem hefur starfað hér á landi í kyrrþey í sjö ár TEXTI: GUÐMUNDUR SIGURFREYR JÓNASSON Við eyðibýli í nágrenni höfuðborgarinnar stendur altari, altari Satans. Það er sveipað fjólubláu klæði, alsettu dularfullum táknum. Altaristaflan er mikilfengleg, allt að því ógnvægleg. Hún ber mynd geitarhöfuðs með kórónu á höfði. Á altarinu eru ýmsir munir; haus- kúpur, kaleikur, svört kerti, rýtingur og kross. Krossinn er á hvolfi. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds að sjá helgasta tákn okkar kristinna manna á miðju altari djöfulsins. Altarið stendur und- ir berum himni. Það er vornótt, tunglið veður í skýjum og varpar kynngimagnaðri birtu á verurnar þrjár umhverfis altarið. Á altarinu logar eldur mitt á milli kertanna, hann lýsir upp altaristöfluna. Fyrir framan eldinn er glóðarker, frá því liðast illa þefjandi reykur. Það er eins og þessi sérkennilegi þefur undirstriki eða öllu heldur magni upp það óhugnanlega andrúmsloft er þarna ríkir. Athöfnin, sem er um það bil að hefjast, er nornavígsla. Við altarið krýpur ung stúlka í ökklasíðum hvítum kyrtli. Hendur hennar eru bundnar fyrir aftan bak og svartur klútur er bundin fyrir augu hennar. Sitt hvorum meg- in við hana standa maður og kona. Karlmaðurinn ber grímu, sem lík- ist einna helst svínshöfði, og er í svörtum kyrtli með gylltri fimm- arma stjörnu á bakinu. Konan klæðist hins vegar fjólubláum kyrtli. Þau virðast öll nakin undir kyrtlunum. Þau eru innan hrings sem er markaður í svörðinn með purpurarauðu dufti. Skyndilega snýr kon- an sér að mér, þar sem ég stend fyrir utan hringinn, og segir skip- andi röddu: „Hverf þú nú á brott. Sálarheill þín er í veði.“ Ég trúi henni mátulega en ákveð að hætta ekki á neitt. Nokkrum dögum síðar mæltum við okkur mót á heimili hennar í vesturbænum í Reykjavík. Heimili hennar er ósköp venju- legt íslenskt heimili. Stofan er hlýleg, búin gömlum, smekklegum húsgögnum. Þar er ekkert inni sem minnir á nóttina forðum. Inn af stofunni er lítið skrifstofu- herbergi. Það er þakið bókahillum frá gólfi til lofts. Ég rek strax augun í mikið safn dulspekilegra rita. Þar er að finna bækur um tarot, stjörnuspeki, jóga, gald- ur og öll helstu ritverk Aleister Crowleys, H.P. Lovecraft og ýmsar aðrar bækur um trúmál og heimspeki. Viðmælandi minn er einstæð móðir á fertugsaldri. Hún hefur lokið námi í bók- menntum og heimspeki frá enskum há- skóla. Dóttir hennar, sem er á tánings- aldri, er ekki heima. Við höfum því gott næði til þess að spjalla saman þar sem við sitjum yfir rauðvínsglasi í notalegri stofunni. Við tölum vítt og breitt um dag- inn og veginn. Einhvern veginn finnst mér ótrúlegt að þetta sé sama konan og ég kvaddi við eyðibýlið þremur dögum áður. Loks förum við yfir skilmálana varð- andi viðtalið. Hún vill að ég spyrji sig ná- kvæmlega ellefu spurninga. „Hvorki fleiri né færri,“ segir hún. Ég samþykki það og kveiki á segulbandinu. „Þegar ég hef hlustað á uþptökuna ber ég hana undir félaga mína í reglunni. Við ákveðum síð- an hvort viðtalið verður birt eða ekki. Ef það verður birt viljum við að spurningarn- ar og svörin verði höfð eftir orðrétt af segulbandinu. Einnig þurfum við að lesa yfir og samþykkja fyrirsögn, formála og allar millifyrirsagnir viðtalsins og þær myndir sem þið kunnið að birta með við- talinu, einnig textann undir myndunum." Þegar ég hef samþykkt þetta á ég í vand- ræðum með hugsa upp fyrstu spurning- una, en segi loksins: Þú sagðir að sálarheill mín væri í veði ef ég yrði viðstaddur athöfnina . .. „Já, það skýtur kannski skökku við að ég skyldi hafa vísað þér á brott þar sem ég féllst á þetta viðtal. Það gerði ég til þess að leiðrétta þann misskilning að nornagaldur sé eingöngu notaður til ills. Sannleikurinn er sá að félagsskapur okk- ar hefur að meginmarkmiði að efla sjálfs- vitund einstaklingsins og gera hann hæf- ari til að takast á við lífið. Varðandi spurn- inguna þá fór þarna fram ákveðin athöfn sem aðeins innvígðir mega taka þátt í.“ Hvers konar athöfn fór þarna eiginlega fram? „Þetta er leynileg regla í þremur stigum. Hér á landi erum við aðeins tvö sem höfum lokið öllum þremur vígslu- stigunum. Við vorum að vígja stúlkuna til fyrsta stigs.“ Geturðu sagt mér nánar frá þessari vígslu? „Nei. Hins vegar get ég boðið þér að taka þátt í leshring þar sem við bendum þér á ákveðið lesefni og kynnum fyrir þér undirstöðuatriði í okkar fræðum. Þegar þú hefur kynnt þér það stendur þér til boða að skrifa undir skjal þar sem þú gengst undir þagnarheiti. I framhaldi af því fengir þú nánari leiðbeiningar og fræðslu sem gerði þér kleift að sækja um fyrsta stigs vígslu." Hvar kynntist þú þessum fræðum? „Árið 1978 var ég við nám í Englandi. Ég skildi við manninn minn þetta ár og stóð uþp ein með fimm ára dóttur mína og í erfiðu námi. Maðurinn minn fyrrver- 6. TBL. 1990 VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.