Vikan


Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 14

Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 14
Eg hef ekki enn fundið hinn annálaða franska sjarmör - segir Rannveig Sigurgeirsdóttir í Vikuviðtali TEXTI: JÓN KR. GUNNARSSON LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON Islenskar konur hasla sér völl á flest- um sviðum, innanlands og utan. Þær virðast ekki gefa körlum neitt eftir — nema síður sé. Unga íslenska konan nú á dögum lætur sér fátt óviðkomandi. Rannveig Sigurgeirsdóttir er 25 ára Reyk- víkingur og starfar hjá frönsku flsksölufyr- irtæki, UNIPECHE í Boulogne sur Mer. Þar er Rannveig einnig búsett. Þetta franska fyrirtæki hefur annast sí- aukinn innflutning á ferskum fiski frá ís- lenskum útflytjendum. Þetta er vissulega forvitnilegur starfsvettvangur hjá ungri konu og þegar Rannveig var í stuttri heim- sókn á dögunum var tækifærið notað til að forvitnast um hagi hennar í umsvifamiklu starfi. — Ég er búin að vera í Frakklandi í rúmt ár. Starf mitt felst í að hafa samband við þá aðila sem eiga fisk og eru í útflutningi á ferskfiski héðan frá íslandi. Ég hef sam- band við þá vikulega og athuga hvort þeir hafi fisk sem þeir hafa áhuga á að setja á franskan markað. Þegar ég veit hve mikinn fisk við fáum gef ég seljendum upplýsingar um líklegt verð og hvernig markaðurinn er hverju sinni. Þarna er uppboðsmarkað- ur svo að verðið fer oftast eftir framboði. Ég reyni að gefa eins góðar og nákvæmar upplýsingar og ég get og við reynum eins og hægt er að spá um horfúrnar. Stundum er það þó erfitt. Fiskurinn, sem við önnumst sölu á, er að langmestu leyti úr gámum og fer á upp- boðsmarkaðinn. Einstaka sinnum fáum við flakaðan fisk í flugi eða með nýja kælibíln- um sem Eimskip er með. 14 VIKAN 6. TBL. 1990 — Kaupið þið fisk af fleiri en íslending- um? Já, það gerum við. Við sjáum um að selja fisk úr smábátum á þessum sama markaði. Þeir veiða við norðurströnd Frakklands. Einnig fáum við fisk ffá suðurströnd Englands. Svo fáum við fisk frá írlandi og þegar vantar fisk fáum við fiskflök frá Norður-Englandi. Norðmenn eru líka að koma inn á markaðinn um þessar mundir. Viðskipti við þá eru að aukast mjög mikið. Við störfum sem umboðsaðilar. — Er þetta franska fyrirtæki sem þú vinnur hjá, Unipeche, gamalgróið? Nei, það er þriggja ára en hefur þegar haslað sér völl. Þar vinna um fimmtán manns og hafa með sér verkaskipti. Ég sé um fslandsfiskinn, önnur kona um franska fiskinn og sú þriðja um enska fiskinn. Svo sér systurfyrirtæki um frystan fisk og er inni á þeim markaði. Ég er ekkert inni í þeim málum. Markaður á frystum fiski og ferskum er svo ólíkur að ég held að það sé erfitt að blanda þessu saman. — Eru þetta umfangsmikil viðskipti? Á síðasta ári sáum við um að selja um 4.500 tonn á ffönskum markaði. Ekki var mikið af þorski eða ýsu því þær tegundir fara frekar á Englandsmarkað. Við höfúm frekar annast sölu á svokölluðum aukateg- undum, eins og grálúðu, steinbít, löngu, blálöngu, karfa og ufsa. Svo eru þarna teg- undir eins og til dæmis háfúr sem íslend- ingar hentu jafnvel áður fyrr en hafa getað komið í verð í Frakklandi. — Við hér heima deilum um þennan út- flutning á ferskum fiski og óunnum í gámum. Margir halda því fram að við séum að gefa vinnuna úr landi. En er auðveldara að selja ferskan fisk en frystan?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.