Vikan


Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 32

Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 32
5TJ0RMUMERKIN ABBADISIN Stjörnuspekingurinn um hrútinn Vigdísi Finnbogadóttur Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur setti upp kort Vigdísar Finnbogadótt- ur forseta og spjallaði við Vikuna um kortið. Gunn- laugur telur Vigdísi vera rísandi Ijón, en hún er fædd í heimahúsi fyrri hluta dags 15. apríl 1930. Ef það er rétt ágiskun hjá Gunnlaugi að Vigdís sé rísandi ljón þá þýðir það að hún er með sól á miðhimni í hrúti. Miðhiminninn er það sem snýr út í þjóðfélagið og þessi af- staða gerir að verkum að Vig- dís er ófeimin við sviðsljósið. „Það sem mér finnst ein- kennandi fyrir hana sem hrút er bjartsýni hennar og já- kvæðni. Það að hún er hrútur og rísandi ljón gefúr henni þá einlægni sem skín í gegnum allt sem hún gerir. Þegar Vig- dís gengur virðulega fram og stillir sér svo upp fýrir ljós- myndarana, þá er hún ljón en þegar hún sest upp í vagninn hjá Ólafl Noregskonungi og blikkar hann, þá er það hrútur- inn. Sem hrútur verður hún líka mikill alþýðuforseti því hrútar eru lítið íýrir formlegar athafnir. Hrútur — sporð- dreki — Ijón Eitt er skemmtilegt við Vig- dísi sem fáir gera sér kannski grein fyrir. Hún er með tungl í sporðdreka (og hlustar því út í umhverfið eins og sporðdreki og hefúr sporðdrekadýpt í til- flnningum) og er bæði næm tilfinningalega og mjög skap- stór. Hrútur og sporðdreki saman er eldur og vatn sem gæti þýtt að oft syði á henni. Hún getur orðið reið og ólgað í skapi þó hún sýni það aldrei útávið. Svo hefúr hún sterkar tilfinningar og er að mörgu leyti viðkvæm. Tungl í sporð- dreka gerir hana að einfara og líka dula á sínar tilfinningar og sitt einkalíf, þó framkoman sé mjög opin. En það að hún hef- ur tungl í sporðdreka á mikinn þátt í því að gera hana vinsæla. Fólk skynjar að hún hefúr sterkar tilfinningar og að hún er ekki yfirborðsleg. Hún er jákvæð og bjartsýn en fólk skynjar mikla tilfinningu í aug- unum og kannski ákveðið myrkur. Sporðdrekar eru næmir og sjá vel í gegnum litfu leikina sem fólk slær upp og ég held að Vigdís sjái líka vel ef henni sjálffi er ábótavant í ein- hverju. Sporðdrekinn rífúr líka sjálfan sig niður og líklega gengur Vigdís í gegnum tíma- bil þar sem hún einangrar sig. Tilgangurinn getur verið já- kvæður, markmiðið það að þroska sig, en þarna er sporð- drekinn að verki, því hrútur- inn er alls ekki mikið fýrir sjálfsskoðun. Ef eitthvað er að hjá hrútnum þá leggur hann á flótta, fer að mála eldhúsið eða álíka. Opin en djúp, listræn og með heilbrigða skynsemi Vigdís hefur Merkúr (hugs- un) og Venus í nauti sem gefiir henni tilfinningu fyrir gömlu gildunum og sveitarómantík. Venus á hugsunina gerir að hún leggur áherslu á að tala fallegt og vandað mál. Annars táknar Merkúr í nauti hjá Vig- dísi það að hún hefúr mjög jarðbundna hugsun og heil- brigða dómgreind. Vigdís er með Mars (ffamkvæmdaorku) í fiskum. Þetta er leikhússtað- an. Framkvæmdaorkan fer inn á ímyndunaraflið; í að skapa drauma og ímyndanir. Leik- húsið tengist einnig rísandi ljóni. Leikhúsaflið í Vigdísi er fiskur-ljón, blanda af ímynd- unarafli og dramatík. Ljónið og sporðdrekinn eru dramatísk merki. Þetta er fallegt kort og það er mikið ljós í kringum Vigdísi. Hún er blátt áffam og einlæg og nær þannig til allra. Með vorinu fær hún aukinn áhuga á heilsufæði, breytir jafnvel um mataræði. Það verður álagstími hjá henni í maí 1990 og eftir áramót 1991. 1993 fer Plútó í sam- stöðu við tungl Vigdísar og þá er líklegt að einhver hreinsun eigi sér stað í lífi hennar. Nokkur dæmi um hrútinn sem frumkvöðul: Vigdís Finnbogadóttir er fýrsti kvenforseti í heiminum, Auður Eir Vilhjálmsdóttir var fýrsti kvenpresturinn á íslandi, Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra er að breyta bankakerf- inu og koma með nýjungar inn í viðskiptalífið, Júlíus Sólnes er fyrsti umhverfismálaráðherr- ann, Erlendur Einarsson hjá SÍS ýtti mörgum nýjungum úr vör þar á bæ, Jón Magnússon, lögmaður, er faðir bjórfrum- varpsins. ÞEKKT FOLK í HRÚTS- MERKINU J % Fiskur án reiðhjóls Þú munt aldrei hitta konu sem á jafn auðvelt með að lifa án karlmanns og kona í hrúts- merkinu. Hún er nefnilega sannfærð um að hún geti gert allt betur en karlmaður og henni finnst fljótlegast að ffamkvæma hlutina sjálf. Þetta fer auðvitað ekki vel með hið viðkvæma karlmannsstolt. Hrútsstúlkan vill vera í for- ystuhlutverki og vill alltaf hafa ffumkvæðið, einnig í ástarmál- um. Kona í þessu merki er lík- legust allra kvenna til að biðla til karlmanns, ekki síst ef hann er lengi að koma sér að því að biðja hennar. Scarlett O’Hara Scarlett í mynd og bók Margaretar Mitchell Á hverf- anda hveli er dæmigerð hrúts- kona. Hún dáleiddi alla karl- menn sem litu hana augum en sjálf þráði hún eina manninn sem henni stóð ekki til boða. Scarlett og aðrar hrútsstúlkur búa yfir sterkum persónuleika og þeim veitist leikur einn að hafa almenningsálitið á móti sér, mæta ógnandi óvini eða jafhvel skjóta mann í hjarta- stað af yfirvegaðri nákvæmni ef hann ógnar öryggi ástvina þeirra. Scarlett hefúr allan styrkleika hrútsins og kraft hans til að hefja baráttuna á ný eftir skakkaföll. Hún getur ver- ið kvenleg ffam í fingurgóma, blakað augnhárunum og kreist tár fram í augnkrókana en það er henni jafnauðvelt að taka að sér hlutverk karlmannsins, séu engir karlmenn til staðar. Gaumgæfa Hrútskonan gengur í sínum eigin takti og er off treg til að gerast lærisveirm áður en hún verður foringi. Hún kærir sig Vigdís Finnbogadóttir Ámi Gunnarsson Geir H. Haarde Ilalldór Laxness Jón Sigurðsson Jónína Benediktsdóttir Júlíus Sólnes Málmfríður Sigurðardóttir Þórhildur Þorleifsdóttir Baldvin Halldórsson Bjarni Benediktsson Björgvin Halldórsson Egill Skúli Ingibergsson Elisabet Jökulsdóttir Jón Múli Ámason Illugi Jökulsson Indriði G. Þorsteinsson Megas (Magnús Þór Jónsson) Sigurður A. Magnússon Skúli Helgason (Rás 2) Stefán Hörður Grímsson Eric Clapton Julian Lennon Eddie Murphy Richard von Weizácker Warren Beatty Jean Paul Belmondo Marlon Brando Charles Chaplin Julie Christie Doris Day Hugh Hefner 30 VIKAN 6. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.