Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 33
STJORMUMERKIN
sjaldnast um að læra að næra
fólk í staðlaðri kvenlegri merk-
ingu þess orðs; hún feliir sig
ekki við að vera heima og baka
kökur, sjá um heimilisstörfin
og vera manni sínum hljóðlát-
ur stuðningur. Smáatriði eru
ekki hennar deild og það er
hlédrægni stuðpúðans ekki
heldur.
Sú mikla hætta fylgir óþolin-
mæði hennar að hugsanlega
fleyti hún sér of hratt í gegn-
um lífið, einkum á yngri árum.
Hún hefúr tiihneigingu til að
vera á yfirborðinu og kafa
aldrei neitt. Á stundum getur
orðið nauðsynlegt fyrir hrúts-
konuna að gaumgæfa tilfinn-
ingar sínar og upplifa eina
reynslu til fulls.
Karl-kvenleg
Hrútskonunni finnst oft
innra með sér að hún sé eitt-
hvað öðruvísi en aðrar konur.
Stundum virkar þetta vel á
hana og hún notar sér það til
ffamdráttar. Oftar upplifir hún
þetta þó sem nokkurs konar
tilfinningalega útlegð. Hún er
fædd í kvenlíkama en hefúr oft
það sem við köllum karlvit-
und.
Hrútskonan er fædd til erf-
iðs hlutskiptis. Ef hún vill get-
ur það verið henni ögrun til
að skapa tuttugustu aldar fyrir-
mynd að karl-kvenlegri
hegðun. Allir standa frammi
fyrir því verki að verða heil-
steyptari. Hrútskonan stendur
auk þess frammi fyrir því að
læra að verða „kvenlegri".
Annað tækifæri
Hrútskonan leitar kannski
að besta, fljótasta og frábær-
asta ástarsambandi og kynlífi
sem fyrirfinnst en hún stansar
sjaldnast nógu lengi til að gefa
fólki annað tækifæri. Hún er
fljót að skoða og fljót að dæma
William Hurt
Nikita Krushchev
Diana Ross
Omarr Shariff
Max von Sydow
Peter Ustinov
Vincent Van Gogh
Tennessee Williams
en getur líka gert aivarleg
mistök. Þótt hún sé tryggiynd
þegar hún ioks bindur sig þá
getur hún líka elt uppi ævin-
týralegri leiðir ef orkuflæðið til
hennar er ekki á við Niagara-
fossana.
Hræsnislaus
Hrútskonan er næm, heiðar-
leg og hefur óbeit á uppgerð.
Hún kemur beint að efúinu og
ræðir hreint út við menn um
hræsnisfúll viðhorf, kynjahlut-
verk sem skapa misrétti og
venjur sem leiða til leiðinda
og deyfðar í sambandinu. En
ástin færir hrútsstúlkunni ekki
hamingju fyrr en hún hefur
sigrast á hinu eilífa vandamáli
hrútsins, þeirri miklu þörf sem
hún hefur fyrir að stjórna elsk-
huganum, sem stangast á við
hina leyndu ósk um að láta
hann stjórna sér. Þar sem hún
er hreint ótrúleg hugsjóna-
manneskja leitar hún oft
árangurslaust að hinum hug-
aða riddara á hvíta hestinum,
sem mun hrífa hana með því
að sigra heiminn og færa henni
hann á silfurfati, án þess svo
mikið sem mæðast. Vegna þess
að slíkir öðlingar eiga einungis
heima í ævintýrunum er hrúts-
stúlkan oft ein á báti án nokk-
urs leiðarljóss. Hún notar
heldur aldrei kvenleg hrekkja-
brögð eða barnalega leiki, ást
hennar er jafú hrein og bein
og taismáti hennar og athafnir.
Er forsetinn tilfinningaríkur og skapstór?
Kannast við þessa
þætti í fari mínu
- svarar Vigdís Finnbogadóttir í viðtali við Vikuna
VIKAN fór þess á leit við Vigdísi Finnbogadóttur forseta, að hún tjáði sig
lítillega um þá lýsingu sem Gunnlaugur stjörnufræðingur segir stjörnurnar
gefa á henni. Varð forsetinn, sem óhætt er að kalla afmælisbarn mánaðar-
ins, góðfúslega við þeirri ósk.
— Stjörnurnar segja þig vera
næma, heiðarlega og hafa
óbeit á uppgerð. Hvað hefúr
þú um þau ummæli að segja?
Allar skynsamar og hugsandi
manneskjur, sama í hvaða
merki þær eru, hljóta að vilja
vera næmar og heiðarlega og
koma ffam án uppgerðar.
— Ert þú ótrúleg hugsjóna-
manneskja?
Já, ég er hugsjónamann-
eskja, en vil ekki gefa sjálffi
mér þá stóru einkunn að vera
ótrúleg hugsjónamanneskja.
— En tilfinningarík og
skapstór?
Ég kannast við þessa þætti í
fari mínu.
— Sögupersónan Scarlett
O’Hara er sögð dæmigerð
hrútskona. Sérðu eitthvað líkt
með Scarlett og sjálfri þér?
Það hefúr aldrei hvarflað að
mér að bera mig saman við
sögupersónu.
— Er rétt ályktað að þú takir
viðfangsefúi með áhlaupi?
Því verð ég að svara játandi.
— Hefúrðu áhuga á stjörnu-
speki?
Hefði ég mikinn áhuga á
stjörnuspeki væri ég líklega
búin að hafa upp á nákvæmum
fæðingartíma mínum svo hægt
væri að leggja fyrir mig ná- Hér svarar Vigdís Finnbogadóttur spumingum Vikunnar um
kvæmt stjörnukort. þaer lýsingar sem stjömukort hennar gefur á henni.
6.TBL 1990 VIKAN 31