Vikan


Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 54

Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 54
Herramaðurinn þarf ekki lengur að fylgja einhverjum tfskustaðli. Nú getur hann klætt sig eins og honum sýnist og hann telur sér best fara. í þröngt eða vítt eftir því hvað hann kýs. Auðvitað er tsland með á alþjóðlegri herrafatasýningu þótt íslenskir fata- framleiðendur komi þar hvergi nærri. Þessi peysa var framleidd í Bretlandi. von á byltingu á næstu misserum, ef marka má alþjóðlega tískusýningu á herrafatnaði sem haldin var í Köln á dögunum. Það var satt að segja með blendnum huga sem tíðindamenn Vikunnar voguðu sér inn á þessa umræddu sýningu, vopnað- ir myndavélum og skriffærum. Einhvern veginn höfðu þeir það á tilfmningunni að þessi myndi verða allt öðruvísi en hinar fjölmörgu húsgagna-, híbýla-, bíla- og fata- sýningar sem þeir hafa heimsótt ffam til þessa. Og það stóð heima. Um leið og komið var í anddyri sýning- arhallarinnar bar mikið á fólki á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum, sem var á þönum út eða inn. Eitt átti allt þetta fólk sameiginlegt; það var áberandi ný- tískulega klætt. Ilmvatnsstrókurinn stóð aftur af konunum og karlarnir voru undan- tekningarlaust með blásið hár og velflestir með svokallað þriggja daga skegg. Allir voru sem klipptir beint út úr tískublöðum og gengu um með mjaðmasveiflum og talsverðum tilburðum enda sjálfsagt þjálf- aðir í tískuskólum hér og hvar í veröld- inni. Það verður að viðurkennast að undirrit- uð drógu sig heldur í hlé þegar þau sáu hvernig vindar blésu enda þótt sunnu- dagafötin hefðu verið dregin fram fyrir túrinn. Svo var bara að láta sig vaða inn á svæðið. Ótrúleg litadýrð Það sem vakti mesta athygli, þegar inn var komið, var sú ótrúlega litadýrð sem tískuhönnuðir boða í karlmannafatnaði næsta haust og vetur. Mikið bar á bindum, slaufúm, hálsklútum og mittislindum í öll- um regnbogans litum og rúmlega það. Áberandi voru ýmiss konar bláir tónar, svo og rauðir, sem blandað var saman á mis- munandi vegu. Svo mátti einnig sjá háls- klúta og bindi í sterkum grænum, gulum og/eða rauðum litum. Skyrturnar eru kapítuli út af fýrir sig af sömu sökum. Auk hinna hefðbundnu bar mikið á marglitum silkiskyrtum eða blöndu úr bómull og viskosi, svokölluðum hawaiiskyrtum sem hafa mikið verið að ryðja sér til rúms að undanförnu. Kragarn- ir geta verið hvort heldur sem er kínversk- ir eða venjulegir. Af þessari sýningu að dæma eiga þær eftir að festa sig í sessi næsta haust og veturinn 1991. Hvað herrabuxur varðar er varla hægt að tala um tísku í sambandi við þær því allt verður leyfilegt. Þeir sem kjósa uppbrot geta haft slík því það er í tísku. Þeim sem finnst uppbrot ljót geta fengið sér buxur án uppbrota því þær eru líka í tísku. Vídd- in skiptir heldur ekjd öllu máli en þó eru buxurnar það víðar að ofan að þær eru yfirleitt felldar undir streng. Vestin föst í sessi Vestin víkja ekki næsta vetur ffemur en endranær. En það gegnir sama máli um þau og bindin og skyrturnar; þau eru afar litskrúðug og í sterkum litum. Að sjálf- sögðu verða hin sígildu jakkafatavesti áfram til staðar. Jakkarnir verða ýmist ein- eða tví- hnepptir. Áberandi voru jarðarlitirnir, grænn, brúnn og jafnvel út í gult, en yflr- leitt voru stöku jakkarnir í afar mildum og mjög fallegum litum. Eins mátti sjá rauða jakka, með appelsínugulum tón. Líklega virðist þetta ekkert sérstaklega spennandi á prenti en staðreyndin er sú að þessir jakkar voru býsna fallegir. Kraginn var oft úr öðru efni en jakkinn sjálfúr, til dæmis úr leðri eða rúskinni. Nóg var af herrapeysum á sýningunni og voru þær afar mismunandi. Sem dæmi má nefna breska, gamalgróna fyrirtækið Wolsey sem sýndi sígildar, hnepptar vest- ispeysur eða einlitar peysur með V-háls- máli. Frá öðrum fyrirtækjum mátti sjá skrautlegar peysur með ásaumuðum myndum, þar sem á voru saumuð nöfn ýmissa landa, borga í Bandaríkjunum o.s.ffv. Þegar að var gáð stóð auðvitað skýrum stöfúm „ÍSLAND" á einni peys- unni. Þetta voru annars hinar þekkilegustu flíkur, framleiddar í Bretlandi ef marka mátti miðana innan í þeim. Þetta var annars í stórum dráttum það sem bar fyrir augu á fatasýningunni í Köln. Samkvæmt því er hagur herramannsins sí- fellt að vænkast. Hann þarf ekki lengur að fylgja einhverjum tískustaðli. Nú getur hann klætt sig eins og honum sýnist og hann telur sér best fara, í þröngt eða vítt eftir því hvað hann kýs. □ HJALLAHRAUNI 13 HAFNARFIRÐI SÍMI 53955 52 VIKAN 6.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.