Vikan


Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 38

Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 38
_____KVIKMYND UM VON BULOW MÁLIÐ:_ Sekur eðasaklaus? SÆMUNDUR GUÐVINSSON TÓK SAMAN Martha „Sunny“ von Bulow hefur legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í New York í níu ár. Eiginmaður hennar, Claus von Bulow, var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir tilraun til að myrða konu sína en málið var tekið upp aftur og hann sýknaður. Málið vakti feikna athygli á sínum tíma enda um þekkta og ríka fjölskyldu að ræða og fjölmiðlar í Bandaríkjunum fylgdust vel með réttarhöldunum. Nú hef- ur verið ákveðið að gera kvikmynd um þetta sérstæða mál. í aðalhlutverkum eru heimsþekktir leikarar. Glenn Close leikur Sunny og Jeromy Irons er í hlutverki Claus von Bulow. Biilow fæddist í Kaupmanna- höíh árið 1926, sonur Svend Borberg og konu hans, Jonna Biilow. Foreldrar hans skildu þegar hann var fjögurra ára. Þegar Þjóðverjar hernámu Dan- mörk fór Claus til Englands þar sem móðir hans bjó og lærði lög og sögu við háskólann í Cam- bridge. Eftir stríðið var faðir hans dæmdur í fangelsi íyrir samvinnu við nasista og tók Claus þá upp eftirnafh móður sinnar og bætti „von“ við síðar meir til að aðla sjálfan sig. Hann fór í framhaldsnám við Sor- bonne-háskólann í París, vann síðan í banka í London um skeið en seinna fór hann að starfa fyrir auðugasta mann heims, olíu- milljarðakónginn Paul J. Getty, og varð hans hægri hönd. Claus var þekktur glaumgosi og kvennabósi og vinir hans spáðu því að hann léti aldrei flækja sig í hjónaband. Það breyttist hins vegar þegar hann kynntist Sunny von Auersperg. Hún er bandarísk og Craw- ford faðir hennar hafði orðið stórauðugur á olíuviðskiptum. Hún giftist Alfle von Auersperg, austurrískum prinsi, sem átti ekki bót fyrir boruna á sér en hafði ofan í sig og á með því að kenna tennis. Þau settust að í Miinchen og eignuðust dreng og stúlku, Alexander og Annie- Laurie. En prinsinn svallaði meira en góðu hófi gegndi og Sunny byrjaði að drekka. Þau skildu svo árið 1965 og hún flutti til New York með börnin. Claus hafði hitt hana nokkrum árum áður í London og nú endurnýjuðu þau kynnin svo rækilega að þau gengu í hjóna- band árið 1966. Þau hreiðruðu um sig í tutt- ugu herbergja íbúð sem Sunny átti við Fifth Avenue og sneri að Central Park. Auk þess keypti hún „sumarbústað", Clarenden Court, í Newport sem er fyrir utan New York. Claus hætti að vinna fyrir Getty, Sunny stofh- aði digran sjóð og runnu vextir af honum í vasa Claus. Allt virt- ist í lukkunnar velstandi og þau eignuðust dóttur sem var skírð Cosima. Eftir fæðingu hennar missti Sunny allan áhuga á kyn- lífi og Claus sagði að hún léti af- skiptalaust þótt hann leitaði til annarra kvenna, svo lengi sem það væri í laumi. Sunny drakk gjarnan of mikið og dró sig '£ meira út úr samkvæmislífinu. Claus kynntist leikkonunni Al- exandra Isles og byrjaði að íhuga skilnað. Dregur til tíðinda Á jólum árið 1979 var öll fjöl- skyldan samankomin á Clarend- en Court. Við kvöldverðinn á annan dag jóla veiktist Sunny skyndilega og Alexander sonur hennar hjálpaði henni í rúmið. Hún hafði verið kvefuð að undanförnu og drukkið stíft. Þegar þerna hennar, María, bað Claus að hringja í lækni færðist hann undan og sagðist ekki vilja Iáta óviðkomandi sjá Sunny í þessu ástandi. En þegar Sunny var enn sofandi að kvöldi næsta dags hringdi Claus til læknis sem kom samstundis. Andar- dráttur hennar var þá mjög veikur og sykurmagn í blóðinu mjög lítið. Hún var flutt á sjúkra- hús og þar kom í Ijós að ekkert alkóhól var í blóðinu en hið lága sykurhlutfall benti til að hún hefði fengið stóran skammt af insúlíni. Nokkrum dögum seinna var Sunny orðin stálsleg- in og kom aftur heim. En nú höfðu vaknað grunsemdir hjá Maríu og hún sagði Alexander að svo virtist sem Claus hefði verið tregur að kalla til lækni- Auk þess hefði hún fundið litla svarta tösku í klæðaskáp Claus og þar í mikið af valíum. Alex- ander ræddi málið við systur sína og hún síðan við ömmu sína, móður Sunny. En ekkert var gert frekar í málinu. í nóvember árið 1980 rakst þern- an aftur á svörtu töskuna og fann þá ekki bara valíum heldur líka sprautu og glas sem var merkt insúlín. Fjölskyldan ætlaði að vera í New York um jólin en helgina áður í Newport. Þernan María ætlaði með þangað en Claus sagði henni að vera í New York og hvíla sig. María sá að hann tók svörtu töskuna með sér. Að kvöldi 21. desember endurtók sagan frá árinu áður sig. Sunny varð skyndilega mjög þreytt og utan við sig en neitaði því að hún hefði drukkið eða tekið lyf- Alexander hjálpaði henni 1 rúmið. Þegar ekkert hafði heyrst 36 VIKAN 6. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.