Vikan


Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 16

Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 16
„Ég byrjaði að vinna 16 ára í skólafríum hjá útflutningsfyrirtækinu Triton í Reykjavík. Ég vann þar að fiskútflutningi í nokkur ár,“ segir Rannveig. „Ég þekkti því flsk á pappírunum áður en ég fór til Frakklands." Eins og ég sagði áðan er erfitt að bera þessa markaði saman því að þeir eru svo ólíkir. Ég þekki ekkert inn á markaðinn með frystan fisk og ég vil ekkert ræða það sem ég þekki ekki nógu vel. En það hefur alltaf verið deilt um þennan gámafisk. Sagt er að það eigi að vinna þennan fisk á ts- landi og auðvitað eru rök fyrir því. En við íslendingar veiðum mikinn fisk og ég efa að við getum unnið hann allan sjálf. Ég held að það verði líka að líta þannig á mál- in að við þurfum að fá eins hátt verð og mögulegt er fyrir allan þennan fisk. Við 16 VIKAN 6. TBL. 1990 verðum að nýta alla þá markaði sem við fáum og selja þar sem verðið er hæst. Það verður hreinlega að meta hvort borgar sig betur að flaka fiskinn og frysta eða flytja hann út ferskan. Ekki borgar sig að búa til eitt fjallið í viðbót. Við megum auðvitað ekki heldur flytja það mikið út að við fell- um markaðinn erlendis. Við reynum í sam- vinnu við útflytjendur að gæta þess að fá ekki of mikið af einni tegund í hverri viku til að reyna að halda verðinu sem hæstu. — Er kannski lítill verðmunur á ferskum fiski og frystum? Það er mjög misjafnt. Það koma góðar söluvikur og það koma slæmar. Þegar sölu- vikurnar eru góðar held ég að seljendur fái mun betra verð fyrir ferskan fisk en ffystan. — Nú ert þú í tengslum við neytendur og þekkir inn á markaðinn. Kaupir fólk frystan fisk ef það fær ekki ferskan eða eru þetta tveir neytendahópar? Ég held að það sé erfitt að gera sér grein fyrir þessu. Það er svo margt sem hefur áhrif. Undanfarið hefur til dæmis verið leiðindaveður í Frakklandi og það hefur verið erfitt að fá nægan ferskan fisk undan- farnar vikur en ég get ekkert sagt um hvort fólk fer og kaupir frystan fisk í staðinn. — Hverju spáir þú um framtíðina í fisk- viðskiptum? Nú eru samgöngurnar að verða betri og betri í lofti og á sjó. Eiga kannski viðskipti með ferskan fisk eftir að aukast? Já, það held ég. Það fer þó vafalaust mjög mikið eftir kvótanum. Það fer eftir framboðinu á fiski því að ég hef fundið fyr- ir því að þeir sem flytja út hugsa fyrst um framleiðsluna í frystihúsunum hér heima. Þeir hugsa um að þeir hafi nægan fisk í vinnslu og að þeirra fólk hafi næga vinnu. Síðan er sent út það sem umfram er. Þann- ig er það í flestum tilfellum. — En hvað um neytendurna? Er vaxandi eftirspurn eftir ferskum fiski? Já, ég held ég geti fullyrt að markaður sé að aukast. — Er fiskveiðiflotinn í Boulogne stór? Já, það eru mörg skip en hins vegar er mikið um smábáta sem sækja stutt. — Ferðastu mikið í sambandi við starfið? Já, nokkuð mikið. Á þessu rúma ári, sem ég hef starfað þarna, er ég búin að koma þrisvar hingað til íslands og hef þá ferðast nokkuð innanlands. Tvisvar hef ég farið til Norður-Englands og einnig til suðurhlut- ans. — Við hvað vannstu áður en þú fórst til Frakklands? Ég byrjaði að vinna 16 ára í skólafríum hjá útflutningsfyrirtækinu Triton í Reykja- vík. Ég vann þar við fiskútflutning í nokkur ár. Ég þekkti því fisk á pappírnum áður en ég fór til Frakklands, þó ég þekki hann ekki svo mikið að öðru leyti. — Hver var aðdragandinn að því að þú fluttir þig um set og fórst til Frakklands til að vinna? Það var útþrá. Ég var í þrjá vetur í námi í franska hlutanum í Sviss. Þar Iærði ég ffönsku og auk þess tala ég ensku og bjarga mér á þýsku. Ég sá þetta starf aug- lýst í Morgunblaðinu, sótti um og fékk það. — Það hefur kannski vegið þungt að þú ert frá fiskveiðiþjóð og með reynslu í fisk- viðskiptum og svo hefur tungumálakunn- áttan þótt æskileg. Já, ég hugsa það. — Segðu mér nánar frá náminu í Sviss. Ég fór í háskóla til að læra ffönsku og var í eitt ár líka í ensku og málvísindum. En það var alltof mikið. Ég komst ekki yfir það allt svo að ég hélt mig við frönskuna og endaði með kennararéttindi í henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.