Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 18
Guðmundur Sigurhansson er hér að ljúka
við að leggja á borðið og þá er allt til reiðu
til að taka á móti gestum í Setrinu á
Holiday Inn.
Setrið á Holiday Inn:
Sérstaklega
fyrir sælkera
TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
Hver verður árangurinn þegar ís-
lenskir matreiðslumeistarar, sem
lagt hafa leið sína til Frakklands og
Kaiifomíu til að kynna sér nýjustu straum-
ana í matargerð þessara staða, fara síðan að
vinna saman á veitingastað í Reykjavík?
Svarið við spumingunni er: fjölbreyttur og
óvenjulegur matseðill — en matreiðslu-
meistaramir, sem hér um ræðir, em þeir
Jóhann Jacobsson og Ásgeir H. Erlingsson
og veitingastaðurinn, sem þeir starfa á, er á
Hótel Holiday fnn.
Reyndar er starfsandinn á hótelinu sér-
staklega góður og allir leggjast þar á eitt um
að gestimir — matargestir jafht og hótelgest-
ir — fai bestu fáanlega þjónustu þannig að
dvölin verði þeim ánægjuleg og síðast en
ekki síst að maturinn, sem þeir snæða,
bragðist þeim vel.
Betri matsalur hótelsins kallast Setrið. Þar
er hátt til lofts og fallega innréttað en ríkj-
andi litur er fínlegur, fölblár tónn. Eins og
fyrr segir er matseðillinn, sem boðið er upp
á, bæði nýstárlegur og fjölbreyttur og sem
dæmi má nefha Smökkunarmatseðilinn þar
sem gestum gefst kostur á að smakka
nokkra af sérréttum hússins.
iJ; 1
Það er Iétt yflr þeim Ásgeiri Erlingssyni ogjóhannijacobssyni. Samt leynir sér ekki að
þeir eru stoltir af ábætisréttavagninum sínum. Á honum eru 17 ábætisréttir og hægt að
smakka á þeim öllum - ef maginn leyfir.
18 VIKAN 6. TBL.1990