Vikan


Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 48

Vikan - 22.03.1990, Blaðsíða 48
Ringó og Barbara mæta á útihátíðina í Atlavík ásamtjónasi R. Jónssyni. Til hægri sést Egill Eðvarðsson myndlistarmaður. Ringó Starr hræddur í ffjölmenni og þótti memmumatur bestur JÓNAS R. JÓNSSON SEGIR FRÁ KYNNUM SÍNUM AF BfTUNUM TEXTI: ÞORGEIR ÁSTVALDSSON Stuðmenn hafa löngum þótt uppflnningasamir og glúrnir við að koma sér á framfæri með broslegum uppátækjum. Ef það er ekki músíkin og sviðsframkoman þá er það eitthvað annað sem tengist útgerð þeirra. Árið 1984 voru þeir höíúðpaurar skemmtikrafta í Atlavík um verslunarmannahelgina og fengu ekki ófrægari mann til liðs við sig en Ringó bítla- trymbil Starr. Jakob Magnús- son notaði sambönd sín í Bretlandi til að fá Ringó hing- að til lands ásamt konu sinni og héldu menn í fyrstu að hér væru brögð í tafli, eitthvert Stuðmannatrix, sem væri fynd- ið og til þess ætlað að auglýsa umrædda hátíð í Atlavík. En bítillinn kom, sá og sigraði — mætti á sviðið á dæmigerðri ís- lenskri útihátíð um verslun- armannahelgi. Jónas R. Jóns- son var fenginn til að liðsinna Ringó hér á landi og vera farar- stjóri. Hann minnist þeirra kynna með bros á vör. Ringó allt að því hræddur I Atlavík „Þótt Ringó hafl alltaf verið grallarinn í Bítlunum, sá sem ekki leit tilveruna alvarlegum augum og væri trúðurinn í augum alheimsins birtist hann mér sem rólyndismaður og ljúflingur. í honum voru í raun tveir menn, má segja: Ringó í fjölmenni og Ringó í fárra manna hópi. Hann var skelkað- ur, allt að því hræddur, þegar hann nálgaðist skarann í Atla- vík. Morðið á Lennon félaga hans hafði haft mikil áhrif á hann eins og svo margar aðrar stórstjörnur í poppinu og hann var mjög á varðbergi. Hann var feginn þeim friði sem hann fékk fyrir pressunni og fólki almennt og hafði oft orð á því að geta til dæmis gengið óáreittur um í náttúr- unni þarna fyrir austan. Þegar við fylgdarmenn hans hér á landi vorum einir með þeim hjónum var allt annað uppi á teningnum. Þá var rætt um allt milli himins og jarðar og hann talaði um Bítladagana þótt við hefðum einsett okkur að þreyta hann ekki á spurning- um um þá tíma. * Lítill heimsmaður í mat og drykk Það er margt umhugsunar- vert sem situr eftir í huganum, eins og það hvernig frægðin fór með hann sálarlega. Hann átti tímabil þunglyndis og sá ekkert nema svartnætti á með- an glansmyndin út á við var alltaf bros og blíða. Hann tal- aði um þau augnablik þegar hann fann fyrir algjöru til- gangsleysi með þessu öllu saman - augnablik þegar hann leit í augu félaga síns, George Harrison, á hljómleikum í Sea Stadium fyrir framan tugi þús- unda áhorfenda og gítarinn hans hafði ekki verið í sam- bandi í langan tíma en hann heyrði ekki neitt fyrir ærandi hávaða — ef svo má segja. Þá sótti tilgangsleysið á hann og skal engan undra. Þótt Ringó sé víðförull mað- ur og frægari en margur frægur reyndist hann okkur hinn mesti mömmudrengur þegar matur var annars vegar. Soð- inn fiskur og kartöflur var það sem hann helst vildi láta ofan í sig. Við útveguðum glænýjan humar en hann kærði sig ekk- ert um hann - hann vildi ekk- ert „sem skríður". Kjötið varð að vera vel steikt í gegn og hann hafði enga ánægju af góð- um og fínum vínum með matnum. Hann var lítill heims- maður í mat og drykk eins og sagt er og vildi fá fæðuna rétt eins og heima hjá mömmu í Liverpool forðum daga. Hann er einn þeirra sem drekka kon- íak blandað með appelsíni ef því er að skipta. Þegar austur- lensk áhrif sóttu á í poppinu í lok sjöunda áratugarins og Bítlarnir héldu á vit indverskr- ar heimspeki með tilheyrandi hugleiðslu og frægt varð hafði Ringó gjarnan með sér box með enskum kexkökum til að þurfa ekki að éta þennan stór- skrítna austurlenska mat sem enginn vissi hvað var í. Ringó var síðastur heim úr partíinu Annars var hann ákaflega ljúfúr í umgengni, gæti þess vegna hafa verið íslenskur rétt eins og vinir mínir og félagar. Við héldum honum svona dæmigert íslenskt partí áður en hann og Barbara kona hans fóru héðan. Það var etið og drukkið, spilað og sungið eins og lög gera ráð fýrir langt fram eftir nóttu og lét hann ekki sitt eftir liggja. Bítlalögin voru að sjálfsögðu á efnisskránni í alls konar dúrum og mollum. Hann fór meira að segja síðast- ur úr veislunni og þurfti konan hans að telja hann á að drífa sig í svefninn og draga hann frá píanóinu. Kannast ekki ein- hver við senu af því taginu?" segir Jónas og hlær við. „Við sömdum lag, man ég, allir í sameiningu, Ringó, Gunni Þórðar, Egill Eðvarðsson og fleiri, lag sem nú er gleymt og graflð. Ég held meira að segja að það hafl verið gleymt dag- inn eftir. Óraunverulegar og rangar hugmyndir Það er annars alltaf sama sagan þegar svonefndar stór- stjörnur eru annars vegar, ég tala nú ekki um frægðarfugla eins og Ringó. Maður gerir sér óraunverulegar og rangar hug- myndir um persónuna, metur hana úr fjarlægð beint og óbeint svo árum skiptir gegn- um fjölmiðla. Svo þegar maður hittir þetta fólk er það bara eins og ég og þú, á sin per- sónulegu vandamál, góðar stundir og daprar, líður vel og líður illa — allt þetta hversdags- lega. Ég var fljótur að gleyma því að ég hefði átt samleið með einum af Bítlunum og það segir kannski meira um persónu hans en nokkuð annað. Auðvitað var gaman að hitta hann, kynnast hinni hlið- inni á manni sem maður hafði þó þekkt svo árum skipti - af rækilegri afspurn." 46 VIKAN 6. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.