Vikan


Vikan - 22.03.1990, Page 54

Vikan - 22.03.1990, Page 54
Herramaðurinn þarf ekki lengur að fylgja einhverjum tfskustaðli. Nú getur hann klætt sig eins og honum sýnist og hann telur sér best fara. í þröngt eða vítt eftir því hvað hann kýs. Auðvitað er tsland með á alþjóðlegri herrafatasýningu þótt íslenskir fata- framleiðendur komi þar hvergi nærri. Þessi peysa var framleidd í Bretlandi. von á byltingu á næstu misserum, ef marka má alþjóðlega tískusýningu á herrafatnaði sem haldin var í Köln á dögunum. Það var satt að segja með blendnum huga sem tíðindamenn Vikunnar voguðu sér inn á þessa umræddu sýningu, vopnað- ir myndavélum og skriffærum. Einhvern veginn höfðu þeir það á tilfmningunni að þessi myndi verða allt öðruvísi en hinar fjölmörgu húsgagna-, híbýla-, bíla- og fata- sýningar sem þeir hafa heimsótt ffam til þessa. Og það stóð heima. Um leið og komið var í anddyri sýning- arhallarinnar bar mikið á fólki á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum, sem var á þönum út eða inn. Eitt átti allt þetta fólk sameiginlegt; það var áberandi ný- tískulega klætt. Ilmvatnsstrókurinn stóð aftur af konunum og karlarnir voru undan- tekningarlaust með blásið hár og velflestir með svokallað þriggja daga skegg. Allir voru sem klipptir beint út úr tískublöðum og gengu um með mjaðmasveiflum og talsverðum tilburðum enda sjálfsagt þjálf- aðir í tískuskólum hér og hvar í veröld- inni. Það verður að viðurkennast að undirrit- uð drógu sig heldur í hlé þegar þau sáu hvernig vindar blésu enda þótt sunnu- dagafötin hefðu verið dregin fram fyrir túrinn. Svo var bara að láta sig vaða inn á svæðið. Ótrúleg litadýrð Það sem vakti mesta athygli, þegar inn var komið, var sú ótrúlega litadýrð sem tískuhönnuðir boða í karlmannafatnaði næsta haust og vetur. Mikið bar á bindum, slaufúm, hálsklútum og mittislindum í öll- um regnbogans litum og rúmlega það. Áberandi voru ýmiss konar bláir tónar, svo og rauðir, sem blandað var saman á mis- munandi vegu. Svo mátti einnig sjá háls- klúta og bindi í sterkum grænum, gulum og/eða rauðum litum. Skyrturnar eru kapítuli út af fýrir sig af sömu sökum. Auk hinna hefðbundnu bar mikið á marglitum silkiskyrtum eða blöndu úr bómull og viskosi, svokölluðum hawaiiskyrtum sem hafa mikið verið að ryðja sér til rúms að undanförnu. Kragarn- ir geta verið hvort heldur sem er kínversk- ir eða venjulegir. Af þessari sýningu að dæma eiga þær eftir að festa sig í sessi næsta haust og veturinn 1991. Hvað herrabuxur varðar er varla hægt að tala um tísku í sambandi við þær því allt verður leyfilegt. Þeir sem kjósa uppbrot geta haft slík því það er í tísku. Þeim sem finnst uppbrot ljót geta fengið sér buxur án uppbrota því þær eru líka í tísku. Vídd- in skiptir heldur ekjd öllu máli en þó eru buxurnar það víðar að ofan að þær eru yfirleitt felldar undir streng. Vestin föst í sessi Vestin víkja ekki næsta vetur ffemur en endranær. En það gegnir sama máli um þau og bindin og skyrturnar; þau eru afar litskrúðug og í sterkum litum. Að sjálf- sögðu verða hin sígildu jakkafatavesti áfram til staðar. Jakkarnir verða ýmist ein- eða tví- hnepptir. Áberandi voru jarðarlitirnir, grænn, brúnn og jafnvel út í gult, en yflr- leitt voru stöku jakkarnir í afar mildum og mjög fallegum litum. Eins mátti sjá rauða jakka, með appelsínugulum tón. Líklega virðist þetta ekkert sérstaklega spennandi á prenti en staðreyndin er sú að þessir jakkar voru býsna fallegir. Kraginn var oft úr öðru efni en jakkinn sjálfúr, til dæmis úr leðri eða rúskinni. Nóg var af herrapeysum á sýningunni og voru þær afar mismunandi. Sem dæmi má nefna breska, gamalgróna fyrirtækið Wolsey sem sýndi sígildar, hnepptar vest- ispeysur eða einlitar peysur með V-háls- máli. Frá öðrum fyrirtækjum mátti sjá skrautlegar peysur með ásaumuðum myndum, þar sem á voru saumuð nöfn ýmissa landa, borga í Bandaríkjunum o.s.ffv. Þegar að var gáð stóð auðvitað skýrum stöfúm „ÍSLAND" á einni peys- unni. Þetta voru annars hinar þekkilegustu flíkur, framleiddar í Bretlandi ef marka mátti miðana innan í þeim. Þetta var annars í stórum dráttum það sem bar fyrir augu á fatasýningunni í Köln. Samkvæmt því er hagur herramannsins sí- fellt að vænkast. Hann þarf ekki lengur að fylgja einhverjum tískustaðli. Nú getur hann klætt sig eins og honum sýnist og hann telur sér best fara, í þröngt eða vítt eftir því hvað hann kýs. □ HJALLAHRAUNI 13 HAFNARFIRÐI SÍMI 53955 52 VIKAN 6.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.