Vikan


Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 16

Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 16
TEXTI: ÞORGEIR ASTVALDSSON 'ÞURFUM BÆÐIÁ TRAUSTUM HEIMILDUM AD HALDA í FAGINU HÚN í FORNLEIFAFMÐI - HANN í FJÖLMIÐLAFRÆÐI Margt smátt og stórt býr aö baki þeirri ákvörðun aö halda utan til náms. Röð tilviljana, leitin að sjálfum sér, áhuga- mál, efnahagur, samfylgd meö lífsförunaut og aðstæöur hverju sinni leiða menn inn á brautina sem síðar verður að lífsstarfi. Þeir eru gæfusamir sem finna sig á réttri hillu í líf- inu og það er betra að bíða og leita að farvegi sínum jafnvel í nokkur ár heldur en ana út í eitthvað af hálfum hug í kapphlaupi við tímann. Þór Jónsson, einn af nýlið- unum á fréttastofu Stöövar 2, hugði á nám í leiklist fyrir nokkrum árum en fann sig svo í fjölmiðlun eftir aö hafa unnið á Tímanum í þrjú ár með við- komu á Mannlífi og Moggan- um. Hann er nú á beinu braut- inni í fjölmiðlanámi við Blaða- mannaháskólann ( Stokk- hólmi, á þar eftir fjórðu og síð- ustu önn. Kona hans, Ragn- heiður Traustadóttir, stundar nám í fornleifafræði við Há- skólann I Stokkhólmi og hefur samhliða því unnið við forn- leifarannsóknir hér á landi. Vinnan og námið fer saman þótt löndin séu tvö og fjar- lægðin því töluverð milli vinnu- staða. MUNUR Á NÁMI í FJÖLMIÐLUN OG FJÖLMIÐLAFRÆÐI „Já, þau eru óskyld á pappírn- um þessi tvö fög, fjölmiðlun og fornleifafræði, en hið síðar- nefnda er forvitnilegt fag sem oft leggur margt til sem frétt- næmt er og í frásögur færandi. Við þurfum bæði að grúska og grafast fyrir um sitthvað sem viðkemur viðfangsefninu og við þurfum bæði á traustum heimildum að halda ætlum við okkureinhvern árangur," segir Þór og glottir enda viðbúinn sþurningunni og hefur senni- lega svarað henni áður. „Það var ekki fyrr en eftir þriggja ára reynslu hér heima að ég ákvað að fara í nám ( fjölmiðlun. Ég hafði ekki áhuga á námi í Bandaríkjunum, það er námi í fjölmiðlafræðum úr þeirri áttinni eins og ég þekki þau best - ekki af þvi aö það sé eitthvað slæmt heldur vildi ég komast í hagnýtt nám í fjöl- miðlun. Fræðimennskan eða hjáfræðin á þessu sviði eru vissulega góðra gjalda verð og áhugaverð en það er munur á námi í fjölmiðlafræði annars vegar og hins vegar námi í fjölmiölun. Allt er þetta að sjálf- sögðu til í Bandaríkjunum en hugur minn stet.Ji í aðra átt eða til Svíþjóðar, í Blaða- mannaháskólann í Stokk- hólmi. Það var svo sem ekki auðhlaupið að þvi að komast þar að en ég hafði heppnina með mér og komst aö i ann- arri tilraun. Þetta er tveggja ára nám miðað við núverandi fyrirkomulag en til stendur að breyta því um næstu áramót. Þá verður skólinn samhæfður meira sænska háskólakerfinu og námið miðað við kandidats- próf, þriggja ára nám. Viðbótin felst í meiri teoríu eða fræði- mennsku og það þykir mér svona og svona en ég get nýtt mér það ef ég vil. Það sem réð miklu um að ég komst að var tvímælalaust reynsla í blaðamennsku hér heima og svo spillti ekki að móðir mín er sænsk þannig að tungumálið var mér ekki til trafala allt frá byrjun. Ég er annar íslendingurinn sem sæki þennan skóla og kann vistinni vel. Skólinn leggur mikla áherslu á tölvunotkun og fylgist vel með örri þróun á því sviði enda er aðgangur að al- þjóðlegum upplýsingabönkum „Það hendir enginn upp sýningu..." Frh. af bls. 14 Vetrinum i skólanum er skipt niður í annir og tekur hver önn einn mánuð. Við fór- um í fög eins og málun, teikn- ingu, vatnslitun, grafík, bóka- gerð og fleira - einn mánuð hvert fag. Við lærum eitt bók- legt fag öll árin og það er lista- saga. Þar er meðal annars fjallaö um sögu íslenskrar byggingagerðarlistar og helstu íslenska myndlistarmenn snemma á þessari öld. Mér fannst námið í nýlista- deild mjög skemmtilegt og þar lærir maður að standa á eigin fótum. Það er enginn sem seg- ir nemendum hvað þeir eigi að gera eða hvernig - þeir eiga að gera hlutlna sjálfir. Það er mitt mat að nemendur úr ný- listadeild útskrifist sjálfstæðari en nemendur úr öðrum deild- um því okkur er kennt að bjarga okkur. Það er líka kennt í nýlista- deild að myndllst getur verið svo margt. Þar er okkur bent á að nota hugmyndaflugið og að vera ekki þröngsýn. Við erum að námi loknu vel undir það búin að halda eigin sýningu því á hverju ári setjum viö, hvert um sig, upp sýningu í skólanum og þurfum sjálf að sjá alveg um að koma henni upp og á þvi lærir maður mikið. Það var alltaf nóg að gerast í skólanum. Haldnir voru fyrir- lestrar, við fengum gesta- kennara, venjulega starfandi myndlistarmenn, og margt fleira. Mér fannst ég líka læra mikið af öðrum. Við sátum oft saman og töluðum um mynd- list, glugguðum saman í þæk- ur og á því lærði ég rnikið." ....sárafáir myndlistarmenn sem lifa af list sinni,“ segir Þórunn, sem hefur aflað aukatekna sem sjónvarpsþula og hjúkrunarritari. // Það er mitf mat að nemendur úr nýlistadeild útskrifist sjálfstœðar en nemendur úr öðrum deildum því okkur er.. kennt að bjarga okkur. // „FÁIR SEM GETA LIFAÐ AF LIST SINNI“ „Eftir að ég útskrifaðist hef ég tekið þátt í sýningum og haldið 2 eina einkasýningu. Ég finn að S það kemur sér vel að hafa sett upp sýningu árlega I skólan- ° um. Það hendir enginn upp “ sýningu eins og ekkert sé. Þaö g er margt sem þarf að huga að, < til dæmis hvernig myndirnar í eru hengdar upp. Það skiptir m miklu máli. 3 Annars eru sárafáir mynd- listarmenn sem geta lifað af list sinni. Þeir þurfa yfirleitt að vinna við eitthvað annað meö og sinna svo hugðarefnum sínum utan þess. Ég vinn núna sem þula hjá Sjónvarp- inu, auk þess sem ég er ný- byrjuð að vinna sem hjúkrun- arritari á Landsþítalanum. Þar vinn ég fyrir hádegi en eftir hádegi get ég sinnt myndlist- inni. Ég er ánægð með þá gagnrýni sem ég fékk á síð- ustu sýningu mína því hún var jákvæð og ég fer bráðlega að vinna að næstu sýningu." □ 16 VIKAN 18. TBL.1990

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.