Vikan


Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 25

Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 25
um lifað í hér heima." - Eruð þið þá sem sagt að storka ríkjandi hefðum? „Kannski má segja að við séum f heilögu stríði gegn gömlu klisjunum sem eru í tónlist núna. Til dæmis eru trommarar með svo og svo margar trommur en kannski heyrir maður ekki nema í bassatrommu, snerlinum og „hi hattinum“.“ - Hvað um textana, eru nýir hlutir þar á ferð? „Við vorum nú að pæla að- eins í textunum um daginn og þá komumst við að því að þeir eru flestir á andlega sviðinu. Söngkonan semur þá og henni hefur tekist að beina þeim inn á svið frumstæðu hvatanna í mannskepnunni og það fellur mjög vel að tónlist- inni sem við erum að gera, sem er að okkar mati mjög upplífgandi. Við sjáum ekki neinn tilgang í því að vera niðurdregin dags daglega." - Líður ykkur þá mjög vel í þessari hljómsveit? „Já, við höfum ekki verið hamingjusamari í neinu öðru hjónabandi!" Eins og fram hefur komið urðu fyrstu lögin til á hljóðfæri sem eru kannski frekar óhefð- bundin samkvæmt vestrænum tónlistarhefðum. Þeir félagar sögðu að það hefði gengið mjög vel að færa lögin yfir á vestrænni hljóðfæri, svo sem rafmagnsgítar og bassa. „Það sem gerðist, þegar við fórum að spila lögin með gítar og bassa, var aö við komumst alveg út úr þeim hefðum sem við höfum hingað til þekkt. Og í rauninni erum við miklu frek- ar farin að pæla í tónlistinni sjálfri heldur en bara íþróttinni að spila. Tónar og taktar eru ( öndvegi núna og skipta raunar öllu máli. Það má segja að tón- listin stingi svolítið, alla vega stakk hún okkur. Og í haust, þegar við förum að spila í fé- lagsmiðstöðvunum og von- andi víðar, verður forvitnilegt að sjá hvernig viðbrögð áhorf- enda verða.“ - En má þá ekki búast við að þetta verði bölvað streð og barningur hjá ykkur? „Nei, við treystum á að þetta sé svo upplífgandi og skemmtilegt að þegar fólk er búið að heyra þetta einu sinni geti það ekki lifað án okkar. Og það er kannski okkar sterk- asti leikur að spila þetta í skammdeginu." - Þetta nafn, Orgill, er þetta bara bull eða hvað? „Þetta er nýtt orð á nýrri hljómsveit sem flytur nýja tónlist. Okkur finnst þetta vera mjúkt og sniðugt og skemmti- legt orð. Orð með 1001 merk- ingu og það er undir hverjum og einum komið hvernig hann túlkar það.“ Þeir félagar hafa ákveðnar skoðanir á þjóðfélagsmálum ekki síður en tónlist og þegar spjallið barst að margum- ræddu atviki með strætis- vagnabílstjóra einn í höfuð- borginni vildu þeir senda um- rædda unglinga upp í sveit og láta búa til (slendinga úr þeim. Kolli bassaleikari býr einmitt í Breiðholtinu (eins og undirrit- aður) og hann hafði mikla samúð með SVR-bílstjórum. Svo var spjallað um hingað- komu erlendra herskipa sem þeim fannst hið besta mál. „Við þekkjum tvær stelpur sem var boðið um borð i þetta umrædda herskip og þær sögðu að ítalirnir hefðu bara verið nálægt því að vera jafn- kurteisir og við!“ Að slepptu spjalli um ítali og strætisvagnabílstjóra vildu Hemmi og Kolli undirstrika að með haustinu yrði Orgill á feröinni með tónleika. Og ef marka má orð þeirra er hér eitthvað nýtt og spennandi á ferðinni. Til að komast að hinu sanna verður þú, lesandi góður, að kíkja á þessa hljóm- sveit þegar tækifæri gefst. □ Vandamál Orgils: Við fáum alltof margar hugmyndir." POUR HOMMES! JOOP!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.