Vikan


Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 45

Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 45
TEXTI: SÆMUNDUR GUÐVINSSON Gefið upp á krít Krítarkortaóöir íslend- ingar, sem vilja láta gott af sér leiða, bíða eflaust í ofvæni eftir að fá góð- gerðarkort til viðbótar Evró, Vísa og Samkortunum. í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur það færst mjög í vöxt að krítarkortafyrirtæki gefi út aukakort sem eru merkt hinum og þessum góðgerðarstofnun- um eða líknarfélögum. Hand- hafar kortanna geta ákveðið fyrirfram hversu háa upphæð þeir gefa til viðkomandi félags eða stofnunar í hvert sinn sem kortið er straujaö. Menn geta til dæmis ákveðið að gefa tí- kall við hverja straujun eða fimm hundruð kall, sem síðan færist af reikningi korthafa og á reikning viðkomandi góð- gerðartélags. Hér er um viðbótarkort að ræða þannig að hver og einn ræður því hve oft hann notar sitt venjulega kort eða velur kortið sem gefur til líknarmála. Hér gæti til dæmis Samkort gefiö út Landgræðslukort, Vísa verið með Krabbameins- kort og Evró verið með Hjálp- arstofnun kirkjunnar, svo við búum til dæmi. Þannig gætum við stöðugt verið að gefa - upp á krít. □ Fjölmargir íbúar Bama yfir 100 öra: Snáka- bruggið lengir lífið Allir vilja lifa sem lengst en enginn vill verða gamall og lasburða. Á markaði eru óteljandi aðferðir og töfralyf sem eiga að tryggja fólki langlífi og heilbrigði fram í rauðan dauðann. En hversu margir vilja vinna það til að drekka daglega tvö glös af víni þar sem hráefni er meðal ann- ars úr eðlum og eitursnákum, hundstittlingum og fjörutíu teg- undum jurta og grasa, jafnvel þó það verði til að lengja lífið um tugi ára? Þennan metal drekka íbúar í Bama, fjallaþorpi í Suður- Kína, rétt við landamæri Víet- nam. Og margir þorpsbúar eru vel yfir 100 ára. Til dæmis á kona ein þarna í Bama 130 ára afmæli á þessu ári og er enn hin brattasta. Að vísu er hún orðin svolítið óstyrk á fót- unum, en sinnir engu að síður eldamennsku og öðrum tilfall- andi verkefnum og segist allt eins búast við að verða 200 ára. Þetta langlífi í Bama var uppgötvað fyrir fáum árum. Enda er staðurinn mjög af- skekktur og er í 1300 mílna fjarlægð frá Peking. Þeir sem vilja fara þangað frá Peking þurfa fyrst að fljúga í þrjá tíma, þá tekur við níu klukkustunda lestarferð og loks að minnsta kosti sex tíma akstur á slæm- um vegum áður en komið ertil Bama. Meðal íbúa er Lan Boping sem er 111 ára en leik- ur við hvern sinn fingur. Hann reykir eins og strompur og hef- ur gert lengi, sérstaklega eftir að hann hætti störfum sem farandsölumaður fyrir hálfri öld. Og drekkur tvö glös á dag af víni héraðsbúa sem er framleitt með svo sérkennileg- um hætti. Sagt er að ekki dugi að fá sér slurk af víninu af og til vilji menn ná háum aldri, það þurfi að sturta í sig úr tveimur glösum á hverjum degi. Ekki eru allir jafntrúaðir á að langlífi Bamabúa sé þessu vfni að þakka. íbúarnir lifa ein- angruðu lífi og þangað fá út- lendingar ekki að koma nema með sérstöku leyfi. Bamabúar borða lítið af kjöti, loftið er tært og heilnæmt og streita er óþekkt fyrirbæri. Flestum finnst það öruggara að taka inn þennan hæfilega skammt af brugginu á hverjum degi. Nú eru framleiddar 300 þús- und flöskur á ári en uppi eru ráðagerðir um að tvöfalda framleiðsluna. □ VARANLEG HÁREYÐING VARANLEG HÁREYÐING Ein sú besta háreyðing sem völ er á. Árangur mjög góður, engin óþægindi, engar húðskemmdir. CLARINS ANDLITSBAÐ í Clarins andlitsbaði fær húð þín þá næringu, hreinsun og þau uppbyggjandi efni sem húð þín þarfnast. CLARINS LÍKAMSNUDD Cellulite nudd sem er vatnslosandi og styrkjandi. Nuddað upp úr Clarins olíum og Multi Modelank kreminu. AUK ÞESS... Snyrtistofan Ágústa býður einnig upp á fótaaðgerðir, húðhreinsun, handsnyrtingu, litun, vaxmeðferð, förðun og meðferð við háræðasliti. CLARINS P A R I S CHANEL Ágústa Kristjánsdóttir fótaaðgerða- og snyrtifræðingur Kristín Guðmundsdóttir fótaaðgerða- og snyrtifræðingur Snyrtistofan Ágústa er ný snyrtistofa sem býður upp á Clarins og Chanel þjónustu. Reyndar er hún eina snyrti- stofan á landinu sem býður upp á Chanel þjónustu. Við á Snyrtistofunni Ágústu einsetjum okkur að veita þér faglega og árangursríka þjónustu og bjóðum ykkur velkomin á góðan stað. KLAPPARSTlG 16 101 REYKJAVÍK S ( M I : 2 9 0 7 0 18.TBL 1990 VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.