Vikan


Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 49

Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 49
TEXTI: OMAR FRIÐLEIFSSON STjAtJNUMOLAR Kvikmyndin sem vann gullpálmann í Cann- es í sumar heitir Wild at Heart. Hún var frumsýnd 17. ágúst síðastliðinn og hefur fengið góða d óma enda er það David Lynch (Blue Velvet) sem skrifar handritið og leik- stýrir. Leikararnir eru ekki af verri endanum, Nicolas Cage (Birdy) og Laura Dern (Blue Velvet) og í aukahlutverkum eru Willem Defoe (Platoon) og hin fagra Isabella Rossellini (Blue Velvet). Wild at Heart er framleidd af fyrirtækinu Propa- ganda Films en það er í eigu Steve Golin og íslendingsins Sigurjóns Sighvatssonar. Myndin verður sýnd hér í byrj- un september. emphis Belle er kvikmynd sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum í haust. Hún LAUSN SIÐUSTU GÁTU Lausnarorð í síðustu krossgátu: HEIMSMARKAÐUR fjallar um áhöfn sprengju- flugvélarinnar Memphis Belle sem er af gerðinni B17. Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni og lýsir reynslu og hugrekki áhafn- arinnar. Leikarar eru Matt- hew Modine (Birdy), Eric Stolts (Mask), John Lithgow (Terms of Endearment), Billy Zane (Dead Calm). Framleiðandi er David Put- nam (Chariots of Fire) og leikstjórinn er Michael Caton en hann er aðeins 26 ára gamall og því yngsti starf- andi leikstjórinn I dag. Kvikmyndin Young Guns sló í gegn í kvikmyndahúsum á slðasta ári og núna er fram- haldið að gera enn betur. Young Guns II hefur halað inn 11,8 milljónir dollara á aðeins fjórum dögum í Bandaríkjunum. Það eru þeir Keefer Sutherland, Em- Atriði úr verðlaunakvikmyndinni Wild at Heart, sem tekin verður fljótlega til sýninga hér á landi. ilio Esteves og Lou Diamond Phillips sem leika aðalhlut- verkin sem fyrr. Lag úr þess- ari mynd er orðið geysivin- sælt í Bandaríkjunum þessa dagana. Lagið heitir Blase for Glory og er flutt af hinum þekkta söngvara Jon Bon Jovi en hann leikur litið hlut- verk í Young Guns II. Framleiðendum kvikmyndarinnar Young Guns þótti engin ástæða til annars en að gera aðra mynd með sömu söguhetjum og sömu leikurum þegar myndin hafði malað þeim gull. Síðari myndin er nú farin að hala inn stórar upphæðir. Skyldi sú þriðja vera í undirbúningi? Frh. af bls. 46 anda að ná honum úr höndum vísindamanna en það fer sem fyrr að vatn hellist á Gismo og þá verður allt vitlaust. Gagnrýnendur eru sammála um að Gremlins II sé betri mynd en sú fyrri. Hún þykir miklu fyndnari og tæknilega betur unnin. Það tók sextán vikur að kvikmynda brúðurnar sér og þrjá mánuði að kvik- mynda myndina í heild með bæði leikurum og brúðum. Hún var frumsýnd fimmtánda júní síðastliðinn, fékk góðar viðtökur hjá áhodendum og Atriði úr myndinni Gremlins tvö, sem þykir betri en fyrri myndin. Tekjur af myndinni eru komnar á þriðja milljarð króna. hefur gefið af sér 38 milljónir dollara sem samsvarar rúm- lega 2,2 milljörðum íslenskra króna. Þessi mynd verður sýnd I lok ágúst I Bíóborginni. Góða skemmtun. Leikarar: Zack Galligan (Gremlins), Phoebe Cates (Greml-1 ins, Bright Lights Big City), John Glover (White Nights, Masque- rade). Leikstjóri: Joe Dante (Gremlins, Howling, The Burbs). Framleiðendur: Steven Spielberg, Kathleen Kennedy, Frank Marshall. Þau hafa framleitt: Empire of the Sun, Color Purple, Aracnaphobia. AHUGAVERÐAR MYNDIR í FRAMLEIÐSLU Sleeping with the Enemy (Julia Roberts) Bonfire of the Vanities (Tom Hanks, Bruce Willis, Melanie Griffith) Predator 2 (Danny Glover) Terminator 2 (Arnold Schwarzenegger) Aliens 3 (Sigourney Weaver) Texasville (Jeff Bridges, Cybill Shepherd) Kindergarten Cop (Arnold Schwarzenegger) Godfather3 (A\ Pacino, Diane Keaton) Misery (James Caan) Rocky 5 (Sylvester Stallone). Talið er að þetta sé sú síðasta Rocky-myndanna en Stallone ætlar að gera Rambo 4 en ekki alveg strax. Bonfire of the Vanities er ábyggilega áhugaverðasta myndin af þessum ofantöldu. Leikstjórinn er enginn annar en Brian De Palma (Scarface, Untouchables). Miklar deilur hafa verið í kringum þessa mynd vegna tökustaða sem eru í Bronx í New York. Mynd- in verður jólamynd í Banda- ríkjunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.