Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 21
TEXTI: TORFI GEIRMUNDSSON
Kynlífsfrœðingar segja stundum að aðalóstœðan fyrir slœmu
kynlífi sé að fólk vanti krydd í kynlífið. Því ekki að taka þessi
ummœli bókstaflega? Hér birtum við upplýsingar um nokkrar
kryddtegundir sem taldar eru verka örvandi ó kyngetuna.
Kryddjurtir hafa verið
þekktar sem meðul í
gegnum aldirnar og nú
í seinni tíð hefur trú fólks á
náttúruleg meðul aukist til
muna. Það er athyglisvert til
þess að hugsa að menningar-
þjóðir fornalda gerðu í raun
engan mun á jurtum sem not-
aðar voru sem matjurtir og
þeim sem notaðar voru sem
lyf.
Þá vissu menn einfaldlega
að það sem fólk borðar stjórn-
ar heilsunni. Það má því segja
að þeir hafi verið sér meðvit-
andi um fyrirbyggjandi lækn-
ingar, að borða rétta fæðu til
að halda heilsu. Grikkir notuðu
til dæmis orðið aromata sem
samheiti fyrir krydd, lyf og
reykelsi.'
Frjósemi var fornum menn-
ingarþjóðum nauðsynleg og
var mikil virðing borin fyrir
þeim sem voru frjósamir. Þjóð-
ir þessar kunnu því góð skil á
jurtum sem gátu aukið frjó-
semi og notuðu þær óspart.
Nokkrar jurtir hafa um aldir
verið notaðar með góðum
árangri en tekið skal fram að
nota ber þær sem viðbót við
daglega fæðu. Kryddjurtir og
fræ þau sem talin eru upp hér
eru einnig þekkt lyf við öðrum
kvillum þó hér sé aðeins bent
á að þau auki frjósemi.
LÁRVIÐARLAUF
(Laurus Nobilis)
Drukkið sem te er það talið
auka framleiðslu á sáðfrum-
um. Heimildir um þessa virkni
tesins eru komnar úr bókum
rituðum á sanskrít, indversku
fornmáli sem er varðveitt sem
helgimál hindúatrúar.
CORIANDER
(Coriandrum Sativum)
Það er einnig drukkið sem te
og einnig er hægt að útbúa
bakstra vætta í teinu og leggja
við kynfæri og kviðarhol. Teið
hefur þægilegt sítrónu-appel-
sínubragð.
FENUGREEK
(Trigonella Foenum Graecum)
Fræin innihalda efni sem kall-
ast coumarin en það kailar
fram eiginleika kvenhormóns-
ins estrogen. Gott er að
drekka einn bolla af teinu á
hverjum degi til að auka líkur á
getnaði, sérstaklega þegar
egglos er.
LAVAGE
(Legusticum Scoticum)
Upprunalega er lavage ættuð
frá Persíu en er nú algeng í
Evrópu. Laufblöðin bragðast
líkt og sellerí og er jurtin mjög
vinsæl í Englandi og Þýska-
landi. Þar eru laufblöðin notuð
til að bragðbæta salöt, súpur
og kjöt. Stilkinn má einn’g nota
í salöt og sykurhúða á svipað-
an hátt og gert er við hvönn.
Lavage er líklega náskyld
skessujurt þótt hún fiafi annað
latneskt heiti og einnig
sæhvönn. Lavage inniheldur
efni sem framkalla coumarin.
Það er ýmist notað eins og
áður sagði eða drukkið sem
te.
UPPSKRIFT AÐ
INDVERSKUM RÉni
Nautakjöt með
fenugreek og tómötum.
Tomate Mehti Gosht
150 ml olía
1 tsk. fenugreek fræ
1 tsk. sinnepsfræ
12 karrílaufblöð
2 miðlungsstórir laukar
214 tsk. fjórkrydd
(sjá að neðan)
1 Lé tsk. salt
450 g nautagúllas
300 ml vatn
1 kg tómatar (afhýddir)
Eldunartími tværklukkustundir
Hitið olíuna á pönnu og setjið
fenugreek og sinnepsfræin
ásamt átta af karríblööunum
út í. Setjið lok á pönnuna og
látið kólna í tvær mínútur.
Blandið saman lauknum, fjór-
kryddinu og saltinu og hrærið
vel í u.þ.b. tvær mínútur. Setj-
ið þá kjötið út í restina af karrí-
blöðunum og vatnið. Látið
suðu koma upp, minnkið þá
hitann og látið malla í u.þ.b.
V/z tíma eða þar til kjötið er
orðið mjúkt.
Þegar rétturinn er eldaður á
hann að hafa sterkan ilm af
fenugreek og með þunnt lag af
olíu ofan á.
Fjórkrydd:
1 hluti chili-duft
1 hluti turmeric
1 hluti hvítlauksduft
1 hluti engifer
Ekkert indverskt eldhús getur
án þessara fjögurra kryddteg-
unda verið og ekki er nein
regla á því hvernig þeim er
blandað saman. Hver og einn
getur lagað hlutföllin að sínum
smekk. Það gerir hins vegar
matseldina þægilegri að hafa
þessa kryddblöndu tilbúna til
notkunar.
MEIRAN
(Organum Vulgare og Organum
Majorama)
Til eru mörg afbrigði af þessari
jurt en þekktust þeirra eru sæt-
meiran og kjarrmenta (ore-
gano). Sætmeiran er vinsæl
kryddjurt í Evrópu því sterkt
kryddbragð hennar gefur gott
en ekki yfirþyrmandi bragð.
Meiran er notuð í salöt og
hún á vel við með villibráð,
fuglakjöti, pylsum, kjöti og
matjurtum svo sem gulrót og
agúrkum. Meiran er sólsækin
jurt og því er öruggara að
rækta hana hér á landi í sól-
reit. Te úr meiran er áhrifarík-
ara ef það er búið til úr fersk-
um blöðum.
SAVORY
Tvær tegundir eru til af þessari
jurt, Sumar-savory (Satureia
Hortensia) og Vetrar-savory
(Satureia Montana) sem er
sterkari. Kryddjurt þessi er
upphaflega frá Suöur-Evrópu
og ilmar eins og sambland af
mintu og blóðbergi (timian).
Nafnið Savory er dregið af
latneska orðinu Satureia sem
á ensku nefnist Satyrs Herb í
samræmi við sagnir um jurtina
að hún sé kynorkuaukandi.
( griskri goðafræði er satyri
(Satyr) heiti á náttúruvættum
sem eru að hluta til menn og
að hlutatil geithafrar. Þeir voru
fylgifiskar Bakkusar og kunnir
fyrir kerskni, svall og kvenna-
veiðar.
Sumar-savory er með siifur-
grænum blöðum og er oftast
notað sem krydd við bakstur.
Vetrar-savory er aftur á móti
fjölær jurt og er mikið notuð í
ostagerð og sérstakar marin-
eringar. Savory er vinsælt
krydd í pylsugerð hvort sem
það er notað ferskt eða
þurrkað.
Fefskt er það einnig notað í
salöt, með grilluðu eða soðnu
kálfakjöti, lambasteik eða
svínakótilettum. Til að auka
kyngetuna er það drukkið sem
heitt te á hverjum degi.
Krydd er ekki bara bragð-
gefandi heldur inniheldur það
mörg efni sem eru okkur nauð-
synleg til að halda góðri
heilsu. Matur, sem er vel sam-
an settur og gerir ráð fyrir þörf
mannsins, byggir upp likam-
ann og dregur úr líkum á van-
getu og heilsuleysi. □
Heimildir:
The Complete Book ol Spices, John
Heinerman.
Larousse Gastronomique (Cookery
Encyclopaedia).
Matjurtabókin, Garðyrkjufélag íslands.