Vikan


Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 50

Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 50
TEXTI: HELGA MÖLLER VETRARLITIRNIR FRÁ MARGARET ASTOR Náttúrulegir litir sem draga fram hógværan þokka, rómantísk áhrif í pastellitum og litir sem minna á munað barokktímabilsins og austrænar hefðir eru meðal þess sem vænta má í vetrar- tískunni ’90-’91. Sérfræðingar Margaret Ast- or höfðu þetta í huga við hönn- un förðunarlínunnar fyrir nsæta haust og vetur. Fjöl- breytnin er mikil og gerir hverri konu kleift að finna þau blæ- brigði sem henta best við hvert tækifæri. Línan samanstendur af sex nýjum tískulitum ( naglalakki og varalitum i stíl, allt frá mild- ustu tónum og kremuðum pastellitum upp í kröftuga dimmrauða liti og gullinn blæ eggplöntunnar. Tveir nýir tvö- faldir augnskuggar undirstrika þægilegan náttúrublæ á róm- antískum vetrarkvöldum, með mjúkum en þó áhrifamiklum hætti. Punkturinn yfir i-ið eru tveir nýtiskulega hannaðir kajal-blýantar. Eins og mörg undanfarin ár undirstrika nýju haust- og vetrarlitirnir frá Margaret Astor leyndardóma kvenlegrar feg- urðar. □ 50 VIKAN 18. TBL. 1990

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.