Vikan


Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 33

Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 33
◄ Sigurður Stefán Jónsson Ijósmyndari náði þessari einstöku mynd af eldingahrinu yfir New York fyrir hálfu öðru ári. Trúlega hafa einhverjir vísindamenn í borginni horft löngunaraugum á þessar eldingar og óskað þess að geta beislað orku þeirra. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ekki samið um fækkun kjarnorkuvopna út [ bláinn á undanförnum árum. Þeir hafa í laumi, hvor þjóð fyrir sig, verið að hanna enn kröftugri vopn en vetnissprengjur. Sem betur fer eru þessi nýju vopn tillitssamari við lífkeðju jarðarinnar en geislavirk vopn, ef svo má að orði komast. Það er hægt að eyða öllu lífi á jörðinni með aðeins hluta þeirra kjarnorkuvopna sem nú eru til og það sem verra er - langvarandi, jafnvel margra alda geislavirkni af völdum þeirra kæmi algerlega í veg fyrir að líf gæti aftur þró- ast með eðlilegum hætti. En nýju vopnin gera ráð fyrir áframhaldandi lífi á jörðinni þótt þau geti eytt margfalt stærri borgum en Hírósíma og Nagasaki í einni svipan. Náttúran sjálf getur gert meiri usla en nokkur vopn sem mennirnir hafa framleitt. Jarðskjálft- ar hafa lagt heilu borgirnar í rúst og eldgos hafa sprengt fjöll og eyjar í tætlur auk þess að kaffæra blómlegar byggðir með hraunrennsli. Fellibyljir geta tætt allt í sundur sem fyrir þeim verður og með tímanum verður hægt að fram- leiða eldingar sem eru aldeilis ótrúlegar. Á dögum vikinganna trúðu menn því að þrumuveöur yrðu til með þeim hætti aö þrumu- guðinn Þór færi um himininn í vagni sínum, enda voru þrumur þá kallaðar Þórdunur. Nú á dögum vita menn hins vegar að eldingar verða FYRIR KARIMENNI ACTIVE BODIES ACTIVE BODIES adidas ^ After Sliave Eau de Cologne ACTIVE BODIES ER NÝ HERRALÍNA FYRIR ÞÁ ATHAFNASÖMU. FÁANLEGT SEM EAU DE TOILETTE, AFTER SHAVE, DEO STICK, SHOWERGEL, OG COOLING BODY LOTION. ACTIVE BODIES. TEXTI: PORSTEINN EGGERTSSON

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.