Vikan


Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 30

Vikan - 06.09.1990, Blaðsíða 30
SMÁSAGA EFTIR VIRGINIA JONES FULLKOMIÐ MORÐKVENDI Frú Boswell horfði með óánægjusvip á glerið sem hún var búin að mala í duft og hellti því í kartöflumaukið. Hún var að búa til mat fyrir mann sem hafði það í huga að yfirgefa hana og hún var búin að ganga frá matseðli sem örugglega myndi hraða brottför hans. Jafnvel þótt þetta væri ekki venjuleg aðferð var þessi máltíð vel tilbúin, ef morðsjónarmið er haft í huga. í kjötbúðingnum var svolítið af muldum kakkalakka, í salatið hafði hún stráð bambus- tægjum úr gamalli dyramottu og saftsósan hafði staðið í nokkra daga úti á heitum eldhús- svölunum svo hún hafði sjálf myndað sínar banvænu bakteríur. Maður hennar kom heim á slaginu klukkan sex. Hann fleygði hattinum sínum í áttina að hattahillunni en hitti ekki frekar en venjulega. Hann hengdi frakkann á hurðarsnerilinn, sparkaði af sér skónum á dagstofugólfinu og kastaði svo sjálfum sér upp í legubekk með síðdegisblöðin. Eftir andartak var hann farinn að hrjóta, eins og venjulega. Frú Boswell stóð í dyrunum, horfði á hann og brosti með sjálfri sér. - Bráðum sofnar hann svefninum langa, hugsaði hún. Svo gekk hún inn i stofuna og ýtti við honum. - Frank, maturinn er tilbúinn! Hann reis upp, ruddist fram hjá henni inn i borðstofuna og horfði með vandlætingarsvip á borðið. Svo gretti hann sig og sagði: - Þetta er það sama sem ég fékk á hádeg- inu. Hvers vegna geturðu ekki fundið upp á einhverju nýju? Ég vil heldur eggjahræru. Búðu til eggjahræru! Frú Boswell andvarpaði, kastaði matnum i ruslafötuna og bjó til eggjahræru. Hún var ekki neitt undrandi þótt fyrsta tilraunin misheppnað- ist. í þeim bókum sem hún hafði lesið heppn- uðust morðin sjaldan við fyrstu tilraun. - Ég reyni bara aftur, sagði hún hughreystandi við sjálfa sig. Amy Boswell var smávaxin, lítilsigld kona og sálarstyrkurinn var álíka og kekkur í sósu, á- hrifalaus í hér um bil öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún reiknaði ekki með því að henni tækist betur við þessa morðtilraun en henni hafði tekist að sinna því hlutverki að vera góð eiginkona fyrir Frank. Allt frá brúðkaupsferðinni hafði það sýnt sig að hún var algerlega óhæf sem slík. Brúð- kaupsnóttina hafði Frank notað til að hnýta laxaflugur f ísköldum veiðikofa uppi í fjöllum, meðan hún sat í keng af kulda fyrir framan olíuvélina og reyndi allt sem hún gat til að sýn- ast kvenleg og freistandi. En hún var í flónels- náttkjól og kápu utan yfir svo það var ekki á góðu von. Hún átti eftir að fá þá bitru reynslu aö þegar veiðivon var einhvers staðar á næstu grösum var Frank betri veiðimaður en elsk- hugi. Dagarnir eftir brúðkaupsnóttina voru eins og martröð. Hún fann aö hún hafði valdið Frank vonbrigðum, frá því augnabliki þegar veiðistíg- vélin hennar urðu lek og fylltust af vatni, úti í miðjum, straumhörðum fjallalæknum. Hún átti erfitt með svefn í þunnu fjallaloftinu og henni bauð við þessum hálfsoðnu, slímugu silung- um. Svo var eins og mýflugurnar gætu hvergi verið annars staðar en á andliti hennar eða öðrum berum blettum og skildu þar eftir rauða flekki og bólguhnúða. Eftir brúðkaupsferðina komst Amy að því að Frank var ekki eingöngu æstur í fiskveiðar heldur hafði hann líka ótakmarkaðan áhuga á skíðaferðum, badminton, siglingum, köfun og reiðmennsku. í bílskúrnum og uppi á skrifstof- unni hans flaut allt af alls kyns einkennilegum tækjum og tólum, dagblaðahillan var full af íþróttatímaritum og í kjallaranum var allt fullt af froskmannsbúningum, skíðum og öðru drasli. Fyrir Amy var skemmtun í því fólgin að fara út að borða, fara í bíó eða leikhús. En fyrir úti- vistardýrkandanum Frank var Amy aðeins fjöt- ur um fót. Hversu mikið sem hún reyndi hafði hún aldrei í öll þessi ár sem þau voru búin að búa i hjónabandi getað veitt einn einasta fisk. Línan flæktist alltaf og öngullinn lenti í buxna- skálmum Franks. Seglin rifnuðu hjá henni, golfkúlurnar týndust, fóru venjulega niður í ein- hvern poll, tennisboltarnir lulluðu niður á netið eins og dauðar dúfur. Henni varð alltaf illt í fót- unum á löngum gönguferðum; og þegar hún reyndi að leika borðtennis við hann í kjallaran- um rak hún sig alltaf í vatnsrörin í loftinu. Það leið langur timi þangað til Frank gafst upp. I mörg ár tók hann hana með sér þegar hann fór á veiðar en þegar hún birtist hurfu veiðifélagar hans. Það var svo sem ekkert undarlegt, hún var farin að láta á sjá, var ósköp ólöguleg í rauðri flónelsskyrtu og kakibuxum, skjótandi í ailar átti ef hún sá einhverja hreyf- ingu. Að lokum sá Frank að þetta strit var vonlaust, þegar hún skaut af honum hattinn. Þá fór hann að skilja hana eina eftir heima þegar hann fór á flandur með félögum sínum. En svo hafði Frank líka komist að því með tímanum að það var fleira en veiðar sem hún var ekki fær um. Það var fleira en slímugi fisk- urinn sem hún gat ekki matreitt, hún gat hreint ekki búið til neinn mat svo hann væri ætur. Maturinn var aldrei tilbúinn á réttum tíma og þegar hann var loksins kominn á borðið var það venjulega einhver makkarónukássa sem hún hafði fundið uppskrift að í einhverri eld- gamalli matreiðslubók. Og það var ekki nóg með að skyrturnar hans kæmu ekki fyrr en eftir dúk og disk úr þvottahúsinu heldur gleymdi Amy oft í hvaða þvottahús hún hafði sent þær. 30 VIKAN 18. TBL.1990

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.