Vikan


Vikan - 01.11.1990, Page 15

Vikan - 01.11.1990, Page 15
HRINGARNIR HAFA FLOGIÐ í VETUR Agöngu um skólann rakst blaðamaður á Stefán Pál Magnússon nemanda. Við settumst að spjalli og spurði ég hann hvað hann vaeri að gera í FB. Ég er á viðskiptasviði og stefni á að klára stúdentinn þaðan í vor. Hvað tekur við eftir það veit ég ekki, tek mér kannski frí. Annars er það að mestu óráðið. Væntanlega fer ég þó í Háskólann. I hvað veit ég ekki. - Hefur þú tekið virkan þátt í félagslífinu hér? Já, ég hef reynt að vera virk- ur frá upphafi. Ég er reyndar gjaldkeri skólafélagsins núna og hef alltaf verið með puttana í einhverju tengdu félaginu. - Er gott félagslíf hér í skóianum? Ég held að það sé óhætt að segja það. Þær fáu gagnrýnis- raddir sem við heyrum koma frá fólki sem er utangátta og óvirkt. Þeir kvarta mest sem engu nenna og ekkert gera. - Hvað höfðar mest til nem- endanna hér? Ég held að busavígslan hafi ótvírætt komið best út enda er það atburður sem fer ekki fram hjá neinum. Busaballið er líka vinsælasta ballið á önninni. Margt sniðugt gerist í öllum látunum á busadaginn. Þegar ég var busaður fyrir nokkrum árum voru tveir krakkar límdir saman með límbandi og látin leika einhverjar listir þannig. Þau þekktust ekkert fyrir en um kvöldið á ballinu byrjuðu þau saman og hafa verið sam- an síðan! - Hvernig er mórallinn í skólanum? Mórallinn er mjög góður. Að sjálfsögðu skiptist þessi stóri hópur fólks upp í smáhópa eða.kllkur en þær skiptast gjarnan eftir aldri og á hvaða bylgjulengd fólk er. Annars eru það meðmæli með fjölbrauta- skólum .hversu mikil blönd- un verður á fólki. Hér hefur stundað nám fólk komið með börn á unglingsaldri. Margir hafa kynnst krökkunum og blandast ágætlega inn í hópinn. Ég las grein í skóla- blaðinu um konu sem farin var að skilja son sinn miklu betur eftir aö hafa stundað nám f dagskólanum, með fólki á svipuðum aldri og hann. Ég myndi segja að hér væri minna kynslóðabil en í öðrum skólum, sennilega vegna þess að hér er fólk á svo ólíkum aldri. - Nú er mikið af íðilfögr- um stúlkum hér við skólann. Er ekki blómlegt ástarlíf? Jú, svarar Stefán, sérstak- lega hefur verið mikið um trú- lofanir í ár. Þær endast þó misjafnlega lengi. Fólk virðist vera að henda hringunum hvort í annað í tíma og ótíma! FYRSTIKVENFORMAÐUR NEMENDAFÉLAGSINS Svava Helga Carlsen var í vor kosin formaður Nemendafélags Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, fyrst kvenna! Hún er þó enginn nýgræðingur í félagsmálum, hefur verið ritstjóri skólablaðs- ins Grjúpáns, leikið í leikritum og stjórnað leikfélagi skólans ásamt annarri stúlku. Þrátt fyrir mikið annríki, sem fylgir starfi formanns NFB, tókst blaðamanni að ná tali af henni í matartímanum einn daginn. Við settumst niður í notalegu horni í nemenda- aðstöðunni Undirheimum. - Er ekki mikið starf að vera formaður Nemenda- félags FB? Jú, geysilega mikið enda erum við ekki svo fá hér við skólann, fjórtán hundruð stykki! Það má eiginlega líkja nemendafélaginu við fyrirtæki sem við rekum í frítíma okkar. Starf mitt felst í því að fylgjast með öllu í daglegum rekstri, sjá til þess að hjólin snúist eins og vera ber. Að auki er ég í heilmörgum nefndum og ráð- um á vegum skólans. Það má nefna skólastjórn, skólanefnd, miðstjórn, félagsstarfsráð og ég er ritari Félags framhalds- skólanema. - Hvaða uppákomum stendur NFB fyrir? Árshátíðin er náttúrlega stærst. Hún er haldin í febrúar og er feikilega skemmtileg. Þá er heill dagur tekinn algerlega undir skemmtanir, skemmtun, partí og ball. Busavígslan og busaballið er það stærsta hjá okkur hingað til í vetur. Það eru afstaðnar hátíðir sem tók- ust mjög vel í alla staði. Nú er nýliðin menningarvika í tilefni Frh. á bls. 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.