Vikan


Vikan - 01.11.1990, Qupperneq 32

Vikan - 01.11.1990, Qupperneq 32
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON VIKAN KANNAR LÍKAMSR/tKTARTÆKI: BÝÐUR UPPÁ 40 ÆFINGAR Gym Trim tækiö er nýtt á Is- landi og tiltölulega lítil reynsla komin á þaö. Þaö lætur lítið yfir sér og viö fyrstu sýn virðist það ekki til stórræðanna. En viti menn, tækinu fylgir spjald sem meö texta og myndum sýnir 40 mismunandi æfingar sem má gera í þessu litla tæki sem kostar 19.800 krónur, staðgreitt. Fyrsti „patentinn" eöa hentugleikalausnin, svo notað sé eitthvert íslenskt orð, er að allt fer fram á þann hátt að teygjur eru teygðar! Teygj- Myndirnar hér á síðunni sýna tæki sem Breska verslunarfélagið flytur inn. Á efri myndunum sést „kreppirinn", sem er heppilegur fyrir magavöðvana, en á neðri myndinni sést GymTrim tækið. MAGAVOÐVANA Breska verslunarfélagið hf. kynnir nú aðra hentugleika- lausn sem er á leiðinni til landsins. Þar er á ferðinni æfingatæki fyrir magavöðva og byggist á kreppuaðferðinni. Kreppuaðferðin felst í því að magavöðvarnir eru krepptir saman og sjá má algengustu kreppuaðferðina í þætti Ágústu Johnson í síðasta tölu- blaði Vikunnar (æfing 1). Þessi „kreppir" þeirra verslunar- félagsmanna er þannig úr garði gerður að hægt er að æfa magavöðvana sitjandi með hann í kjöltu sér (sjá mynd). Með því að halda í efri hluta „kreppisins" og draga saman kviðvöðvana þrýstir maður tækinu saman og það virkar þá líkt og Bullworker- tækið sem margir þekkja. Inni í tækinu eru gormar og hægt er að velja um þrjár tegundir þeirra; þrjú styrkleikastig. /íFINGAIÆKI TIL LIKAMSRÆKTAR HEIMAFYRIR Asviði líkamsræktar hafa komið fram ótelj- andi afbrigði tækja og tóla sem eiga að stuðla að aukinni líkamiegri heilbrigði. Misjafnlega hefur mönnum þó tekist til við að finna réttar lausnir og yfirburðir flestra tækja, sem einhverjum vin- sældum hafa náð, eru fólgnir [ einfaldleika þeirra. ( þessu tölublaði Vikunnar skoðum við nokkur tæki sem nú eru að koma fram á sjónar- sviðið, gerum grein fyrir þeim og veltum fyrir okkur kostum þeirra og göllum ef einhverjir eru. Við bendum ennfremur á að ekki er nóg að eiga tæki. Þau verður að nota og nota rétt. Kaupandinn á kröfu á því að sá sem selur svona tæki sýni honum réttar aðferðir við notkun þess. Látum tvíræða auglýsingatexta, sem gefa fyrirheit um margfaldan árang- ur, ekki glepja okkur og minn- umst hins fornkveðna: Veldur hver á heldur! Æfing gerð vitlaust væri oft betur ógerð. Sumum tækjum fylgja leið- beiningar um notkun og æfingaáætlanir. Jafnvel fylgir tækjunum myndband sem sýnir æfingarnar. Slíkt eykur traust manns á viðskiptunum. Snúum okkur nú að þeim tækj- um sem hér verða tekin á beinið. urnar gefa mismikið eftir og nota má eina í einu, tvær eða allar þrjár. Þetta gefur tækinu möguleika á að „láta teygja sig“ á svo marga vegu sem raun ber vitni. Eins og með öll önnur svona tæki er grundvall- aratriðið að gera æfingarnar rétt; að kunna með tækið að fara. Og þá komum við að því sem tæpt var á í formála þess- arar umfjöllunar, myndbands- spólunni. Með þessu tæki fylg- ir myndband sem sýnir hvern- ig best er að nota tækið þann- ig að góða raun gefi. Að vísu sá ég ekki þessa spólu en engin ástæða er til að ætla annað en hún sé gagnleg. Auk þess fylgir veggspjald sem sýnir allar æfingarnar fjörutíu, tveir svamppúðar, stöng og ólar fyrir fætur. Það er hægt að sitja á tækinu, liggja á því, standa við það og standa á þvi svo eitthvað sé nefnt og mín stuttu kynni sögðu mér að þyrfti ég sjálfur að styrkja mig og stæla væri tækið sniðugt. 32 VIKAN 22. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.