Vikan


Vikan - 01.11.1990, Qupperneq 37

Vikan - 01.11.1990, Qupperneq 37
hún og roðnaði lítið eitt. „En þetta er nú allt leyndarmál ennþá.“ Henni fannst hálfleiðinlegt að geta ekki sagt meira. Sigrún kinkaði kolli eins og hún skildi meira en ætlast var til. Yfir andlit hennar kom alvöru- svipur. „Gættu þín,“ sagði vinkonan. „Það er erfitt að fóta sig, svo margt að varast. Hann er von- andi ekki giftur, er það?“ Á Sigrúnu kom einhver skelfingarsviþur sem Dóra gat ekki áttað sig á. Vildi samt ekki eiga á hættu að láta skemma fyrir sér eftirvænting- una og gleöina og sneri talinu að öðru. Hún var nógu gömul til að gæta sín, þurfti engar mömmulegar áminningar. „Ég skal ekki koma seint heim. Ég veit allt um getnaðarvarnir og hann gengur áreiðan- lega með mér upp að altarinu," sagði Dóra í spaugi. Þær hlógu báðar. Eftir góða stund kvöddust þær og Sigrún hélt á brott. Dóra varð ein eftir. Biðin hélt áfram. Eitthvert óljóst öryggisleysi settist að henni. Það sótti að henni sú hugsun að ef til vill sæjust þær ekki framar. Hún greip svarta peysu upp úr tösku sinni og smeygði sér [ hana. Hún fór að hugsa um ýmislegt í fari Trausta sem henni féll illa en hafði samt ýtt til hliðar og vildi helst ekki hugsa um. Hún hafði heyrt minnst á aðrar konur. Það hlaut að vera róg- burður eða einskær öfund. Aldrei hafði hún fengið sig til þess að sþyrja um slíkt. Þótti það niðurlægjandi fyrir þau bæði. Hann gat ekki verið þannig. Auðvitað hlaut hann að hafa þekkt aðrar konur áður en hann gifti sig, en hvað kom það henni við - og hún spurði einskis. Hversu harðhentur hann gat verið stundum, hvernig hann tók um handleggina á henni, setti þá upþ yfir höfuðið þar sem hún lá og hélt henni þar til hún kveinkaði sér. Eins og hann nyti þess að heyra hana kveinka sér. Eða þegar hún grunaði hann um að koma beint frá konunni. Gæti hann fengið sig til þess að vera með þeim báðum? Hún hafði spurt og hann hafði svarað því til að ekki væri um neitt kynlíf að ræða milli þeirra hjóna. Hún yrði að trúa því, því væri lokið fyrir löngu. Hún átti ekki annars úrkosti en trúa og hún treysti honum. Engu að síður var eins og þessi bið og þessar hugsanir yllu því að henni fannst eins og eitt- hvert kvikindi skriði um hana, margfætt og loðið. Hún skalf. Þegar hún stóð á fætur til þess að ná úr sér hrollinum og skimaði í kring- um sig gat hún hvergi komið auga á fuglinn smáa. Dóru fannst hún vera búin að þreyja bæði þorrann og góuna þegar hún kom auga á hann neðst í tröppunum. Hún spratt á fætur, veifaði og horfði á Trausta nálgast. Hann stökk upp þrepin eins og garpur úr fornsögunum og greip hana í fangið. „Vinurinn minn,“ hvíslaði hann í eyra henn- ar og sæluvíma gagntók hana. „Komdu, vinur," sagði hann og saman gengu þau uþþ tröpþurnar og áleiðis upp brekkuna. Himinninn var blár, sólin skein á blágrænan hafflötinn. Hún þakkaði forsjóninni í huganum fyrir fegurð þessa einstæða sumardags. Hún naut þess að finna hve girnd hans var mikil og sterk. En hún ætlaði ekki að gefa sig strax. Henni fannst gott að draga á langinn. Njóta þess að kyssa andlit hans og finna hvernig hann þrýsti henni að sér. Sökkva sér í grágræn augun sem Ijómuðu eins og í sigur- vímu. Heyra milda rödd hans, spjalla dálítið. Herbergið var lítið og hálfóvistlegt. Hún hafði ekki viljað spyrja en þetta var dæmigert karlmannsherbergi, tilheyrði vafalítið einhverj- um kunningja hans. Engir skrautmunir eða blóm. Aðeins það nauðsynlegasta. Glugga- tjöldin voru skræpótt og á veggnum hékk skelfileg landslagsmynd, það er að segja hún hélt þetta ætti að vera landslag. - Hvernig stóð á því að hún var að hugsa um þetta núna? Hann gerðist óþolinmóður og áleitnari. Það var eitthvað óljóst sem henni féll ekki. Ekkert lá á. Áttu þau ekki alla nóttina? Þau voru búin að hlakka til í margar vikur að eiga nótt saman - hún að minnsta kosti. Varla þyrfti hann að fara fyrr? Ónei, það mátti ekki gerast og Dóra leit á Trausta með spurnar- og angistarsvip. Ef til vill var þetta staðnum að kenna, eitthvað var niðurlægjandi í þessu umhverfi. Hún reyndi að finna upþ á einhverju góðu og fallegu til að segja sem eyddi þessum grunsemdum. Sigrún gat ekki sofnað. Hún lá í rúmi sínu og reyndi að hafa stjórn á hugsunum sínum. Velti fyrir sér fram og aftur samtali þeirra Dóru [ tröppunum. Hún hefði átt að tala lengur við hana. Það hafði hvarflað að henni að spyrja hvort ástmaður hennar héti Trausti. Heimurinn var oft svo lítill. Hún vissi nefnilega ýmislegt um þann mann. Hann var einmitt vís til þess að læsa klónum ( konu eins og Dóru. Hún hafði sjálf látiö blekkjast þótt ekki væri lengi. Það rifjaðist upp fyrir henni sem móðir henn- ar hafði oft sagt: „Kauptu aldrei gálgagripi." Reyndar hafði hún ekki skilið til hlítar hvað hún átti við. En móðir hennar hafði útskýrt orðatil- tækið eitthvað á þá leið að það sem tilheyrt hefði þeim sem hangið hefði í gálga ætti mað- ur aldrei að kaupa. Sigrún hafði séð bíl Trausta við hótelið. Hvað gat hún svo sem gert? Þetta var fullorðið fólk. Nei, hún hefði átt að spyrja hreint út. Dóra' var bara svo viðkvæm og hafði verið glöð. Hún hefði svo sem getað sagt henni af óförum sín- um með Trausta. Það hefði ef til vill hjálpað. Samt sveið enn sárið og hún fann reiðina ólga innra með sér þegar hún hugsaði um þeirra síðasta fund. Ef til vill gisti hann á hótelinu í nótt. - Hvað gæti hún gert? Þetta væri trúlega bara rugl. Hún vissi ekkert, ekkert fyrir víst. Henni hafði líka láðst að spyrja Dóru hvar hún byggi. Seint og um síðir tókst Sigrúnu að festa blund. Hana dreymdi Lystigarðinn fagra. Hún og Dóra voru í feluleik en hvernig sem hún leit- aði gat hún ekki fundið Dóru. Sigrún vaknaði með andfælum við ópin í sjálfri sér: „Dóra, Dóra, gefðu þig í ljós!“ E* g hef þráð þig svo lengi, lengi," sagði Dóra. „Ég hef aðeins hugsað um þig allan þennan tíma.“ „Þú ert gersemi," sagði hann, „gersemin mín.“ Og hjarta hennar tók kipp. Enginn var eins orðhagur og hann. Þetta hefði hann aldrei sagt nema hann elskaði hana í raun og veru. Hann sem var svo orðvar. Hún fann hendur hans á nöktum brjóstunum undir bolnum. Hún elskaði þessar hendur, þær espuðu hana upp á einhvern seiðandi hátt og hún vissi að nú stæðist hún ástaratlotin ekki öllu lengur. Hún leyfði honum að klæða sig úr bolnum og hann strauk yfir líkama hennar svo að henni hitnaði allri og hún varð rjóð í vöngum. Hún hneppti tölunum á skyrtunni hans frá og þrýsti brjóstum sínum að barmi hans. „Ég hitti Sigrúnu í dag,“ sagði hún eins og til þess að draga ástaratlotin á langinn. „Ég hef sagt þér frá henni. Það var notalegt að sþjalla við hana. Eiginlega held ég að hún hati karlmenn. Sennilega hefur hún orðið fyrir slæmri reynslu, þótt ég viti það ekki. Hún er indæl. Sá sem fær hana einhvern tímann verð- ur heppinn. Sumir karlmenn geta verið skíthælar í orðs- ins fyllstu merkingu, reglulegur viðbjóður," sagði hún og skildi varla hvers vegna hún sagði sl(k orð í örmum mannsins sem hún þráði og elskaði. Trausti var annars hugar. Hlustaði samt á orð hennar, blindaður af nautn og löngun til þess að njóta þessa unga líkama. Hann laut áfram, þrýsti vörum sínum að geirvörtum hennar og kyssti og saug til skiptis. Konubrjóst voru það æsilegasta sem hann vissi. Einkum þegar þau voru stinn og mjúk eins og þessi. Hann hvíslaði af ástríðuþunga: „Þau eru falleg, svo unaðsleg, alveg eins og Sigrúnar." Trausti varð fyrri til að átta sig á því sem hann hafði sagt. En það hafði heldur ekki farið fram hjá Dóru. Hún stóð sem steinrunnin. Geir- vörturnar voru enn harðar og rauðar og hún krosslagði handleggina yfir brjóstin eins og til þess aö vernda sig og nekt sína frá öllu illu. „Hefurðu, hefurðu forfært hana?“ „Hvaö heldurðu að þú sért, druslan þín? Þú ert eins og hundaskítur sem hefur legið úti heilan vetur." Hann hrinti henni frá sér. Aldrei hafði hún heyrt hann tala svona. Hún vissi hvorki í þenn- an heim né annan. Þennan orðljóta mann þekkti hún ekki. Þetta hlaut að vera einhvers konar misskilningur. Eitthvað sem hægt væri að laga. Þetta gat ekki verið. „Þú ert ekki annað en djöfuls tíkarhóra eins og þið allar, eins og Sigrún ...“ Dóra greip andann á lofti í ofboði. Skildi allt í einu ýmislegt sem hafði áður verið hulin ráð- gáta og hún hafði ekki dirfst að spyrja um. Eins og öll Ijós heimsins lýstu upp hug hennar og hún sæi það sem hún hafði ekki viljað sjá fyrr öskraði hún á hann af öllum lífs og sálar kröftum: „Viðbjóðurinn þinn, þú hefur tælt hana líka. Þú, þessi frábæri, skinheilagi eigin- maður...“ Lengra komst hún ekki. Það var eins og hún hefði kastað olíu á eld, sett sápu í sjóðandi hver. Trausti greip um kverkar henni í ofsabræði. Hvaða rétt hafði hún til þess að gagnrýna hann? Hann vissi svo miklu betur, hún gæti aldrei skilið neitt... Hann hnykkti á, neytti aflsmunar og krafta hins (turvaxna likama síns og áttaði sig ekki fyrr en það var um seinan. Þokkafullur líkami ungu konunnar, sem hafði verið barmafull af ást og eftirvæntingu, lá nú máttvana á svefnbekk í ömurlegu, framandi herbergi. Tvær litlar stöllur mættu snyrtimenninu þegar það gekk niður kirkjutröppurnar, létt og prútt í fasi. Þær hvísluðust á og fór ekki á milli mála að þær dáðust að þessu myndarlega karlmenni. Nóttin var norðlensk, björt og fögur. Fuglarn- ir sváfu. 22. TBL, 1990 VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.