Vikan


Vikan - 01.11.1990, Side 53

Vikan - 01.11.1990, Side 53
stjArnumolar ★ Fimmta myndin um box- arann Rocky Balboa veröur frumsýnd seint í nóvember. Þetta ku vera síðasta myndin um Rocky, boxarann frá Fíla- delfíu. í þetta skiptið er hann búinn að tapa öllum peningum og getur ekkert í hringnum lengur. Hann þjálfar ungan dreng fyrir meistarakeppnina. Já, þetta virðist kunnuglegt en drengurinn, sem leikur boxar- ann sem Rocky þjálfar, kemur frá Oklahoma og hefur keppt í alvöru víða um Bandaríkin. Hann er fæddur til að leika, segir Sly Stallone. ★ Mikil læti hafa verið út af tökum á myndinni Bonfire of the Vanitys. Hún fjallar um kynþáttafordóma sem og hat- ur á milli hvítra og svartra. Myndin á að gerast í Bronx og hefur vakið óánægju þeirra sem þar búa. Sagt er að Bronx sé ranglega túlkað í myndinni o.fl. Það eru leikararnir Tom Hanks, Melanie Griffith og Bruce Willis sem fara með aðalhlutverkin. Þau hafa verið grýtt og fengið það óþvegið á götum úti f Bronx. En ekkert stoppar Brian de Palma, leik- stjóra myndarinnar. Hann seg- ir að þessi mynd eigi eftir að breyta miklu fyrir marga. Brian de Palma lærði hjá meistara Hitchcock og hann á heiðurinn af Carry, Scarface, Casualities of War og stórmyndinni The Untouchables meö Kevin Kostner í aðalhlutverki. • Pretty Woman er búin að gera það gott. í heimalandi sínu hefur myndin náð rúm- lega 171 milljón dollara í kass- ann og annars staðar í heimin- um er hún búin að hala inn rúmlega 180 milljón dollara. í auglýsingu sem birtist í Var- iety, biblfu kvikmyndagerðar- manna, kom fram að í Reykja- vík hefði myndin náð frábærri aðsókn sem slægi flest að- sóknarmet í heiminum miðað við fólksfjölda. Enn er verið að sýna Pretty Woman hér, í London er hún fimmta vinsæl- asta myndin og þá er bara að sjá hve vel hún gengur á myndbandamarkaðinum í Bandaríkjunum. Frá töku kvikmyndarinnar Goodfellas. ★ Kvikmyndin Goodfellas var sýnd í október á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum við mikla athöfn. Hún var valin önnur besta mynd hátíðarinnar og leikstjóri hennar, Martin Scors- eci, vann verðlaun fyrir bestu leikstjórn. Það eru þeir Robert DeNiro, Ray Liota og Joe Pesci sem fara með aðalhlut- verkin sem maffumennirnir ill- ræmdu í Brooklyn. Goodfellas varfrumsýnd í Bandaríkjunum 26. sept. síðastliðinn og fékk alls staðar mjög góða dóma. Aðsóknin fyrstu helgina var góð, hún tók f kassann 6,4 milljónir dollara. Það er Warn- er Brothers fyrirtækið sem fjár- magnaði og framleiddi Good- fellas. Goodfellas verður sýnd hér í vetur. ★ Robert DeNiro kemur víða við og ekki bara sem leikari. Um daginn keypti hann sex hæða byggingu sem inniheld- ur skrifstofur, kvikmyndasal, veitingastað og fleira. Allt þetta er eingöngu fyrir fólk sem vinnur við kvikmyndir. Þarna eru Brian De Palma, Martin Scorcesi, George Luc- as og fleiri með skrifstofur. Þetta er einn vinsælasti staður kvikmyndagerðarmanna í NY þessa dagna. Góði besti! Hafðu ekki áhyggjur. Ég er með margra ára reynslu! Velkominn aftur. Gættir þú þín ekki áj<ringlumýrar- ^ brautinni? Heyrðu, Gauti, þú mátt ekki hlaða of miklu á bílinn, vegna þess að ... Jæja, væm! En ég mun fylgjast með . . 22 TBL 1990 VIKAN 53 TEXTI: ÓMAR FRIÐLEIFSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.