Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 4

Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 4
4 VIK A N Nr. 5, 1938 sagt mætti stíga spor í þessa átt, án þess að af því hlytist kostnaðarauki fyrir þjóðina. Ég geri ráð fyrir, að tungumálakennsla í skólum hér, þurfi að taka miklum stakka- skiptum, ef hún á að uppfylla ströngustu kröfur, sem gerðar eru nú til slíkrar kennslu í öðrum menningarlöndum. Ef til vill mætti, eins og fyrr segir, fækka þeim erlendu tungumálum, sem kennd eru við hvern einstakan skóla. Þau eru sumstaðar höfð nokkuð mörg í takinu, einkum við menntaskólana. Aðalatriðið er, að þau séu rétt valin og lærð að gagni. Betra er að læra eitt mál sæmilega, en að grauta í mörg- um með þeim árangri að verða ekki sendi- bréfsfær í neinu þeirra. Sjálfsagt má einn- ig margt finna að þeim kennsluaðferðum, sem nú eru almennt notaðar. En því má ekki gleyma, að sökin er alls ekki kenn- aranna, þar sem reglugerðir skólanna taka einatt fram fyrir hendur þeirra og ákveða, hvað gera skuli. En hvar sem sökin hggur, þá er það kunnugt, að árangurinn af tungumálanámi í skólum hér er yfirleitt mjög lélegur. Er það kannski ekki marg- sannað, að eftir sex vetra nám í ensku geta stúdentar almennt ekki forðast mein- legar málvillur, ef þeir eiga tal við enskan mann, jafnvel um hversdagslegustu hluti? Um framburðinn talar maður ekki. Og þó er það vitað, að enskukennarinn, a. m. k. sá, sem lengi hefir verið við menntaskól- ann hér í Reykjavík, er maður frábærlega vel að sér í málinu. Er það ekki staðreynd, að eftir tveggja ára nám geta stúdentar ekki almennt sett saman eina óbjagaða setningu á frönsku, hvorki munnlega né skriflega? Og geta stúdentar yfirleitt hrósað sér af því, eftir þriggja vetra latínunám, að þeir geti lesið sér til gagns latnesk rit, sem ekki hafa þá verið skýrð fyrir þeim í skólanum? Það yrði þó erfitt, þótt víða væri leitað, býst ég við, að finna lærðari og í alla staði ágætari kennara í latínu en Pál Sveinsson. Annars skal ekki farið frekar út í þetta atriði hér. — Miklu fé ver þjóðin árlega í tungumála- nám, eins og aðrar nytsamar fræðigreinir. Ef til vill mætti finna leiðir til að draga úr þeim kostnaði, án þess að árangurinn þyrfti að verða minni. Hann þyrfti þvert á móti að aukast til stórra muna. En þetta tvennt er sennilega samrýmanlegt, ef rétt er á haldið. Auðvitað kann þar að sýnast sinn veg hverjum, en engan ætti það að saka, að sem flestir kæmu fram með sín- ar tillögur. Eitthvert erfiðasta vandamálið fyrir smáþjóð eins og oss, er útgáfa kennslu- bóka og handbóka, leskafla, orðaskýringa og annara hjálparrita í hinum ýmsu tungu- málum. Óhemju fé er varið til þess á vorn mælikvarða, og það er segin saga, að slík- ar útgáfur bera sig ekki f járhagslega í fá- menninu hér, fyrir utan það, að bókakaup- in eru hinn þyngsti baggi á efnalitlu skólafólki. Til þess að bæta úr þessu, dettur mér í hug, að gefa mætti út tíma- rit, er kæmi í staðinn fyrir allar þessar bækur, hvaða tungumál sem í hlut ætti. Þó tæki það ekki til byrjunarfræðslu í þeim málum, sem kennd eru við einhverja ríkisskólana, svo nokkru nemi, en væri í þeim málum nokkurskonar áframhaldandi leiðarvísir til framhaldsnáms eingöngu. Gera yrði ráð fyrir, að grundvallaratriðin hefðu þegar verið lærð, og tapaði tímaritið ekki gildi sínu fyrir það. Forntungurnar eða hin dauðu mál yrðu ekki heldur við- fangsefni tímarits, því að þar ættu góð- ar kennslubækur að vera fullnægjandi í eitt skipti fyrir öll. Hinsvegar mætti smám saman ætla dálítið rúm, auðvitað mjög takmarkað, fyrir tilsögn allt frá byrjun í þjóðtungum þeirra annara merkustu landa, er vér höfum að talsverðu leyti saman við að sælda, enda þótt þær séu ekki fög við neina skóla hér. Náttúrlega yrði ekki um fyrirsjáanlegan tíma um önn- ur mál að ræða en þau, sem rituð eru í heild sinni með sama letri og íslenzkan. Um fyrirkomulag tímaritsins mætti margt segja. Efninu væri skipt í flokka eftir tungumálum. Ef íslenzkan væri tekin með, yrði hún í fyrsta og lengsta flokki. Hinir yrðu t. d.: Norðurlandamál, Þýzka, Enska, Rómönsk mál. Að lokum væri svo ritsjá, sem hefði að geyma glöggar og gagnorðar upplýsingar um það þýðingar- mesta, sem gerist í bókmenntaheimi hverr- ar þjóðar, þeirra er til greina kóma, og hvað Islandi við kemur, þá ætti rúmið ekki að vera því til fyrirstöðu, að hægt væri að birta tæmandi skrá yfir allt, sem út kemur á íslenzku á hverjum tíma. Það er hvort eð er vöntun á slíkri skrá í tímarit- um hér, sem þá væri algerlega hægt að treysta. Tímaritið kæmi út t. d. einu sinni í mánuði, 12 hefti á ári, og væru sumar- heftin sérstaklega sniðin við það, að nægi- leg verkefni væri fyrir hendi í vetrarbyrj- un, er skólar hefjast. Kæmu svo vetrar- heftin til viðbótar og uppfyllingar, og væri séð um, að jafnan væri af nógu nýju'efni að taka til kennslunnar í öllum þeim skól- um landsins, styrktum eða kostuðum af almannafé, þar sem lögð væri stund á er- lendar tungur. Kostirnir við útgáfu slíks tímarits í stað mikils f jölda kennslubóka, leskafla, endur- sagna, stíla o. s. frv., eru að mínum dómi margir. Það gæti alltaf verið ódýrara en bókakostur sá, sem skólafólk þarf árlega að birgja sig upp með í þessari grein, og yrði það þó reist á f járhagslega traustum grundvelli sökum kaupendafjöldans. Út- gáfustarfsemin yrði umfangsminni og skipulegri. — Einhver höfuðkosturinn væri það, að í tímaritsformi gætu viðfangs- efnin verið stöðugt endurnýjuð, alltaf tek- ið það nýjasta, fréttapistlar, bókmennta- þættir, fræðandi greinarstúfar, smásögur eða sögukaflar eftir hina nýjustu höfunda, allt með viðeigandi málfræði- og orða- skýringum. Hefði tímaritið skilyrði til að vera ólíkt fullkomnara kennslutæki en fjöldi ósamstæðra bóka, sem ekki verða endurnýjaðar nema á margra ára fresti. Vi k a n Útgefandi: VIKAN H.F. RITSTJÓRN OG AFGREIÐSLA: Aust.urstræti 12. Sími 5004. KITSTJÓRI OG ABYRGÐARM.: Sigurður Benediktsson. Sími heima 3715. FRAMKVÆMDARSTJÓRI: Einar Kristjánsson. Sími heima 3236. Áskriftargjald : kr. 1,50 á mánuði. 1 lausasölu 40 aurar. STEINDÓRSPRENT H.F. Samstarf við áhrifameáta menningartæki nútímans — útvarpið -— yrði auðvelt og bæri eflaust betri árangur en útgáfa mik- ils fjölda af kennslubókum fyrir útvarp, sem ávallt verða ávöxtur sinnar tíðar, hversu prýðilega sem þær eru annars úr garði gerðar. Ýmislegt fleira mætti nefna í þessu sambandi, en nú skal brotið í blað, og læt ég útrætt um þetta mál að sinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.