Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 6

Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 6
6 VIKAN Nr. 5, 1938 PÍCCÍSSO fyrirlítur aðdáendur sína. Þrjár grímur. Mynd þessa málaði Picasso 1921, ,en þá aðhylltist hann mjög Surreal-stefnuna. Stutt grein um höfund kubismans, spænska snillingin Pablo Picasso. O PÁNSKI málarinn, Pablo Picasso, fað- ^ ir kubismans og hinn gamli „meitari tízkunnar“, eins og hann er oft nefndur, hefir enn einu sinni orðið umtalsefni með- al listamanna. Það er út af málverkasýningu hans, sem hann hélt í New York. Það, sem mesta athygli vakti, voru ekki kubistisku málverkin hans, þótt undarlegt megi virðast, heldur málverk frá „tilfinningasjúka tímabilinu", eins og hann kallar það, í kringum árið 1905, þeg- ar hann málaði hluti, sem almenningur skildi. Picasso hefir lifað mörg tímabil og iðkað margvíslegri listastefnur en nokkur Ljósmynd af Pablo Picasso. annar þekktur málari, síðan hann fór frá Spáni til París, 18 ára að aldri. Paðir hans var teiknikennari og hafði kennt syni sín- um það, sem aðdáendur Picasso kalla nú úrelta, skaðvæna stefnu. Þegar Picasso var stúdent hélt hann sýningu á málverk- um sínum í Barcelona og gaf jafnframt út tímarit um list, sem ljómaði af hugviti. Hann vakti enga sérstaka eftirtekt á sér á Spáni eða í Frakklandi fyrr en árið 1908, þegar hann ásamt málaranum Baque fann upp kubismann, en markmið hans er að sýna hlutina með eins einföldum línum og litum og unt er. í mörg ár var Picasso önn- um kafinn við kubismann. Margir reyndu að feta í fótspor hans, og menn voru ýmist með honum eða móti. Árið 1917 fór Picasso með rússneskum dansflokki til ftalíu til þess að mála leik- tjöld. Um sömu mundir giftist hann einni dansmeynni í dansliðinu. — Eftir stríðið kom tímabil, þar sem hann bjó til hinar háu, grísk-Parísar myndir sínar, sem virt- ust vera skýjakljúfunum hærri. í byrjun ársins 1920 málaði hann marg- ar venjulegar myndir. Þar á eftir virðist hann hafa hallast að Surrealistastefnunni, þangað til hann að lokum hneigðist aftur að kubismanum. Nú býr Picasso í höll fyrir utan París, og ekur um í Hispano-Siuza bíl. Hann málar að meðaltali eina mynd á dag í þeim stíl, sem hann er í það og það skiptið í skapi til að mála. Oft eyðileggur hann þær, þegar hann hefir lokið við þær. Þegar hann selur málverk fær hann gífurlega borgun — 20,000 franka fyrir málverkið. Sjálfur á hann málverka- safn eftir franska listamenn, Corot og fleiri snillinga, en ekki eitt einasta eftir samtíðarmenn sína. Aftur á móti er bók- menntasmekkur hans samkvæmt nýjustu tízku og hann hefir mikinn áhuga á öll- um framförum leikhúsanna. Hann er skil- inn við konu sína, dansmeyna, og sonur þeirra 17 ára gamall, er farinn að heiman. Það er sagt, að spánska alþýðustjómin hafi nú kjörið Picasso að forstjóra hins fræga Prado-safns í Madríd. En Picasso hefir verið í Frakklandi síðan borgara- styrjöldin braust út. Hann skiptir sér yfirleitt ekkert af stjórnmálum, en fylg- Framh. á. bls. 21. Picasso er að vísu höfundur kubismans, en þó málar hann jöfnun höndum samkvæmt hvaða stefnu sem vera skal. Þannig málaði hann t. d. andlitsmynd um 1912.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.