Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 9

Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 9
Nr. 5, 1938 VIKAN 9 Bókmenntir. Jón Magnússon. Björn á Reyðarfelli. Einyrkjasaga. Isafoldarprentsmiðja h.f. 1938. Jón Magnússon, gaf út fyrstu ljóðabók sína, Bláskóga, árið 1925. Höfundurinn var þá ungur iðnaðarmaður, sem komið hafði fyrir nokkrum árum austan úr Þing- vallasveit og síðan lagt stund á beykisiðn, eins og annað íslenzkt skáld, Sigurður Breiðfjörð, hafði gert á sínum tíma. Nokkru síðar stofnaði hann ásamt öðrum manni húsgagnaverzlun hér í bænum og hefir rekið hana síðan með miklum dugn- aði. Hann hefir þó engan veginn lagt skáldskapinn á hilluna, sem sjá má af því, að bók sú, er að ofan getur, er f jórða ljóða- bókin, sem frá hans hendi kemur. Má af þessu verða ljóst, sem raunar var vitað áður, að það getur vel farið saman að vera duglegur kaupmaður og gott skáld. Það sýndi sig strax í fyrstu Ijóðum Jóns Magnússonar, að hann átti rætur í mjög römmum íslenzkum jarðvegi og hann hefir heldur ekki villt á sér heimildir síðan. Þess vegna er höfuðeinkenni ljóða hans mjög sterkur þjóðlegur menningarblær, sem á uppruna sinn í meðfæddri ást á bók- menntum og virðingu fyrir íslenzku máli og hugsun. Höfundinum er á sama hátt óeiginlegt að leita sér fótfestu í tízkufyrir- brigðum ljóðlistarinnar og fyrir þá sök verður skáldskapur hans ótímabundnari en ella í bókmenntasögulegu tilliti. I ljóðsögu sinni, Björn á Reyðarfelli, hefir höfundurinn tekið sér fyrir hendur að lýsa því umhverfi, sem íslenzk alþýða hefir vaxið upp úr og lifað í frá byrjun og fram á síðustu tíma. Hann kallar raun- ar bók sína einyrkjasögu, og er það að vísu að því leyti rétt, sem hún f jallar fyrst og fremst um baráttu einyrkjans í um- komuleysi og fábreytni íslenzks sveitalífs, „um gamlan mann við fjöllin efst og austast, sem æfi langa háði tvísýnt stríð.“ En í meðferð skáldsins verður þó frá- sögnin annað meira, sem sé baráttusaga íslenzkrar þjóðar, einskonar hetjuljóð (epos), því, „Mér fannst hann vera ímynd þeirrar þjóðar, sem þúsund ára raunaferil tróð og dauðaplágum varðist gadds og glóðar, en geymdi alltaf lífs síns dýrsta sjóð.“ Hitt má vera, að ljóðin missi einhvers í af almennu gildi sínu vegna þess sér- kennileiks, er höfundurinn gæðir sögu- hetju sína, enda fer varla hjá því að hann hafi haft sérstakan lífsferil í huga, er hann samdi þau. En enda þótt söguhetjan geti fyrir þessar sakir tæpast orðið tekin sem algilt dæmi um íslenzkan bónda, og þó við- bragð hennar við örðugleikum lífsins og umhverfinu sé að ýmsu með öðrum hætti en talist getur einkennandi fyrir íslenzka alþýðu, þá verður ekki annað sagt en sjálf baráttan og það umhverfi, sem bókin speglar, sé hið sama, sem hin umkomu- lausa íslenzka þjóð hefir átt við að búa öldum saman. Það er tilgangslaust að rekja gang þess- arar ljóðsögu, og ég tel ennfremur ástæðu- laust að eltast við að gefa lesendunum „resept“ upp á nokkur sérstök kvæði í bókinni. Ljóðelskir menn munu ekki telja eftir sér að lesa hana alla, og það á hún skilið. T. G. Úr ýmsum áttum. Endurmmningar Wildenweys. Norska ljóðskáldið Herman Wildenweys á marga unnendur hér á landi og er vert að benda þeim á, að nú hefir hann gefið út annað bindi endurminninga sinna, Den nye Kytmen (Gyldendal). Þeir sem lásu fyrra bindið, Vingehesten og Verden, munu ekki setja sig úr færi að lesa þessa bók og áreiðanlega verða þeir ekki fyrir vonbrigð- um. Bókin morar bókstaflega af skemmti- legum frásögnum frá hinu fjölbreytta og æfintýralega lífi höfundarins og yfir þeim öllum er hinn sami góðlátlegi og létti blær, sem lesendur Wildenweys þekkja frá ljóð- um hans. Ensk ljóð frá íslandi. Enska ljóðskáldið Louis Mac Neice, sem ferðaðist hér fyrir tveimur árum, og er ásamt W. H. Auden höfundur að ferðabókinni Letters from Iceland, hefir nú gefið út nýja ljóðabók með kvæðum frá íslandi. Bókin heitir The Earth Compels, og er gefin út af bókaút- gáfufélaginu Faber & Faber. (6 sh.) André Maurois, franski rithöfundurinn, heldur um þessar mundir flokk af fyrir- lestrum í París og er efni þeirra sem hér segir: Listin að skrifa. Listin að hugsa. Listin að lifa. Listin að elska. Listin að verða gamall. Væntanlega yrði leit að þeim manni hér, sem teldist jafnvígur á öll þessi fræði, en ef til vill treysta lesendur Vikunnar sér til þess að tilnefna þá menn, sem að þeirra áliti væru bezt til þess fallnir að kenna mönnum hverja þessara greina fyrir sig. Við myndum telja okkur skylt að birta árangurinn af slíkúm tillögum. Fyrst gera bækumar höfundana fræga, síðan gera höfundarnir bækumar frægar. Montesquieu. * Mér finnst fara vel á því, að alvarlegar bækur séu ekki skrifaðar allt of alvarlega. Voltaire. # Höfundur, sem gerir sér míkið far um að vera skilinn i dag eða á morgun, á það á hættu að vera gleymdur næsta dag. J. G. Hamann. Menn eyða allt of miklum tíma í að lesa það, sem er lélegt . . . Eiginlega ættu menn aðeins að lesa þær bækur, sem hægt er að dást að. Goethe. I gær sagði ég við kunningja minn, að allir, sem væru í hans félagi væru gras-1 asnar og flón. En gettu hvernig þeir hafa hefnt sín. — Þeir gerðu mig að heiðurs- félaga. Árni: Þú glápir á mig, eins og þú ætlir að éta mig. Gyðingurinn: Vertu hvergi smeikur. Eftir mínum trúarbrögðum má ég ekki éta svín. * :;;j Skósmíðasveinninn: Kærastan mín er orðin svo raunaleg á svipinn. Það er eins og hún gangi með leyndarmál eða sam- vizkunag. Jón: Það þarf ekki að vera annað en hún hafi of þrönga skó. i * i 0 Konur, sem fjarmæla mikið og segjast vilja gefa 10 ár af æfi sinni til að eignast hitt eða þetta, meina alltaf 10 ár af for- tíðinni, en ekki framtíðinni. * Veiztu það ekki kona, að þú átt að halda kjafti, þegar þú talar við mig. * Dómarinn: í fyrra stáluð þér 100 kr., og nú eruð þér aftur ákærður fyrir að hafa stolið 80 kr. Hvað hugsið þér yður að lifa svona, ætlið þér aldrei að bæta ráð yðar? Ákærði: Ég hefi nú dálítið skánað síðan í fyrra, það er þó ekki nema 80 kr. í þetta skiptið. * Dómari: Þú ert dæmdur sýkn af þjófn- aðarákærunni, en steldu nú ekki aftur. * Kennarinn: Hver var móðir Móses? Drengurinn: Dóttir Faraós. Kennarinn: Þú ert flón, hún fann hann í sefinu við Nílfljótið, en var ekki móðir hans. Drengurinn: Það getur nú hver trúað því, sem vill. Henni mun hafa komið vel að fá föður sinn og aðra til að trúa því. * Andrés: Ég gaf Kláusi fínar meiningar í gær um, hvernig hann væri. Brandur: Já, já! Hvað sagðirðu? Andrés: Ég sagði, að hann væri bæði lygari, illmenni og afglapi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.