Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 19

Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 19
Nr. 5, 1938 VIKAN 19 Afturgangan. Framh. af bls. 8. skuggaleg alvara. Á daginn gekk allt sinn vana gang, en á kvöldin hnipraði vinnu- fólkið sig saman í stofunni. Það heyrði nokkrum sinnum gengið um uppi, en ekk- ert þeirra minntist nokkru sinni á að fara upp og gá að, hvað um væri að vera. Frú Hanscom hafði talað við málafærslumann- inn og sagt upp stöðu sinni frá fyrsta næsta mánaðar. Thomson ætlaði líka að leita sér atvinnu annars staðar.--- Nú voru liðin þrjú kvöld án þess að nokkuð hefði borið við. Það var kominn háttatími. Frú Hanscom var að lesa í blaði og bílstjórinn og þjónninn að tefla. Það var dauðakyrrð í húsinu, en dálítill and- vari úti í garðinum. — Já, því ekki það? sagði Thomson, þegar þeir höfðu lokið við taflið. — Mað- ur verður aumingi af þessu iðjuleysi. Mig er farið að langa til að aka bíl. — Uss! Er ekki einhver þarna? spurði frú Hanscom og lagði við hlustirnar. — Það er mús að naga, sagði Thom- son, en frú Hanscom fór allt í einu að stynja. Hún starði á dyrnar, sem opnuð- ust hægt og hljóðalaust. Þau störðu öll á þær utan við sig af hræðslu. — Það er hann, hvíslaði Thomson. Guð hjálpi okkur! Hvað er hann að gera hingað? Föt, Hanzkar, fyrir dömur og he Frakkar, Flughúfur, margir litir, Kambgamsdúkar, Kvenlúffur úr skinni, Káputau, mikið úrval, Barnalúffur Skór, með loðkanti og án, Leðurkápur, Teppi, margar gerðir, — jakkar, Loðsútaðar gærur, — belti, hvítar og mislitar. — bindi, Buxur, allskonar, — slaufur, Sokkar, — kragar, Peysur, Skjalatöskur, Garn o. fl. Loksins opnuðust dyrnar upp á gátt, og úti í rökkrinu stóð vera. Hún gekk hægt inn í stofuna, staðnæmdist fyrir innan þröskuldinn og horfði á þau til skiptis. Þetta var sá dauði. Hann var í gamla morgunsloppnum sínum, náfölur að vanda. Frú Hanscom tautaði faðirvorið í hálf- um hljóðum. Veran færðist smátt og smátt nær. Allt í einu fleygði Hicks sér á hné og ' fórnaði upp höndunum. Hann var af- skræmdur af hræðslu, og það var eins og augun í honum ætluðu að springa. — Náðið mig, æpti hann upp yfir sig. —Það var ég, sem gerði það. Ég drap yður og stal peningunum. Verið miskunn- samur og náðið mig, og ég meðgeng þetta fyrir öllum heiminum. Veran, sem þau héldu að væri herra Hugh Sheffield, snéri sér að ráðskonunni og bílstjóranum og sagði alvarlega: — Þið eruð vitni að játningu hans. Það var þessi þorpari, sem myrti bróður minn. Sömu nótt skýrði James Sheffield lög- reglunni frá atburðinum. — Undir eins og ég kom hingað, kynnti ég mér gang málsins, sagði hann. — Ég var jafn undrandi og þið, að morðið skyldi ekki vera framið í vissum tilgangi. En ég vissi dálítið meira um bróður minn en þið. Hann var fjárhættuspilari, þó að hann spilaði aldrei hærra en f járhagsástæðurn- ar leyfðu. — Það vissum við ekki, sagði rannsókn- arlögreglustjórinn. — Nei, ég viðurkenni, að hann gaf upp rangt nafn í spilafé- laginu. Hann var kirkjurækinn og trú- aður og hefir senni- lega ekkert kært sig um, að trúarbræður sínir eða aðrir vissu um þetta saklausa afbrot sitt. Þess vegna datt mér í hug, að þenna dag, sem morðið var framið, hefði hann f arið með mikla pen- inga heim og falið þá í svefnherberg- inu sínu þangað til að hann gæti lagt verður bezt og ódýrast að kaupa hjá okkur. VERKSMIÐJUÚTSALAN GEFJUN-IÐUNN Aðalstræti. þá í banka daginn eftir. Einhver hefði svo komizt að þessu, og líklegast ein- hver af vinnufólkinu. Því fór ég til málafærslumannsins og fékk lyklana að húsinu. Ég vonaði, að þegar sá seki sæi mig í fötum bróður míns, myndi hann verða hræddur og meðganga. Ég ráfaði í nokkrar nætur um húsið og hræddi ráðs- konuna og bílstjórann, sem bæði eru sak- laus. Að lokum ákvað ég að standa frammi fyrir þeim öllum í einu og sjá hvaða áhrif það hefði. — Og árangurinn, sagði lögreglustjór- inn, — er þá sá, að Hicks hefir játað, að hann hafi séð húsbónda sinn vera að telja mikla peninga — sautján þúsund krónur — rétt áður en hann fór að hátta. Hann var sjálfur í f járhagsvandræðum og ákvað að ræna bróður yðar. Hann ætlaði aðeins að deyfa hann með exinni, segir hann, en höggið drap hann. — — Þér hljótið að vera mjög líkur bróður yðar? — Þegar við vorum litlir, varð móðir mín að binda band um úlnliðinn á öðrum okkar til þess að þekkja okkur í sundur, sagði James Sheffield brosandi. — Við vorum tvíburar og vorum líkir eins og tveir vatnsdropar. Ég þurfti ekkert annað en að fara í föt bróður míns, þá var ég ekki einungis líkur honum, heldur blátt áfram alveg eins. Englendingurinn: Hvað heitir hundur- inn þinn? Skotinn: Ég hefi ekki gefið honum nafn enn þá. Englendingurinn: Ég skal segja þér, hvað hann á að heita, láttu hann heita Gladstone. Skotinn: Nei, það væri skömm fyrir Gladstone. Englendingurinn: Láttu hann þá heita Disraeli. Skotinn: Nei, það væri skömm fyrir hundinn. * Móðirin: Ljómandi er hér fallegt. |i: Sonurinn: Já, ljómandi fallegt. j j Faðirinn: Þú átt ekki að hafa eftir það / sem hún mamma þín segir, það er svo j^i heimskulegt. Ný mcalvörubúð. Undirritaður hefir opnað nýja mat- vörubúð (útbú) á Víðimel 35. Sími 5270. Áhersla lögð á hreinlæti og vöruvöndun. Virðingarfyllst r Kristjánsson Ásvallagötu 19. Sími 2078. Víðimel 35. Sími 5270.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.