Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 22

Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 22
22 VIKAN Nr. 5, 1938 Orð í tíma töluð: TÓNAS frá Hriflu og Hermann Jónas- ** son forsætisráðherra sátu með fleir- um og spiluðu framsóknarvist. Er Jónas hafði gefið 20 sinnum í röð segir Hermann: — Þú átt að gefa Jónas. — Nei, Hermann, þú lætur mig nú ekki gefa tvisvar í röð, svaraði Jónas. # Kjarval var eitt sinn að mála á veggina í Landsbankanum. Kemur þá einn starfs- manna bankans til hans og spyr, hvað hann sé að mála. — Ég er að mála togara, segir Kjarval. — Nú,' en ég sé engan togara, segir maðurinn. — Það er ekki von, þú ert sjálfur í lestinni, svaraði Kjarval. # Maður nokkur kom til Snæbjöms Stefánssonar skipstjóra og falaði hjá hon- um vinnu. Spurði þá Snæbjöm hvað hann gæti gert. — Allt, svaraði maðurinn. — Jæja, góði. En f jandi var það slæmt, að ég skyldi hafa ráðið fleiri menn á skip- ið — því nú hefði ég komizt af með þig einan. # Snæbjöm var að segja gömlum og reyndum sjómanni fyrir verkum. Virtist maðurinn eiga erfitt með að skilja, hvað átt væri við — og er Snæbirni fór að leiðast þófið benti hann á hálsinn á sér og sagði: — Þú ert góður hingað. # Ferðamenn á Snæfellsnesi mættu eitt sinn manni á förnum vegi og bar sá hnakk á baki. En á undan honum lötraði hestur. Spurðu þeir karl, hvers vegna hann legði ekki hnakkinn á hestinn. En karl kvað hestinn mjög fælinn og óstýrilátann og bætti svo við: — Og ég ætla að gera bölvaðri bikkj- unni það til skammar að bera hnakkinn sjálfur. # Jón í Ystafelli var að refta yfir fjár- hús. Bar þar að mann, og hafði sá orð á því, að þetta væru lélegir raftviðir. Þá sagði Jón: — Það er ekki gaman að vanefnaskort- inum, þegar maður þarf að kljúfa tvo rafta í einn. # Jón kom eitt sinn að máli við nágranna sinn eftir smalamennsku og spurði: — Þú hefir vænt ég ekki séð hornkoll- ótta hrútgimbur, tjargaða með rauðri blá- krít milli homanna. Fyrst: Almanak var fyrst prentað á Ungverja- landi 1470. Pappír úr hör- og ullardulum var fyrst búinn til árið 1000, en úr hálmi árið 1800. Póstafgreiðsla var raunar til í fornöld, en lagðist seinna niður. Komst á fót aft- ur reglubundin á Frakklandi 1462, á Eng- landi 1581, í Vesturheimi 1710. Frímerki voru notuð fyrst á Englandi 1840. Stálpennar voru fyrst notaðir á Eng- landi 1805. Kompás var fundinn upp á ítalíu af Flavio Geoja síðast á 13. öld. Hitamælir bjó fyrstur til Hollendingur- inn Drebbel seint á 16. öld. Vindhraðamælir var fundinn upp 1709. Steinkol voru fyrst höfð til eldsneytis á Englandi 1350. Steinolía var fyrst notuð til Ijósa 1826, en fyrst grafið eftir henni í Ameríku 1843. Gas úr steinkolum var fyrst unnið 1739, en var fyrst notað til lýsingá í stórborg- um 1792. Eldspýtur, líkar því sem þær em nú, vom fyrst notaðar árið 1833. Vasaúr voru fyrst búin til af Pétri Hen- lein í Niirnberg á öðrum tug 16. aldarinn- ar. Vom þau lík eggi í lögun og því nefnd „eggin frá Niirnberg“. Spil voru fundin upp 1380 til skemmt- unar Karli VI. konungi á Frakklandi. Kirkjuklukku lét Pauliníus biskup á ítalíu fyrst búa til árið 400. Sprengikúlur vom fyrst gerðar á Hol- landi 1495. # Kerling settist við eld gegnköld í vetr- arhörku og segif þá: — Gott á skrattinn, að geta setið við eldinn þegar hann vill. # Jóh. Aner, prófessor í Vínarborg, var orðlagður fyrir hjárænuskap og mismæli. Meðal annars hafði hann sagt í fyrirlestr- um sínum: — Alexander fæddist einu sinni, þegar foreldrar hans vom fjarverandi. — Þegar Júlíus Cæsar var drepinn, brá hann með annari hendinni kápunni upp yfir höfuðið, en hrópaði á hjálp með hinni. — Þannig byrjaði ógurlegur bardagi á. blaðsíðu 94. — Því miður em líka til í Norðurálfunni menn, sem ekki kunna að stjórna geði sínu. # Hryssa datt á einstig í snarbröttum mel og um leið maður sá, er á sat. Bæði ultu þau ofan á jafnsléttu, og var annað hvort ofan á. Þegar hryssan stóð upp aftur, varð manninum að orði: — Skyldi merin hafa meitt sig? # Tveir gamlir kunningjar mættust á föm- um vegi og heilsuðust vinsamlega. Ámi: Nú er langt síðan við höfum sézt, hvar áttu heima núna, Jón minn. Jón: 1 fyrra átti ég heima á Hala, en nú er ég kominn í Hvarf. Leiðrétting. Á nokkrum fyrstu eintök- um þessa blaðs misritaðist hæð og þyngd Ólafs Guðmundssonar undir mynd á 5. síðu. Hann er 200 centimetrar á hæð og 200 pund á þyngd. Sláturfélag Suðurlands Reykjavík. Sími 1249 (3 línur). Símnefni: Sláturfélag. HEILDSALA: Lindargötu 39. SMÁSALA: Matardeildin, Hafnarstræti 5. Matarbúðin, Laugaveg 42. Kjötbúð Sólvalla, Sólvallagötu 9. Kjötbúðin, Týsgötu 1. Kjötbúð Austurbæjar, Laugav. 82. Landsins elzta og fullkomnasta kjötverzlun, — ávalt ný Sími 1211 — 3812 — 4879 — 4685 — 1947

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.