Vikan


Vikan - 16.03.1939, Side 6

Vikan - 16.03.1939, Side 6
6 VIKAN Nr. 11, 1939 litla nver Pasha, Napóleon Tyrklands. Eftir HUBERT E. GILBERT. pað hefir verið ritað ýmislegt um Enver Pasha, en frá- sagnimar um dauða hans koma hver í bága við aðra. En sannleikurinn er þessi: Tuttugasta ágúst 1922 voru Rússar fimm rastir frá Hissar í Turkestan. Rússneski herstjórinn sá í sjónauka sínum hina gulu leirveggi vígisins, sem gnæfðu yfir bæinn. Kósakkamir höfðu stokkið af baki, nokkrir gengu fram í skotröðum með riddarabyssur undir handleggjunum, hinir teymdu hestana. Stórskotahðið hafði líka gengið fram. Þá kváðu við þmmur bak við hæð Hissiars, og hvinir þutu í gegnum loftið. Þúsund mílur fyrir aftan Rússana gaus upp moldarmökkur. Rússamir hlógu. Einn þeirra benti á hæðadrög- in fyrir sunnan Hissar: „Þarna standa Sartarnir alveg eins og grenitré í þúsundatali“, hrópaði hann. Herforinginn lét hersjónaukann falla og gaf foringja skot- vígisins bendingu. Hann gaf síðan skipanir, og skömmu síðar var skotið á hæðadrögin, þar sem Sartarnir stóðu, til að sjá, hvað væri á seyði niðri í dalnum. Síðan var skotið af fall- byssum. í' loftinu voru þunn, hvít ský á sveimi, og á jörðinni sáust dökk- ir dílar. Því næst var skotið af öllum rússnesku fallbyss- unum á Hissar. Sartarnir svömðu öðm hvoru, en fallbyssur þeirra vom ber- sýnilega mjög gamaldags. Þegar rússneski herfor- inginn beindi sjónaukan- um aftur á hópinn, sá hann, að hann var að nálg- ast, og að einn riddarinn hafði vafið hvítu hand- klæði utan um lensuna sína. „Hættið að skjóta!“ skipaði hann. „Þarna koma friðarboðar." Stuttu síðar þögnuðu fallbyssumar, og kósakk- amir lögðu sig í grasið. Á meðan höfðu riddararn- ir gengið upp á herstjóra- hæðina. Þar voru þrír Sartar og einn gamall, gráskeggjaður öldungur með grænan vefjarhött, sem einkennir pílagríma frá Mekka. Hann heilsaði Rússunum með því að snerta , ennið, munnin og brjóstið með hægri hend- inni. Enver Pasha ásamt nýja soldáninum, Muhamed V., sem Abdul Hamid hafði haldið í 33 ár í fangelsi. Mynd frá götunum í Konstantínopel árið 1909, þegar „Ung-Tyrkir“ og „Gamal-Tyrkir“ börðust um völdin, og Abdul Hamid, soldán, var rekinn frá völdmu. „Tengdasonur kalífans féll í bardaganum!" sagði hann. „Fallbyssur þínar slökktu síðasta lífsneista hans“. „Áttu við Enver Pasha?“ spurðu Rússamir. Gamli maðurinn, Ibrahim Brey, hermála- ráðherra Buckara, kinkaði kolli: „Enver Pasha er dauður. Við eigum ekki fleiri skot og ekkert til að borða, svo að við felum þér herinn!“ Eftir tvo tíma komu þeir með lík Enver Pasha á tvíhjóluðum vagni. Þarna lá hann rólegur með bros á vörum. Varirnar vora föl- ar og blóðlausar, og svart skeggið stóð út í loftið. Á brjóstinu, handleggjunum og fótun- um voru dökkir blóðblettir. Rússneski hers- höfðinginn hafði séð Enver Pasha í Moskva. Það var enginn efi á því. 1 brjóstvasa dána mannsins fannst bréf frá konu hans, Nadsjie Sultane, og mynd af henni bar hann í gull- keðju, sem hann hafði um hálsinn.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.