Vikan


Vikan - 16.03.1939, Side 17

Vikan - 16.03.1939, Side 17
Nr. 11, 1939 VIKAN 17 Framh. af bls. 8. 1 sama bili kváðu við nokkur skot, og Nasim féll niður, særður til dauða. I öll- um ólátunum stökk Enver upp á stól með sína skammbyssuna í hvorri hendi og hót- aði að skjóta hvem þann, sem gripi til vopna. Eins og Napoleon gerði þegar hann kom heim frá Egyptalandi, rak Enver stjórnina á dyr, en sá var aðeins munur- inn, að hann þorði ekki að taka sér ein- valdstitilinn, heldur stóð hann á bak við ,,nefnd sameiningar og framfara". Mahmud Shevket varð stórvezír. Hann neitaði að semja frið, svo að stríðið dróst á langinn. Nýja stjórnin varð að gera allt, sem hún gat, til að vinna sigur til að réttlæta áfram- hald stríðsins. Enver fór til Adríanopel, sem Búlgarar sátu um. En Tyrkir biðu þar mikinn ósigur. Þá tóku menn að efast um gáfur Envers sem hershöfðingja. En þjóð- in missti ekki álit á honum. En Adrianopel varð að láta af hendi, og stjórnin varð að skrifa undir sömu auð- mýkjandi friðarsamningana, sem hún hafði einu sinni neitað að skrifa undir. 1 Konstantínópel fóru Ung-Tyrkir og Gamal- Tyrkir að deila um völdin á ný, og það endaði með því, að Mahmud Shevket var myrtur. Ung-Tyrkjar létu þá varpa öllum sínum andstæðingum í fangelsi og hengja þrettán þeirra. Nefndin hafði svo tak- markalaust vald, að hún neyddi soldáninn til að skrifa undir dauðadóm tengdason- ar síns. Og nú varð aftur friður í landinu. Ann- ar viðburður kom þá nefndinni til hjálp- ar. Sumarið 1913 fóru Balkanríkin í stríð innbyrðis, og það notuðu Tyrkir sér. Enver fór til Adrianopel með riddaralið sitt og sigraði borgina 23. júlí. I janúarmánuði árið 1914 sat þríveldis- stjórnin Enver-Talaat-Djemal að völdum. Enver varð hermálaráðherra og varahers- höfðingi. Muhamed soldán sá þetta fyrst í blöðunum, hann hafði nú ekki meira að segja en það. Þríveldisstjómin fór algjör- lega með völdin þangað til heimsstyrjöld- inni lauk, þó að það ætti að heita svo, að til væri stjórnarráð og þing. Enver lét mest til sín taka út á við. Hann byrjaði á því að reisa við herinn. Frá Þýzkalandi fékk hann her undir stjórn Liman von Sanders. Enver rak þá hermenn, sem voru famir að eldast, úr hernum og á ótrúlega stuttum tíma, var hann búinn að koma hernum í ágætt horf. Þeigar heimsstyrjöldin brauzt út, höfðu Enver og Talaat nýgengið í bandalag við Þýzkaland, svo að Tyrkland varð að taka þátt í stríðinu. Draumur Envers var að endurreisa hið forna osmaniska ríki. Á götum Konstan- tínópel sást rauð bifreið Envers á fleygi- ferð, og á eftir henni fór önnur bifreið, en í henni vom hjálparmenn, sem vom valdir eftir kröftum og skotfimi. Enver var ágætur skipuleggjari, þó að hann gæti ekki komið sér við þýzku lið- sveitirnar. Sem herstjóri var hann ekki jafn hepp- inn. Á fyrsta stríðsárinu höfðu Rússar ráðist inn í Tyrkland. Enver hafði sjálf- ur stjórn Kaukasus-hersins. Hann ætlaði eins og Napoleon forðum að ráðast að óvinunum úr öllum áttum, en þar brást honum bogalistin, og rússnesku herferð- inni lauk með hryllilegum ósigri. Af 90,000 manna her, komu aðeins 10,000 heim aftur. Það er kynlegt, að um sama leyti og frægð Envers tekur að minnka, tekur stjarna Mustafa Kemals að skína. Mustafa, faðir hins nýja Tyrklands, vann sér fyrst frægð, þegar Frakkar og Englendingar ætluðu að ráðast inn í Dardanellersund. Enver fór þá til þýzku stöðvanna og æsti Þjóðverjana upp. 1 Þýzkalandi var hann enn vinsælli en í Tyrklandi. AIls- staðar vom auglýsingar með myndum af honum og nafni hans. Árið 1918 unnu Tyrkir hvern sigurinn á fætur öðrum. Muhamed V. dó þá um sumarið, og Muhamed VI. kom til ríkis. Staða Envers breyttist ekkert við það. Hann hafði nýja soldáninn alveg í vasan- um og fékk hann til að senda keppinaut sinn, Mustafa Kemal, til Palestínu á móti Englendingum. Frá 1918 og mestan hluta ársins 1919 varð Enver að vera í útlegð í Þýzkalandi. Vinir hans sáu fyrir honum, en í lok árs- ins 1919 varð hann að flýja úr Þýzkalandi. Hann var fyrst í stað í Lithauvíu og gekk í samband við Sovjet. En það leið ekki á löngu, áður en hann varð að flýja þaðan. Honum tókst að kom- ast með þýzkri flugvél til Moskva, þar sem honum var tekið opnum örmum. Þar kom hann á leynisambandi á milli Sovjet og keppinautar síns, Kemal, í febrúarmánuði árið 1920. Honum leiddist í Moskva, og það reyndist hættulegt eins og síðar kom í ljós. 1 septembermánuði árið 1920 var hann sendur, ásamt Sinovjev (sem nýlega var tekinn af lífi fyrir samsæri gegn Stalin) til Balen. Þar héldu rússnesku Múhameds- trúarmennirnir þing gegn ensk-frönsku alríkisstefnunni. Sinovjev hélt þar ræðu og lýsti því yfir, að „heyja skyldi heilagt stríð til að vernda múhamedsku þjóðflokk- ana þjóðfélagslega!" Hann bað Enver, tengdason kalífans, að styðja þessa uppá- stungu. Trotski sendi Enver skeyti og bað hann að taka að sér herforingjastöðuna í löndum Rússlands hinu megin við Kaspía- hafið. Enver tók hana að sér, en hafði allt annað í huga. Hann sendi Vumi Bey, bróð- ur sinn, með álitlegan her á móti Armeníu- búum, sem höfðu gert uppreisn gegn Sovjet. Sjálfur fór hann yfir Kaspíahaf til Buchara. Þar fann hann fljótlega áhang- endur, tók að skipuleggja her og rak í burtu Sovjet liðsveitirnar, sem sátu um landið. I Buchara voru bolsevikkarnir hat- aðir. Það er sagt, að Enver hafi látið kalla sig Emir (höfðingja) í Buckara. Sumarið 1922 ákvað Trotski að senda her á móti Enver. Hann var búinn að fá svo góð sambönd og æsa Múhamedstrúar- mennina upp. Rússamir létu það berast út, að þeir ætluðu yfir Hissar-fjölhn. 9. ágúst árið 1922 komu fyrstu fylkingarnar til Djiis- kambe. Bærinn hafði verið yfirgefinn. Enver hafði farið aftur til Hissar. Rúss- arnir kveiktu í Djiiskambe og héldu síðan áfram yfir landið. Nú skeði það, sem við minntumst á í byrjuninni: Enver féll fyrir fyrsta fall- byssuskotinu. Liðsveitir hans tvístruðust. Hættan var um garð gengin, og Rússarnir komu upp Sovét-lýðveldinu Turkestan. Enver Pasha beið fleiri ósigra og vann færri sigra en Napóleon, — en eitt hafði hann fram yfir Napóleon: hann féll á víg- vellinum eins og hraustur hermaður. Prófið. Framh. af bls. 10. við þennan þráa, þessa uppgerðar heimsku, það, að þú fórst ekki til messu. Er það ekki rétt, drengur minn? Og hversu oft hefir þér verið kennt, að það að mæta ekki við messu, að skrópa á sunnudögum, að veiða fisk í stað þess að koma til barna- guðsþjónustunnar klukkan níu á sunnu- dögum, það er að hlýða djöflinum og búa sig undir eilífar kvalir í helvíti! Þetta er auðvitað orsökin. Er ekki svo? Reglustrik- an bar hátt við loft, síðan féll hún þungt á bak og herðar drengsins. — Svo mátt þú ekki vera fjarverandi við messuna. Þú mátt ekki skrópa frá messunni. Ég þekki þig, Ferris. Hr. Loc- hran hefir sagt mér allt um þig. Reglu- strikan gekk upp og niður, en ekkert heyrðist í drengnum. — Og ég aðvara þig. Þú verður að koma til messunnar. Messunnar. Messunnar. Allt í einu hopaði hann aftur á bak, því að Ferris hafði kastað upp á borðið. — Þetta færðu fyrir að koma ekki til messu. Það skaltu ekki gera. Það máttu ekki gera. Hann fleygði reglustrikunni. — Eg aðvara þig, sagði hann hægt, og sló Ferris að endingu í hnakkann, og hrópaði: — Og hver sá, sem ekki kemur til messu á sunnudögum, mun fá það sama. * Fyrir skömmu fæddist í New York stúlka, sem er efalaust minnsta barn, sem fæðst hefir í heiminum. Hún var 438 grömm að þyngd og gat legið í lófa full- orðins manns. Litla stúlkan lifði aðeins í einn dag. Það er ekki hægt að hvísla á japönsku og kínversku, því að áherzla stafanna er jafn þýðingarmikil og framburðurinn. Það er sagt, að kjaftakerlingar í þessum lönd- um hafi sérstakt fingramál.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.