Vikan - 16.03.1939, Qupperneq 20
20
VIKAN
Nr. 11, 1939
Salómonsdómur.
I Tngfrú Jóhanna var veik, og bekkurinn
hafði fengið nýja kennslukonu í henn-
ar stað. Hún var mjög ung. Litlu stúlk-
umar í bekknum voru allar búnar að koma
sér saman um að verða vinir hennar, og
hún fyrir sitt leyti var ákaflega ánægð
með nemendur sína.
— Þetta er skemmtilegur bekkur, sagði
hún við ungfrú Svanhildi, sem kenndi þar
líka.
— Finnst yður það, ungfrú Þórunn,
sagði ungfrú Svanhildur og brosti hæðnis-
lega, — jæja, vonandi verðið þér ekki fyrir
vonbrigðum. Engu er fulltreystandi.
• Það var ekki talað meir um þetta, því
að skólabjallan hringdi, og þær fóm hvor
til sinnar vinnu.
— Jæja, stúlkur, hafið þið komizt í
nokkur æfintýri síðan á laugardaginn.
Stúlkurnar réttu allar upp hendurnar,
og þegar þær vom einu sinni byrjaðar að
segja frá æfintýrunum, var hér um bil
ómögulegt að stöðva þær. Það var ekki
hægt að sitja kyrr í sætinu, þegar maður
þurfti að segja frá skemmtilegri kvik-
mynd. Og þegar ein þeirra var komin alveg
upp að kennaraborðinu, leið ekki á löngu
áður en allur hópurinn stóð þar, svo að
ungfrú Þórunn varð að reka þær í sætin
aftur. Ósjálfrátt datt henni í hug:
— Engu er fulltreystandi.
Allt í einu varð henni litið á kennara-
borðið, þar sem bækur hennar lágu.
Litla hvíta taskan hennar með pening-
unum var horfin.
Hún eldroðnaði af reiði, og það vom
miklir peningar í töskunni. Gat það verið,
að einhver stúlkan hefði notað tækifærið
og stungið henni á sig, án þess að hinar
hefðu tekið eftir því?
1 miklu fáti tók hún upp bækurnar og
leitaði allsstaðar, en árangurslaust. Hún
vissi, að hún gat hvergi hafa lagt töskuna
nema á borðið. Hún sagði hörkulega um
leið og hún leit yfir bekinn:
— Heyrið þið, stúlkur. Þið hafið líklega
tekið eftir litlu, hvítu töskunni, sem lá
héma ? Einhver ykkar hlýtur að hafa tek-
ið hana í gamni, en ég ætla að biðja hana
að skila henni strax aftur.
Ungfrú Þórunni fannst, að með þessu
gæfi hún þeirri seku möguleika til að kom-
ast hjá því að vera kölluð þjófur, en tónn-
inn, sem hún sagði þetta í, var nægilegur
til að stúlkumar gláptu allar steinþegjandi
á hana.
Engin þeirra svaraði.
Kennslukonan roðnaði meira. Henni
fannst ástúð sín vera illa launuð.
— Ef engin gefur sig fram, verð ég að
álíta, að stúlkan hafi alls ekki gert það
að gamni sínu, heldur ætlað að stela tösk-
unni.
Á meðan hún talaði horfði hún frá einni
stúlkunni til annarrar. Þær voru allar for-
BAENASAGA
viða. Hún sá, að einni telpunni var um
og ó. En ungfrú Þórunn lét sem ekkert
væri. Hún hugsaði, að hún skyldi fá eitt
tækifæri enn til að skila töskunni.
— Nú segi ég í síðasta skipti: Stúlkan,
sem tók töskuna, verður að leggja hana á
borðið. Nú fer ég fram stundarkorn, og ef
taskan verður á borðinu, þegar ég kem inn
aftur, skal ég ekki minnast á þetta framar.
Hún fór út, gekk eftir ganginum, stað-
næmdist við gluggann og horfði út í garð-
inn.
Síðan gekk hún rólega til baka og inn
í bekkinn. Þar ríkti óvenjuleg kyrrð, en
taskan lá ekki á borðinu.
— Þá verð ég að leita hjá ykkur öllum,
þó að mér sé það þvert um geð. — Líka
þeirra vegna, sem saklausar eru.
Ungfrú Þórunn gekk að fórnardýrinu og
sagði ákaflega vingjarnlega: — Það er
alveg sama, hvar ég byrja. Það er bezt, að
ég byrji á þér.
Stúlkan náfölnaði.
— Hvað heitir þú aftur?
Stúlkan svaraði ekki, en ein af sessu-
nautum hennar svaraði með ákafa:
— Hún heitir Helga.
— Þú þarft ekki að vera hrædd, Helga
mín, því að ef þú hefir ekki tekið hana,
verður ekkert gert.
En Helga fól andlitið í höndum sér.
Sessunautar hennar réðust á skólatösku
hennar eins og köttur á mús. Allt í einu
var kallað sigri hrósandi: — Hérna er
taskan, ungfrú Þómnn, hún var undir bók-
unum hennar.
Ungfrú Þórunn opnaði töskuna í flýti.
Henni létti, þegar hún sá, að allir pening-
arnir voru í henni.
Síðan sagði hún kuldalega:
— Að þú skulir ekki skammast þín,
Helga! Þetta var ljótt. Þú máttir vita, að
þetta hlaut að komast upp.
Því næst sagði Helga, og það var eins
og angistaróp:
— Ég tók ekki töskuna af borðinu, ég
fann hana úti í garði.
— Hvaða vitleysa er þetta, barn. Reittu
mig nú ekki til reiði. Það hafa áreiðanlega
margar séð, að ég lagði töskuna á borðið,
þegar ég kom.
Stúlkurnar réttu ákaft. upp hendurnar
og sögðu hver í kapp við aðra:
— Ég sá það, ungfrú. — Ég sá það líka.
En aumingja Helga grét í sífellu: —
Ég tók ekki töskuna.
Nú varð ungfrú Þómnn fyrst fyrir al-
vöru reið.
— Við verðum þá að tilkynna umsjón-
armanninum þetta, sagði hún hátt og
snjallt.
I sama bili var barið að dyrum, og um-
sjónarmaðuirnn stóð í dyrunum eins og
hann hefði verið kallaður.
— Góðan daginn, ungfrú Þórunn! Góð-
an daginn, stúlkur! Mér finnst þið vera
nokkuð háværar í dag?
— Já, hr. umsjónarmaður. Því miður
stóðum við eina stúlkuna að því að stela
þessarri litlu tösku, sem lá héma á borð-
inu. Stúlkurnar komu allar hingað upp að
kennaraborðinu, og á meðan notaði Helga
tækifærið og tók töskuna.
— Þetta er ekki satt, sagði Helga. —
Ég fann hana.
Ungfrú Þórunn brosti vandræðalega.
— Því miður eru hér mörg vitni að því,
að ég lagði töskuna á borðið.
Helga hágrét.
Umsjónarmaðurinn lagfærði spangar-
gleraugun og klóraði sér á bak við eyrað.
— Má ég reyna að vera Salómon. Má ég
sjá töskuna? ungfrú Þómnn.
Hann skoðaði hana í krók og kring, síð-
an sneri hann sér að Helgu og sagði: —
Má ég sjá skólatöskuna þína, Helga mín?
Þegar hann hafði opnað töskuna, tók
hann upp úr henni lítinn vasaklút, sem var
alveg hreinn öðru megin, en hinumegin var
hann allur óhreinn.
— Af hverju er klúturinn svona
óhreinn, góða mín? spurði hann og brosti
blíðlega.
Það var eins og lítill vonarneisti hefði
kviknað hjá Helgu. Hún horfði á hann og
sagði:
— Ég þurrkaði af töskunni með hon-
um.
Umsjónarmaðurinn skoðaði afur tösku
ungfrúarinnar, og börnin fylgdust í ákafa
með rannsóknum hans.
Síðan sneri hann sér að bekknum.
— Hver sá töskuna á kennaraborðinu ?
Enginn gaf sig fram. Inga, sagði ein-