Vikan


Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 3
Nr. 20, 1939 VIKAN 3 Um kveðskap • .< *#*-' Látrci'Bj argar. Björg Einarsdóttir, sem alþekkt er undir nafninu Látra-Björg, er fædd í byrjun 18. aldar og lifði fram yfir 1780. Björg var afar einkennileg í hátt- um sínum og öllu líferni. Þó er það auðséð á sögnum þeim, sem af henni ganga, að hún hefir verið greind kona og merkileg á ýmsa lund. Kunnust er Björg fyrir kveð- skap sinn, sem að vísu er ekki allur mkils virði, en margt bendir þó til óvenjumikillar orðfimi og hagmælsku. Sumar af lausa- vísum Bjargar hafa gengið um allt land og verið húsgangar á hverjum bæ. Það bendir einnig á vinsældir hennar sem hag- yrðings, hversu mikill fjöldi af uppskrift- um vísna hennar er til á Landsbókasafn- inu. Þar munu vera varðveittar nokkuð á annað hundrað lausavísur eftir Björgu, sumar í tugum uppskrifta. Ekki átti Björg langt að sækja hag- mælsku sína. Einar Sæmundsson, faðir hennar, var lipur hagyrðingur. Mest af kveðskap hans mun nú vera glatað, en þó eru til fáeinar vísur, sem honum eru eign- aðar. Björgu Einarsdóttur er þannig lýst, að hún hafi verið allra kvenna stærst og fer- legust ásýndum. Einkum var til þess tek- ið, hve hálslöng hún var og hvað henni var hátt til hnés. Björg lifði ógift alla æfi og gekk aldrei í vistir eins og annað kven- fólk. Leiddist henni jafnan allt nostur og dund, en svo nefndi hún hin venjulegu kvenmannsstörf, matreiðslu, heyskap og tóvinnu. Framan af æfi dvaldi hún jafnan á Látrum á Látraströnd, enda var hún kennd við þann bæ. Ekki voru húsakynni þar góð, og víkur Björg að því í vísu, sem hún kvað um bæinn á Látrum, sem var rakasamur úr hófi fram: Aldrei Látra- brennur bær — bleytan þessu veldur — allt þar til að Kristur kær kemur og dóminn heldur. Meðan Björg dvaldi á Látrum, reri hún til fiskjar með karlmönnum. Það starf féll henni vel, og var hún talin róa til jafns við þá sjómenn, sem röskir þóttu. Fiskin var Björg í bezta lagi, en einkum þótti mönnum hún veiða vel, þegar aðrir fengu varla bein úr sjó. Var því almennt trúað, að hún „kvæði fisk að sér“, enda átti hún að vera kraftaskáld, sem kallað var. Eitt sinn var það, meðan Björg dvaldi á Látr- nm og reri þaðan, að aflafátt var. Þá kvað hún: Sendi drottinn mildur mér minn á öngul valinn Eftir Gils Guðmundsson. flyðru þá, sem falleg er, full hálf þriðja alin. Fylgir það sögunni, að von bráðar drægi hún flyðruna. Ýmsar af sjávar- og siglingavísum Bjargar eru mætavel kveðnar. Skulu hér birt nokkur dæmi. Ekki langt frá Látrum er sker það, sem Bekkjarsker nefnist. Það var einhverju sinni í ljúfum byr, að Björg sigldi þar fram hjá. Þá kvað hún: Golan lýðum geðfeld er, galar hún og strengur. Báturinn fyrir Bekkjarsker býsna mikið gengur. I næstu vísu lýsir Björg hamförum sjáv- arins: Grenjar hvala grundin blá geðs af kala stórum, berg við gala og brotna þá bylgjur Valakletti á. Þá er þetta fjörleg og hressileg lýsing á því, þegar sjór ýfist og umhverfist á undan ofviðri: Orgar brim á björgum, bresta öldu hestar, stapar standa tæpir, steinar margir veina. Þoka úr þessu rýkur, þjóð ei spáir góðu, halda sumir höldar hríð á eftir ríði. Eitt sinn réri Björg á sama bát og mað- ur sá, er Stígur hét. Stígur þessi þótti hið mesta væskilmenni og eftir því latur. Hann átti að róa á móti Björgu og þótti henni sér gerð óvirðing með því. Dag nokkurn, þegar leti Stígs keyrði úr hófi fram, kvað Björg vísu þessa: Taktu á betur, kær minn kall, kendu’ ekki í brjósti um sjóinn. Þó harðara takirðu herðafall hann er á morgun gróinn. Ekki þótti Björg nein hispurskona og var talin heldur ókvenleg í mörgu. Hataði hún skraut allt og sundurgerð. Þegar Björg tók að reskjast og var farin að þreytast á sjóróðrum, lagðist hún í flakk og fór víða um land. Fékk hún víða góðar viðtökur á ferðum þessum, þótt sumir öm- uðust heldur við. Naut hún kveðskapar-. gáfu sinnar hjá ýmsum, en aðrir tóku henni með óttablandinni lotningu, vegna orðróms hennar sem ákvæðaskáld. Björg var jafnan þannig búin á ferðum sínum, að hún var í sauðsvartri úlpu, sem tók henni á mitt læri, og hafði hettu mó- rauða á höfði. Var hún þá hin tröllsleg- asta og höfðu börn mikinn beyg af henni. Það var einhverju sinni, þegar Björg kom á bæ, að lítið barn stóð í dyrum úti. 1 fyrstu starði það á hana, sem steini lost- ið, en tók svo að gráta hástöfum. Þá kvað Björg: Get ég að sé ég grýla barna af guðunum sköpt í manna líki. Á mig starir unginn þarna eins og tröll á himnaríki. < Oft mun Björg hafa orðið að lifa við þröngan kost á vergangi sínum. Einkum var það þegar illa voraði, að menn skirrð- ust við að gefa henni að éta og hýsa hana, nema þá í mesta lagi nótt og nótt. Eitt vor kom hún í Ólafsf jörð og gisti þar á bæ einum. Var þá bjargarskortur mikill manna á meðal. Björg fer að tala um það, morguninn eftir, að hún verði víst að fara að hafa sig á kreik. Húsbóndinn, sem hét Nikulás, þóttist finna það á tali hennar, að hún veigraði sér við að fara, en kæmi sér ekki að því að biðja um að vera leng- ur. Kvaðst hann nú ætla að heita á hana og lofa henni að vera í viku, ef hann afl- aði eitthvað um daginn, en hann var þá á leið að draga fyrir silung. Þessu svarar kerling með vísu: Af önd og munni ég þess kýs, að þér lukkan blási, silungsaflinn sé þér vís, sjálfum Nikulási. Bóndi veiddi vel og lofaði kerlingu að vera í mánuð. Ekki var Björgu vel við sýslumenn og hreppstjóra, fremur en flestum öðrum flökkurum. Gerðu þeir stundum tilraunir til að hefta flakk kerlingar, þótt ekki bæri það mikinn árangur. Eitt sinn skipaði Jón sýslumaður Benediktsson henni að hætta að flakka og fór hörðum orðum um ónytj- ungsskap hennar og leti. Björg reiddist við og kvað: Dómarinn Jón, þú dæmir mig, dómurinn sá er skæður. — Dómarinn sá mun dæma þig, sem dómunum öllum ræður. Það var einhverju sinni á efri árum Bjargar, að hún kom að Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar bjó þá Stefán amtmaður Þórarinsson. Gazt honum illa að vergangi og betli og vildi koma í veg fyrir það. Hann var maður ör í lund og gat verið fljótur til að reiðast. Þegar amtmaður fær fregnir af því, að Björg sé á leið heim að bæ hans, gengur hann heldur snúðugt út á móti henni. Björg heilsar honum kump- ánlega og segir: „Sæll vert þú, Stefán minn.“ Amtmaður varð nú hinn reiðasti og spyr, hví flökkukerling sú dirfist að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.