Vikan


Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 10
10 VIKAN Nr. 20, 1939 ára gömul, var að binda ljósrauða slaufu utan um skottið á hundinum sínum. Hún leit upp! — Sæll, Edwin kallaði hún. — Eigum við að leika okkur? — Að hverju? spurði Edwin um leið og hann stökk niður í garðinn. — Hermönnum? sagði unga stúlkan. — Það gerir ekkert. Við felum okkur, sagði stúlkan. Tarzan leit fyrst á tígrisdýrið, sem var með grænar, málaðar randir, og síðan á stúlkuna, sem var í kartöflupoka og með blóm í hárinu. — Ég held, að þú eigir að fara að borða. Vertu bless! Þegar hann kom inn, voru mamma hans, pabbi og Grace í borðstofunni. — Klukkan er að verða tvö, hrópaði Edwin. — Á ekki að fara að borða? Frú Jones horfði spyrj- andi á mann sinn. Hann kinkaði kolli. — Það þýðir ekkert að bíða lengur, sagði hann. — Hann kemur ekki úr þessu! Þegar þau voru byrjuð að borða, leit Edwin allt í einu upp: — Eftir hverj- um voru þið að bíða? bíða ? — George frænda, svaraði móðir hans. — Hver er þessi George frændi? spurði Edwin. — Frændi pabba þíns. — Hefir þú orðið var við hann, Edwin? spurði nú faðir hans. — Hvernig lítur hann út? spurði Edwin. — Hvemig á ég að vita það, svaraði hr. Jones. — Ég hefi ekki séð hann síðan ég var lítill. — Nú, sagði Edwin. Honum hafði allt í einu dottið dálítið í hug. — Er hann stór og feitur? — Það er sennilegt, elskan mín, sagði frú Jones. — Talar hann eins og hann sé með munninn fullan af brjóstsykri ? spurði hann. — Hvað á drengurinn við? spurði hr. Jones og horfði rannsakandi augunum á drenginn. — Hann á við amerískan hreim, sagði frú Jones. — Jú, góði minn, hann gerir það. Sástu þennan mann? — Ekkert yrði ég undrandi--------sagði Edwin, — þó að það væri maðurinn í kola- kjallaranum. — 1 kolakjallaranum? hrópaði Jones. — Já, sagði Edwin. — Hann hegðar sér ekki vel. Hann gleymdi að þurrka af sér, áður en hann gekk inn, svo að ég læsti hann inni í kolakjallara------ Jón litli hafði fengið að vita, að engill hefði komið með litla systur handa honum. — Langar þig til að sjá hana? spurði læknirinn. — Nei, sagði Jón, — en mér þætti gam- an að fá að líta á engilinn! — Ég nenni því ekki, því að ég hefi verið að leika mér að hermönnum í allan morgun. Við skulum leika Tarzan. — Tarzan? spurði Hazel rugluð. — Ég skal sýna þér það, sagði Edwin. — Komdu niður í garð. Heyrðu, ég er Tarzan, og þú ert apinn minn. — Ég vil ekki vera api, mótmælti Hazel. — En þú getur talað og ert bezti vin- ur Tarzans, hélt Edwin áfram. — Ég vil ekki vera neinn api, endurtók Hazel. — Allt í lagi, sagði Edwin. — Þá verð ég bara bæði api og Tarzan. Sama er mér. Edwin hugsaði sig um stundarkorn. — Jæja, sagði hann, þá getur þú verið tírgrisdýr. Eða, bætti hann fljótlega við, þegar hann sá, að Hazel leizt ekkert á það, — þú getur verið fallega, hvíta stúlkan. En ég vil heldur, að þú sért tígrisdýr, því að það er svo leiðinlegt, þegar stelpur eru með. — Ég vil vera fallega, hvíta stúlkan, sagði Hazel fagnandi. — Þá verður seppi tígrisdýrið, sagði Edwin. — Já, sagði Hazel. — En hann þyrfti helzt að vera með röndum, bætti Edwin við. Nokkru síðar kom stúlka út í garðinn til að gæta að Hazel. Þau heyrðu hana kalla, þar sem fallega, hvíta stúlkan var að binda um sár Tarzans, sem hann hafði fengið í viðureign við tígrisdýrið og þrjá fíla, sem hann hafði lagt að velli. — Hana! sagði hetjan. — Þetta er Emily. Ef yður hœttir við að fitna. 'T' veir menn sitja við sama borð og borða sömu réttina. Hjá öðrum eykur fæðan aðeins krafta hans, en hjá hinum verður hún að óeðlilegri fitu. — Hvað veldur þessum mismun? I flestum tilfellum er það skapgerðin, sem hefir þessi áhrif. Þér megrist ekki af áhyggjum yðar. Það er langt um líklegra, að þér fitnið af þeim. Hugarástandið getur verið þannig, að það knýi menn til að borða of mikið, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Það er mikils vert að vita það, því að offitun er slæmur kvilli. Hún er sjúkdómur, sem er alltaf alvarlegur og oft banvænn, því að sannleikurinn er sá, að mikill hluti dauðaorsaka er blátt áfram fita. Það hefir verið reiknað út, að þriðj- ungur alls mannkynsins sé of feitur til að halda góðri heilsu. Líftryggingarfélög tryggja menn gegn of mikilli þyngd, sérstaklega miðaldra fólk. Og meira að segja tryggja þau menn gegn ístru! Til eru tvær tegundir af of feitu fólki: Þeir, sem fitna alltaf, hvað sem þeir borða, og hinir, sem fitna vegna ofáts. Hinir fyrr- nefndu eru færri, en sannleikurinn er sá, að feitt fólk vill fyrir engan mun játa, að það borði of mikið, heldur kennir það ein- hverjum furðulegum sjúkdómum um vöxt sinn. En dæmið þetta fólk ekki of hart. Það veit vel, að það á að borða minna. Og nú eru vísindin það langt á veg komin, að það er hægt að gefa því nákvæmar ráð- leggingar um, hvað og hve mikið það á að borða. Úr því svo er, kann sumum að finn- ast, að þá sé gátan ráðin, en það er sann- arlega ekki allt fengið með því, — því að hin feita kona getur blátt áfram ekki neitað sér um að borða mikið. Hún naslar alveg ósjálfrátt í matarbita á milli mál- tíða, og leitar sér með því fróunar gegn óheilbrigðu sálarásandi, sem hún vanalega ekki getur gert sér grein fyrir. Hér er eitt dæmi um þessa óheillavænlegu offit- un. Edda hafði góða atvinnu og lifði nægju- sömu lífi, því að hún varð að senda pen- inga heim til foreldra sinna. Hún hafði meðalþyngd og var 26 ára, þegar móðir hennar dó. Hún varð að segja upp stöðu sinni og taka við húsmóðurstörfunum á heimili föður síns. Á þeim fimm árum, sem hún var heima, fitnaði hún mjög. Þegar hún kom til bæjarins aftur, var hún orðin 187 pund, en var þó ekki nema í meðal- lagi há. Hún leið mjög fyrir þennan vöxt sinn, og leitaði einverunnar. Og þegar læknir hennar spurðist fyrir um orsakirn- ar fyrir fitu.hennar, svaraði hún: — Ég var svo óhamingjusöm heima, og eina ánægjan var að borða, og það virtist Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.