Vikan


Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 20

Vikan - 18.05.1939, Blaðsíða 20
20 VIKAN Nr. 20, 1939 ætlaði til þeirra áðan, en þau voru ekki heima. — Bill Andrews? — Já, þekkið þér hann? — Já, það geri ég. Við Una erum skóla- systur. Ég var einmitt á leiðinni til henn- ar, en verð nú að snúa við. — Að hugsa sér, að þér skuluð þekkja þau, sagði Pétur. — Þá getum við kynnt okkur. Ég heiti Pétur Massey! — Helen Aldis! Þau þögðu um stund. Pétur tók eftir því, að hún var í rauðum jakka og með svarta húfu. Hún virtist vera skrifstofu- stúlka. — Við skulum koma eitthvað og fá okkur kaffi, sagði hún. — Þá getið þér sagt mér, hvernig stöðu yður langar til að fá. Ég vinn í City, og það er ekki ómögulegt, að ég gæti hjálpað yður. — Þakka yður fyrir, sagði Pétur. — En ég þarf að skila matnum og hringja til fólksins, sem ég ætlaði að heimsækja. Ef þér vilduð gjöra svo vel að bíða, verð ég kominn eftir fimm mínútur. Tíu mínútum síðar sátu Pétur og Helen inni á litlu veitingahúsi. Pétur var orðinn ástfanginn í fyrsta skipti. Hún hlustaði þolinmóð á hann segja sér, hvernig hann hefði sótt árangurslaust um hverja stöðuna á fætur annarri. — Ég kann ekki að trana mér fram. Fyrir mánuði var ég nærri búinn að fá stöðu, en þá sótti maður um hana, sem átti konu og tvö börn og auðvitað fékk hann hana. Vinir mínir segja, að ég sé svo lítillátur, að það gangi brjálæði næst, og stundum held ég það sjálfur. — Þetta megið þér ekki segja, sagði Aldis. — Þér eruð svo góðar. Þér hlóguð einu sinni ekki, þegar ég hætti við að fara til lögreglunnar. — Mér fannst það alls ekkert hlægilegt. — Mér er það auðvitað ljóst, að fólk, sem er eins aumt og ég, getur ekki komið sér áfram í heiminum. — Ef fleiri væru eins og þér, væri lífið ekki eins örðugt og það er, sagði hún rólega. — Ég veit ekki, sagði Pétur dauflega. — Þeim veiku, er ýtt til hliðar. Lífið er aðeins fyrir þá sterku og duglegu. En nú verðið þér að segja mér eitthvað um yður ? Hún sagði honum, að hún væri einka- ritari hjá stóru verkfræðingafirma og byggi í Hampstead. Sér þætti gaman að vinnunni og hún væri ánægð. Síðan endur- tók hún það, sem hún hafði sagt í stigan- um, að hún gæti ef til vildi útvegað Pétri atvinnu. Hann lézt trúa því, vegna þess, að hann langaði til að hitta hana aftur. Hann fylgdi henni að sporvagninum og mælti sér mót við hana daginn eftir. — Og nú verð ég að fara í búðir, sagði hann. — Maður getur komizt af, þó að maður eigi ekki nema ein föt, en varla án tannbursta og greiðu. — Það er aðdáunarvert, að þér skuluð geta hlegið að þessu, var það síðasta, sem hún sagði. Þau hittust aftur næsta dag og tóku sér gönguferð. Pétur varð æ ástfangnari af Helen, sem einnig virtist lítast vel á hann. Um kvöldið heimsótti Jimmy Lancaster Pétur. Þeir voru vinir. Jimmy sagði hon- um, að frænda sinn, sir James Lancaster, vantaði einkaritara, og vildi tala við Pétur heima hjá sér á Belgrave Square. Pétur varð ákaflega ánægður og þakk- aði honum fyrir hjálpina. Hann skrifaði Helen nokkrar línur til að segja henni frá þessu og sagðist vona, að nú hefði hann heppnina með sér. Hann burstaði fötin sín og lagaði sig eins vel til og hann gat, áður en hann fór. Ef maðurinn hefði ekki tekið tösk- una hans, hefði hann getað farið í fallegri föt. En aumingja maðurinn hafði líklega selt fötin, svo að hann gæti fengið sér mat og húsnæði. Hann fór í sporvagni til Belgrave Square. Sir James Lancaster var vingjarn- legur, gráhærður, gamall maður, og þegar hann hafði talað dálitla stund við Pétur, horfði hann á hann og sagði: — Mér lízt vel á yður, Massey, og frænda míns vegna vildi ég gjarna ráða yður. En það er verst, að þér skuluð ekki geta talað frönsku og þýzku. — Nei, sagði Pétur dauflega. — Ég vissi ekkert um, að þess þyrfti. Jimmy minntist ekki á það. — Þér skuluð vera rólegir. Það getur verið, að þér fáið stöðuna, hélt sir James áfram. — Ég á von á öðrum manni á hverri stundu. Það getur verið, að hann kunni ekki heldur þýzku og frönsku, og þá getið þér fengið stöðuna. Skiljið þér? — Já, Sir James, svaraði Pétur. En auð- vitað gæti hinn maðurinn talað bæði tungumálin. Þetta var venjan. Hann stóð við gluggann og leit út. Hann var nærri búinn að æpa upp yfir sig. Ham- ingjan góða! Nei — þetta gat ekki verið! En hann gleymdi aldrei því andliti, sem hann hafði einu sinni séð. Ungur maður í nýju, brúnu fötunum hans Péturs kom gangandi upp að húsinu. Hann var með ljósu regnkápuna hans á handleggnum. Hann var nú orðinn glaðlegur og hressi- legur. Dyrabjöllunni var hringt. — Þetta hlýtur að vera hinn umsækj- * andinn. Viljið þér gjöra svo vel og bíða hérna, Massey. Ég kem svo og segi yður, hvað verður. Pétur settist og starði fram fyrir sig. Þessi þjófur mundi áreiðanlega fá stöðuna. Auðvitað gæti hann talað þýzku og frönsku. Pétur myndi ekkert segja. Hann gat ekki fengið af sér að hringja til lög- reglunnar — maðurinn mundi verða sett- ur í fangelsi, og þá væri úti um hann. En var það ekki skylda hans að segja Sir James sannleikann? — Það getur verið, að ég sé heimskur, hugsaði Pétur. — En ég held, að þetta sé góður maður. Dálítilh stundu síðar heyrði Pétur Sir James segja: — Það gleður mig, að þér getið byrjað strax, Sinclair. Ég fer til Þýzkalands í næstu viku, og------- Pétur hraðaði sér fram 1 fordyrið. Þar var hálf dimmt, svo að maðurinn þekkti Pétur ekki. — Fyrirgefið, Sir James, sagði Pétur. — Má ég tala snöggvast við Sinclair? Er ekki skrítið, að ég skuli þekkja hann? Sir James horfði á mennina til skiptis. Hann tók ekkert eftir því, að annar var orðinn náfölur. — Jú, það er skrítið. Þá kveð ég yður, Sinclair. Komið þér inn til mín, áður en þér farið, Massey. Pétur leiddi manninn út á götu og sagði við hann, án þess að líta á hann: — Ég sá þegar þér komuð inn. Þér fáið áreiðanlega stöðuna, og það megið þér mín vegna. Ég veit, að þér hafið aldrei gert það áður, sem þér gerðuð um daginn. Sinclair glápti á hann. — Þér — þér æthð þá ekki að klaga mig. — Nei, og ég hefi sagt yður, hvers vegna. -— Ef þér segðuð frá því, fengjuð þér stöðuna. Ég sver, að þetta er í fyrsta skipti, sem ég hefi stohð nokkru, sagði Sinclair skjálfandi röddu. — Ég var veik- ur, þegar þér hittuð mig. Ég------- — Já, já. Ég veit þetta allt, sagði Pétur, sem langaði til að fara að slíta samtalinu. — Ég treysti yður. En ef þér svíkið gamla manninn, er úti um yður. Nú horfði hann fyrst framan í mann- inn, sem var að gráti kominn. — Verið þér rólegir, sagði Pétur. — Nú leikur allt í lyndi fyrir yður. — Ég lofa því, að ég skal ekki svíkja hann, sagði Sinclair lágt. — Ég átti að hitta Sir James, en þorði ekki að fara eins og ég stóð, þess vegna tók ég tösk- una------- -—- Já — já — mér datt það í hug, sagði Pétur. — En nú verðið þér að standa yður. Sir James er ágætur maður, sem verð- skuldar að fá góðan og duglegan mann í þjónustu sína. — Ég skal gera mitt bezta, sagði Sin- clair. — Ég skal strax senda yður föt- in------ég hefi alltaf ætlað að gera það. Ég veit ekki, hvernig ég fæ þakkað yður — ég — ég get ekki — — — — Allt í lagi! sagði Pétur. — En nú verð ég að fara, svo að Sir James haldi ekki, að eitthvað hafi komið fyrir. Verið þér sælir! Hann sneri við og snaraði sér inn aftur. — Það var undarlegt, að þið skylduð þekkjast, sagði Sir James. — Já, Sinclair er góður maður! — Því trúi ég. Hann talar góða þýzku og frönsku. Ég ferðast mikið, svo að ég verð að hafa einkaritara, sem--------- — Já, auðvitað. Það skil ég, sagði Pétur. Hann afþakkaði vínglas, sem sir James bauð honum og kvaddi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.